Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Föstudaginn 11.september er Ólympíuhlaup ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla.
Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00.Ræst verður í hollum klukkan 11:00. Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig.
Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km. Þess má geta að nemendur hlaupa eða ganga sama hring og í fyrra. Vert er að nefna að nemendur geta valið hversu marga hringi þeir hlaupa.

Eftirfarandi reglur eru til viðmiðunar fyrir hvern árgang:

Nemendur í 8. – 10. bekk hlaupa 2-4. hringi (5 – 10 km).

Nemendur í 4. – 7. bekk hlaupa 1-4. Hringi (2.5 – 10 km).

Nemendur í 2. – 3. bekk hlaupa 1-2 hringi (2.5 – 5 km).

Nemendur í 1. bekk hlaupa 1 hring með umsjónakennara. (2.5 km).

Við viljum brýna fyrir foreldrum að nemendur séu klæddir eftir veðri, í góðum skóm og fatnaði til hreyfingar. Við hvetjum alla nemendur til að koma með merktan vatnsbrúsa.

Að loknu hlaupi eða frá kl 12:00 ætlar skólinn að bjóða upp á grillaðar pylsur fyrir alla.

Skólasetning Salaskóla 2020

Nemendur eru boðaðir í skólann til að hitta umsjónarkennara og skólafélaga þennan dag. Nemendur mæta í anddyri skólans hópar eru lesnir upp og fara með kennara í umsjónarstofu. Gert er ráðfyrir að heimsóknin sé um það bil 30 mínútur.   Foreldrar eiga ekki að koma í skólann nema vera boðaðir sérstaklega.

2. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst kl 8:30 börn fædd 2013
3. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 9:00 börn fædd 2012
4. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 9:30
5. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 10:00
6. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 10:30
7. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 11:00
8. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 11:30
9. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 12:00
10. bekkur er boðaður í stutta skólaheimsókn þriðjudaginn 25. ágúst 12:30

Skólasetning 25. ágúst

Nú er nýtt skólaár að hefjast og það eru örfá atriði sem við þurfum að hnykkja á við ykkur foreldrana. Þið fái svo ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur.

1. Vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar mega utanaðkomandi ekki koma inn í skólann nema í algjörum undantekningatilfellum og í samráði við skólastjórnendur. Þetta á við um foreldra líka.
2. Skólasetning er þriðjudaginn 25. ágúst. Þar sem í gildi er takmörkun á samkomum vegna farsóttar boðum við nemendur í hverjum árgangi fyrir sig, hittum þau hér í anddyrinu og þau fara svo með kennurum sínum í skólastofu. Kennararnir fara aðeins yfir málin með þeim og svo fara krakkarnir heim. Skólasetning hjá hverjum árgangi tekur hálftíma til þrjú korter. Við sendum ykkur tímasetningar hvers árgangs í næstu viku. Foreldrar geta því miður ekki verið með á skólasetningu.
3. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Að öllu óbreyttu verður hún hefðbundin og án skerðingar. Nemendur eiga allir að mæta í skólann.
4. Sumardvöl 1. bekkinga verður út næstu viku. Það er engin dægradvöl á mánudag og þriðjudag, 24. og 25. ágúst. Dægradvöl hefst 26. ágúst.
5. Við munum gæta ítrustu sóttvarna og allir þurfa að þvo sér og spritta hendur reglulega og fara varlega.
6. Foreldrafundir og kynningar hér í skólanum munu bíða betri tíma. Við reynum að halda ykkur öllum vel upplýstum með öðrum hætti.

Við skulum öll leggja okkur fram við að halda uppi góðu skólastarfi fyrir börnin. Við erum orðin sjóuð að lifa með veirunni og vitum að við getum þetta. Stöndum saman í þessu.

 

Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal Salaskóla fyrir næsta skólaár hefur ekki verið endanlega samþykkt en eftirfarandi dagsetningar liggja þó fyrir:

25. ágúst, skólasetning fyrsti skóladagur

26. og 27. október vetrarleyfi

18. og 19. febrúar vetrarleyfi

Um leið og skóladagatalið hefur verið samþykkt setjum við það á heimasíðuna.

 

Sumarfrí

Nú erum við starfsfólk Salaskóla komin í sumarfrí. Þökkum nemendum, foreldrum gott samtarf við oft erfiðar aðstæður í vetur og sérstaklega í vor. Veirufaraldur, verkföll, vatnsflóð og stundum veður settu strik í reikninginn, en saman unnum við okkur í gegnum þetta allt og lukum skólaárinu með sóma. Það verður talsverð starfsemi í skólahúsinu í sumar. Leikskólarnir nota húsið fyrir sína starfsemi, félagsmiðstöðin Fönix er opin í sumar, vinnuskólinn er með aðstöðu og svo verður boðið upp á gistingu í skólanum á símamóti Breiðabliks og einnig á móti á vegum Gerplu.
 
En skrifstofa skólans opnar svo aftur í vikunni eftir verslunarmannahelgi.
 
Hafið það gott í sumar!

Skólaslit í dag

Í dag verður Salaskóla slitið eftir viðburðarríkan og furðulegan vetur. Nemendur í 1. – 9. bekk mættu í skólann kl. 8:00 í morgun og kl. 11:00 safnast allir saman og skólanum verður slitið. Útskriftarhátíð 10. bekkinga hefst svo kl. 12:30 og þá mæta þeir prúðbúnir og taka við vitnisburði sínum og kveðja skólann.