Vorskóli í Salaskóla fyrir börn fædd 2004

Vorskóli Salaskóla verður fimmtudaginn 6. maí og föstudaginn 7. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.

 

Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.

 

Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita í síma 570 4600.

small_arsh.jpg

Árshátíð 2010

small_arsh.jpgÁrshátíð Fönixar og Salaskóla var haldin í gærkvöldi fyrir unglingadeild og tókst sérlega vel. Krakkarnir komu í sínu fínasta pússi, borðuðu góðan mat saman sem Erik, kokkur skólans, eldaði af miklu listfengi. Hann var síðan borinn var fram af kennurum sem þóttu standa sig nokkuð vel í þjónshlutverkinu. Sýndar voru stuttmyndir sem krakkarnir höfðu tekið sjálf og boðið upp á frábær tónlistaratriði. Árshátíðinni lauk svo með diskóteki. Krakkarnir báru af sér góðan þokka og voru til mikillar fyrirmyndar.

utikennsla.jpg

Lífið vaknar að vori

utikennsla.jpgNemendur margra bekkja eru á fullu í útikennsluverkefnum. Nú er verið að byrja á veðurathugunum í 5. bekk en áður voru þau í ljóðagerð úti í náttúrinni og höfðu m.s. "viðtöl" við steina og plöntur. Lífið vaknar að vori er viðfangsefni fjórðubekkinga en þá fjalla nemendur um á hvern hátt náttúran vaknar til lífsins og kanna m.a. brum trjánna og fuglalífið í nánasta umhverfi. Nemendur í 2. bekk fara svo í fjársjóðsleit þar sem markmiðið er að gera þau meðvituð um samspil fjögurra afla –  sólar, vatns, lofts og jarðar.

small002.jpg

Textíll til góðs

small002.jpgÍ dag kom fulltrúi Rauða krossins í skólann og sótti heim nokkra nemendur, allt stúlkur, sem höfðu valið valgreinina"Textíll til góðs" hluta vetrar. Tilgangur valgreinarinnar var að framleiða barnaföt sem yrðu gefin til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í útlöndum. Þess má geta að leitað var til fyrirtækisins Föndru um styrk sem gaf allt það efni sem saumað var úr.  

small_004.jpgAfrakstur þessarar fábæru valgreinar, s.s. húfur, buxur, treyjur og barnateppi, var afhentur Rauða krossinum í dag í textílstofu skólans. Nemendur og kennarar fengu mikið lof fyrir flotta vinnu og góðan hug og fræddust um hvernig slíkar gjafir nýtast.   

loa.jpg

Gleðilegt sumar

loa.jpg
Frí er í skólanum á morgun, Sumardaginn fyrsta. Nemendum og foreldrum eru færðar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir gott samstarf á skólaárinu sem senn er á enda. Megi sumarkoman verða ykkur öllum til blesssunar.

Starfsfólk Salaskóla

islandsmeistarar.jpg

Salaskóli varð Íslandsmeistari grunnskólasveita

islandsmeistarar.jpg Við samgleðjumst frábærum árangri sem skáksveit Salaskóla náði þegar hún varð Íslandsmeistari grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöllinni Faxafeni 12, um helgina.  Salaskóli hafði nokkra yfirburði og fékk sveitin 33 vinninga af 36 mögulegum. Sjá nánar um mótið hér
Myndir frá Íslandsmeistaramóti grunnskólasveita.
Myndir frá Kjördæmamóti Reykjaness.

Einn meðlimur skákksveitarinnar varð síðan kjördæmameistari Reykjaness í eldri flokki í gær en það var Páll Andrason í 10. bekk. Hann tryggði sér sæti á Landsmóti sem fram fer 6.-9. maí næstkomandi í Reykjavík. Birkir Karl í 8. bekk varð í 3. sæti og Baldur Búi  í 7. bekk í 4. sæti í yngri flokki. Einstaklega glæsilegur árangur hjá þeim Páli, Birki Karli og Baldri Búa.  

