Breytt skólastarf 3. – 17. nóvember

Vegna nýrrar reglugerðar um skólastarf í heimsfaraldri verður starfið svona í Salaskóla frá 3. – 17. nóvember:

Nemendur í 1. – 4. bekk: 

 • Mæting kl. 8:10 og skóli til 13:30. Kennsla verður með sama hætti og verið hefur. 
 • Að kennslu lokinn gefst nemendum kostur á dægradvöl í frístund. Nánari upplýsingar koma frá Auðbjörgu
 • Íþróttakennsla verður úti og nemendur verða því að koma vel klæddir í skólann. 
 • Útivist verður með sama hætti og verið hefur
 • Ekki verður sundkennsla að sinni en íþróttakennarar verða með nemendur
 • Nemendur fá ávexti í morgunhressingu eins og verið hefur og matur í mötuneytinu í hádeginu. 
 • Kennsla í list- og verkgreinum verður með sama hætti og áður.

Nemendur í 5. og 6. bekk: 

 • Mæting á sama tíma og venjulega og skóli til rúmlega 12:00. Nemendur fara heima að loknum hádegismat. Kennsla verður með sama hætti og áður.
 • Nemendur verða að vera með grímur í kennslustundum og á almennum rýmum í skólanum. Foreldrar eru beðnir um að senda þau með grímur í skólann á morgun. Þeir þurfa ekki að vera með grímur í útivist og geta þá teygað í sig ferskt andrúmsloftið.
 • Ekki verður blöndun á milli bekkja að sinni, hvorki í bóklegum tímum né í smiðjum. Við búum til nýja smiðjuhópa og í hverjum þeirra verða aðeins nemendur úr sama námshópi (bekk)
 • Íþróttakennsla verður úti og nemendur verða því að koma vel klæddir
 • Ekki verður sundkennsla að sinni en íþróttakennarar verða með nemendur
 • Útivist verður með sama hætti og áður og jafnvel aðeins bætt í til að hvíla sig á grímunum. 
 • Nemendur fá ávexti í morgunhressingu eins og verið hefur og matur í mötuneytinu í hádeginu. 

Nemendur í 7. – 10. bekk

 • Mæting skv. stundaskrá á morgnana og nemendur mæta beint í ákveðnar kennslustofur eins og kemur fram í bréfi frá kennurum. Kennsla í skólanum er til kl. 12:10. Þá fara nemendur heim.
 • Nemendur verða að vera með grímur í kennslustundum og almennum rýmum í skólanum. Foreldrar eru beðnir um að senda þau með grímur í skólann á morgun. Þeir sem fara í útivist þurfa ekki að nota grímur þar. 
 • Nemendur eru í sömu kennslustund allan daginn og fá þar kennslu skv. stundaskrá. 
 • Valgreinar falla niður sem og smiðjutímar hjá 8. og 9. bekk. 
 • Nemendur verða að koma með nesti í morgunhressingu og það á líka við um 7. bekk sem hefur fengið ávexti. 
 • Íþróttakennsla verður úti og nemendur verða því að koma vel klæddir
 • Sundkennsla fellur niður
 • Stundaskrá breytist eitthvað meðan á þessu varir og koma upplýsingar um það frá kennurum. 
 • Nemendur í 7. bekk fara í útivist og þurfa ekki að hafa grímur þar. 
 • Nemendur í 8. – 10. bekk hafa val um hvort þeir fari í grímufrí í útivist í frímínútum eða verði inni. Ef þeir velja síðari kostinn þurfa þeir að vera í sinni kennslustofu og með grímu fyrir vitum. 
Birt í flokknum Fréttir.