Stærðfræði | Íslenska | Landið | Náttúran | Ýmislegt | Þrautir |
Rökhugsun |
Málfarsmolar |
||||
Reiknum |
Honoloku |
||||
|
Tangram |
||||
|
|
Yatsi |
|||
|
|
|
|
|
|
|
|
Þrátt fyrir smá gjóstur í morgun þá opnuðum við skólann á venjulegum tíma. Það eru foreldraviðtöl í skólanum, allir kennarar komnir í hús og byrjaðir að ræða við foreldra. Dægradvölin opnaði kl. 8:00.
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að skólahald í Salaskóla fellur ekki niður vegna veðurs. Hins vegar er það foreldra að meta hvort þeir senda börn sín í skólann þegar illviðri geisa.
Krakkarnir í 7. og 8. bekk söfnuðu fé til Landspítala Hringsins í desember með því að halda jólamarkað í skólanum þar sem seld voru jólakort, listaverk, kökur og góðgæti. Ágóðinn var afhentur Landspítalanum við hátíðlega athöfn í sal skólans í morgun þar sem forsvarsmenn Landspítalans tóku við gjöfinni og þökkuðu þann hlýhug sem krakkarnir sýndu í verki.
Í allt haust vantaði okkur starfsfólk í dægradvöl, en með dugnaði starfsfólks þar tókst okkur að halda henni gangandi. Nú um áramótin bættist við starfsfólk og nú er dægradvölin fullmönnuð. Rétt tæplega hundrað börn eru í dægradvölinni og oft mikið fjör á daginn. HK hefur tekið upp samstarf við okkur og við erum einnig að leita samstarfs við önnur íþrótta- og tómstundafélög.
Nú eru prófadagar hjá elstu nemendum skólans. Nemendur koma til prófs kl. 8:30 á morgnana og fara síðan heim að prófi loknu. Prófum lýkur nk. föstudag. Hér koma nokkur góð ráð til krakka sem eru í próflestri.
Máltíðin í mötuneyti Salaskóla hefur að undanförnu verið á 235 kr. Vegna verðhækkana síðustu mánuði sjáum við okkur tilneydd til að hækka matarverðið í 250 kr. máltíðina. Hækkun þessi gildir frá næstu mánaðamótum.
Við viljum einnig biðja foreldra um að virða gjalddaga, því að við eigum erfitt með að standa í skilum ef gjöldin skila sér ekki á réttum tíma.