 

skk_003small.jpg

Góður árangur

skk_003small.jpgNemendur og starfsfólk samfögnuðu á sal skólans í dag góðum árangri í skák og fimleikum. Eins og fram kemur hér á síðunni vann Tinna Óðinsdóttir Norðurlandameistaratitil í fimleikum á dögunum en að auki náðu Páll og Eyþór Trausti að verða Kópavogsmeistarar í skólaskák í eldri og yngri aldursflokki. Fleiri nemendur stóðu sig afar vel í skólaskákinni bæði á Kópavogsmótinu um helgina og í skákiðkun í vetur. Bikarar voru veittir í öllum aldursflokkum frá 1. bekk til 10. bekkjar. Tíundubekkingurinn Páll Andrason er skákmeistari skólans árið 2010.
Sjá fleiri myndir frá þessari montstund sem var 16. apríl 2010.

Páll Andrason og Eyþór Trausti Kópavogsmeistarar í skólaskák

Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið í Hjallaskóla þann 13 april 2010, og mættu alls 56 keppendur til leiks. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 1.-7. bekk og 8.-10. Tefldar voru átta umferðir með 12 mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu úr hvorum flokki komast svo áfram á Kjördæmismót Reykjaness. Salaskóli hafði mikla yfirburði í báðum flokkum og tók öll fjögur sætin sem komast áfram. Í eldri flokki var það hinn geðþekki Páll Andrason sem bar sigur úr býtum, Birkir Karl Sigurðsson varð annar og Guðmundur Kristinn Lee þriðji, allir úr Salaskóla. Í yngri flokki sigraði hinn efnilegi Eyþór Trausti Jóhannsson eftir spennandi keppni við félaga sinn Baldur Búa Heimisson, en Róbert Leó Jónsson, Hjallaskóla, varð þriðji. Skákstjórar voru Smári Rafn Teitsson og Tómas Rasmus.

Lokastaðan í yngri flokki efstu 10:

Sæti|Nafn                               
1|Eyþór Trausti Jóhannsson Salaskóla  7,0
2|Baldur Búi Heimisson Salaskóla       6,5
3|Róbert Leó Jónsson Hjallaskóla           6,5
4|Kristófer Orri Guðmundsson  Vatnsendaskóla   6,0
5|Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla        6,0
6|Ásta Sonja Ólafsdóttir   Hjallaskóla       5,5
7|Hildur Berglind Jóhannsdóttir  Salaskóla 5,0
8|Atli Snær Andrésson      5,0
9|Elías Lúðvíksson      5,0
10|Arnar Steinn Helgason  Salaskóla  5,0

Eldri flokkur efstu 10 :

Sæti|Nafn                                |
1|Páll Andrason   Salaskóla      7,0
2|Birkir Karl Sigurðsson Salaskóla  6,5
3|Guðmundur Kristinn Lee  Salaskóla    6,0
4|Omar Yamak  Salaskóla        5,0
5|Tam Van Lé  Hjallaskóla 5,0
6|Ingó   Smáraskóla 5,0
7|Eiríkur Örn Brynjarsson Salaskóla 4,5
8|Arnþór Egill Hlynsson Salaskóla 4,5
9|Natthakan Khandong  Hjallaskóla        4,0
10|Óttar Atli Ottósson  Vatnsendaaskóla 4,0

Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjaneskjördæmis  2010 verða því allir úr Salaskóla.

Eða Páll Andrason, Birkir Karl, Eyþór Trausti og Baldur Búi.

Kjördæmismótið verður mánudaginn 1904.2010  og hefst  kl 18.00

tinna.jpg

Tinna varð Norðurlandameistari

Við hér í Salaskóla samgleðjumst innilega Tinnu Óðinsdóttur sem er í 10. bekk  og vann það einstaka afrek um helgina að verða Norðurlandameistari á slá í áhaldafimleikum. Lið Gerplu sem Tinna var liðsmaður í vann einnig silfur á þessu Norðurlandamóti í áhaldafimleikum.

tinna.jpg