18.nóvember 2020

English below

Á morgun, 18. nóvember, taka gildi breyttar sóttvarnarreglur sem hafa smá áhrif á skólastarf í grunnskólum. Við erum reyndar enn að bíða eftir reglugerð með nánari leiðbeiningum en tvennt vitum við:

1. Grímunotkun og fjarlægðarmörk verða felld niður í 5. – 7. bekk
2. Íþróttakennsla getur hafist aftur í íþróttahúsinu.

E.t.v. koma fleiri breytingar fram í reglugerð og við bregðumst við því ef svo verður.

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, fella nemendur í 5. – 7. bekk því grímurnar og verða í skólanum skv. stundaskrá til kl. 13:50. Valgreinar og smiðjur falla niður á morgun hjá 7. bekk, þar sem sóttvarnarreglur koma enn í veg fyrir að við getum kennt þær. Þeir fara því heim eitthvað fyrr. Svo eru íþróttir í íþróttahúsinu hjá öllum nemendum skólans sem eiga að vera í íþróttum.

Við viljum biðja foreldra unglingaforeldra að stappa í þá stálinu því þeir þurfa að vera áfram með grímur í skólanum. Það er farið að taka á en þau eru skynsöm og vilja leggja sitt af mörkum sigra veiruna. Það er verið að tala um næstu tvær vikur og skólasókn þeirra miðast því áfram við tímasókn til hádegis, en þó verður væntanlega sundkennsla eftir hádegi hjá einhverjum hópum eftir hádegi.

Tomorrow, 18th of November, slightly changed epidemiological rules will take effect and that will have some effect on schoolwork in primary schools. We are now waiting for a new regulation with further instructions, but this we know:
1. Students in grades 5-7 will no longer be required to wear facemasks.
2. Physical Education can resume in the gymnasium.
Perhaps there will be more changes in the regulation and we will react accordingly.
Students in grades 5-7 can drop their facemasks as of tomorrow and attend classes according to schedule. Schoolday ends at 13.50.
Elective classes and workshop for grade 7 will be cancelled tomorrow because disease-control rules still prevent us from teaching these classes. Students in grade 7 will therefore go home a little earlier.
Sport lessons in the gymnasium will continue for all students who are supposed to attend.
We would like to ask parents of teenagers to give them a pep talk since they must continue to wear facemasks in school. Some find this tiresome but the teenagers are sensible and eager to do their best to beat the virus. Students in grades 8 to 10 will therefore stay in school until noon but a few groups will probably attend swimming lessons in the afternoon.

Birt í flokknum Fréttir.