Category Archives: Fréttir
Skólasetning Salaskóla 2020
Nemendur eru boðaðir í skólann til að hitta umsjónarkennara og skólafélaga þennan dag. Nemendur mæta í anddyri skólans hópar eru lesnir upp og fara með kennara í umsjónarstofu. Gert er ráðfyrir að heimsóknin sé um það bil 30 mínútur. Foreldrar eiga ekki að koma í skólann nema vera boðaðir sérstaklega.
2. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst kl 8:30 börn fædd 2013
3. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 9:00 börn fædd 2012
4. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 9:30
5. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 10:00
6. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 10:30
7. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 11:00
8. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 11:30
9. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 12:00
10. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 12:30
Skóladagatal 2020-2021
Hér er skóladagatalið. Á því hafa orðið breytingar sem taka mið af samkomutakmörkunum. Þannig verður skólasetning einföld eins og áður hefur komið fram, foreldraviðalsdögum dreift á heilar vikur og því ekki sérstakir dagar.
Skólasetning 25. ágúst
Nú er nýtt skólaár að hefjast og það eru örfá atriði sem við þurfum að hnykkja á við ykkur foreldrana. Þið fái svo ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur.
1. Vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar mega utanaðkomandi ekki koma inn í skólann nema í algjörum undantekningatilfellum og í samráði við skólastjórnendur. Þetta á við um foreldra líka.
2. Skólasetning er þriðjudaginn 25. ágúst. Þar sem í gildi er takmörkun á samkomum vegna farsóttar boðum við nemendur í hverjum árgangi fyrir sig, hittum þau hér í anddyrinu og þau fara svo með kennurum sínum í skólastofu. Kennararnir fara aðeins yfir málin með þeim og svo fara krakkarnir heim. Skólasetning hjá hverjum árgangi tekur hálftíma til þrjú korter. Við sendum ykkur tímasetningar hvers árgangs í næstu viku. Foreldrar geta því miður ekki verið með á skólasetningu.
3. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Að öllu óbreyttu verður hún hefðbundin og án skerðingar. Nemendur eiga allir að mæta í skólann.
4. Sumardvöl 1. bekkinga verður út næstu viku. Það er engin dægradvöl á mánudag og þriðjudag, 24. og 25. ágúst. Dægradvöl hefst 26. ágúst.
5. Við munum gæta ítrustu sóttvarna og allir þurfa að þvo sér og spritta hendur reglulega og fara varlega.
6. Foreldrafundir og kynningar hér í skólanum munu bíða betri tíma. Við reynum að halda ykkur öllum vel upplýstum með öðrum hætti.
Við skulum öll leggja okkur fram við að halda uppi góðu skólastarfi fyrir börnin. Við erum orðin sjóuð að lifa með veirunni og vitum að við getum þetta. Stöndum saman í þessu.
Skóladagatal 2020-2021
Skóladagatal Salaskóla fyrir næsta skólaár hefur ekki verið endanlega samþykkt en eftirfarandi dagsetningar liggja þó fyrir:
25. ágúst, skólasetning fyrsti skóladagur
26. og 27. október vetrarleyfi
18. og 19. febrúar vetrarleyfi
Um leið og skóladagatalið hefur verið samþykkt setjum við það á heimasíðuna.
Sumarfrí
Skólaslit í dag
Í dag verður Salaskóla slitið eftir viðburðarríkan og furðulegan vetur. Nemendur í 1. – 9. bekk mættu í skólann kl. 8:00 í morgun og kl. 11:00 safnast allir saman og skólanum verður slitið. Útskriftarhátíð 10. bekkinga hefst svo kl. 12:30 og þá mæta þeir prúðbúnir og taka við vitnisburði sínum og kveðja skólann.
Útskrift og skólalok 10. bekkinga
Nú hefur verið slakað á samkomubanninu og það gerir okkur mögulegt að bjóða foreldrum 10. bekkinga að taka þátt í útskriftinni með okkur. Við höfum því ákveðið að útskriftin verði mánudaginn 8. júní í hádeginu kl. 12:30 – 13:30 hér í skólanum. Hverjum nemanda geta fylgt tveir fullorðnir en því miður getum við ekki boðið systkinum að vera með eins og stundum hefur verið. Þetta er fjölmennur árgangur og plássið af skornum skammti. Við munum raða stólum þétt í salinn og þeir sem vilja meira rými geta valið um það.
Á útskriftinni verða stutt ávörp nemenda og kennara, einhverjir nemendur verða með atriði og svo verða útskriftarskírteini afhent. Að lokinni athöfn geta gestir gripið kaffibolla og fengið skammtaðan kökubita sem skólinn býður upp á. Ágætt að staldra aðeins við og spjalla smá stund áður en haldið er út í sumarið. Gerum ráð fyrir að öllu verið lokið kl. 14:00.
Foreldrar eiga ekki að koma með veitingar eins og venjan er á útskriftum hjá okkur. Við viljum gjarnan að nemendur komi í betri fötum á þessa mikilvægu athöfn.
Síðasti skóladagur 10. bekkinga er miðvikudagurinn 3. júní. Daginn eftir halda þeir á vit ævintýra í einnar nætur útskriftarferð sem að sjálfsögðu er óvissuferð og enginn veit hvert farið verður.