verlaunaafhending_0022.jpg

Verðlaunahátíð fyrir fjölgreindaleika Salaskóla

verlaunaafhending_0022.jpgVerðlaunahátíð fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í gær, 14. október.

Hafsteinn skólastjóri og Auður íþróttakennari lögðu áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemdendur standa sig, yngri sem eldri. Öll lið á fjölgreindaleikum fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.

Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.

Í 3. sæti var lið nr.9. Fyrirliðar voru Kristinn (Fálkum) og Guðlaug Edda (Lómum). Í liðinu voru: Katrín (smyrlum) Marel (Hrossagaukum) Eva (Lundum) Höskuldur (maríuerlum), Birkir (kjóum), Hilmir (þröstum), Guðný(hávellum) Sigurður (maríuerlum) Breki (kríum)

Í 2. sæti var lið nr.24. Fyrirliðar voru Jón Ófeigur (ernir) og Sólbjört (himbrimum). Í liðinu voru: Sindri Snær (helsingjum), Garðar Elí (ritum), Gabríel (súlum), Ingigerður (svölum), Birta Ósk (lóum), Gerður Hrönn (mávum), Nikulás (steindeplum), Elfa Maren (hrossagaukum).

Í 1. sæti var lið nr. 5 sem kallaði sig Bland í poka. Fyrirliðar voru Berglind Ósk (fálkum) og Halldór Kristján (himbrimum). Í liðinu voru: Steindór (svölum), Arnar Ísak (maríuerlum), Þormar (krummum), Lovísa (langvíum), Arna Hlín (kjóum), Andri (hávellum), Aron Ingi (kríum), Darri (lundum),Davíð Birkir (þröstum) Lilja (hrossagaukum), Gilbert (smyrlum).

Tveir fyrirliðar voru nefndir sem þóttu skara framúr en það voru þau Halla Björk í himbrimum og Eiríkur í lómum.

aetlun0809.jpg

Starfsáætlun 2008-09

aetlun0809.jpg
Starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2008-2009 er komin á vefsíðu skólans. Hana er að finna undir hnappnum SKÓLINN – starfsáætlun. Í starfsáætlun er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann s.s. um stoðkerfi, heimanám, skipulag, stefnu skólans og dægradvöl svo eitthvað sé nefnt.

Morgunkaffi fyrir foreldra 1. bekkinga í 42. viku

Í vikunni sem er að líða hafa hátt í hundrað foreldrar 7. bekkinga og 10. bekkinga drukkið morgunkaffi með skólastjórnendum, rætt málin og heilsað upp á börn sín inni í bekk. Umræður hafa verið góðar og margt borið á góma.

Nú er komið að foreldrum 1. bekkinga. Foreldrar maríuerla eru boðnir þriðjudaginn 14. október og foreldrar steindepla miðvikudaginn 15. október. Mæting er á kennarastofunni kl. 8:10 og við endum inni í bekk. Allt búið kl. 9:00

Hvetjum bæði pabba og mömmur til að mæta. Þetta er gott tækifæri til að ræða við skólastjórnendur, kynnast foreldrum hinna barnanna og að sjá skólastarfið undir eðlilegum kringumstæðum.

  

kerti.jpg

Kertaafgangar óskast

kerti.jpgVið erum að fara að vinna með endurvinnslu í smiðjum og ætlum að búa til kerti, þess vegna væri vel þegið að fá alla kertaafganga sem þið getið séð af.   Alla afganga sama hversu litlir sem þeir eru, því við bræðum þá upp og steypum úr þeim ný kerti.   (Getum líka notað kerti sem eru með „dóti“ inní eins og eplaskífum eða kanilstöngum eða kaffibaunum, því við veiðum það bara uppúr við bræðslu).  Vonandi getum við gert þetta í sem flestum árgöngum en það fer eftir framboði á kertastubbum.   Svo nú biðjum við alla að gefa okkur stubba og það má gjarnan afhenda okkur þá í textílstofunni.

Kveðja Smiðjukennarar

Foreldrar nemenda í 7. og 10. bekk í morgunkaffi í 41. viku

Í þessari viku hafa foreldrar nemenda í 4. bekk komið í morgunkaffi til skólastjórnenda. Mæting hefur verið afar góð og umræður fínar.

Í 41. viku ársins, 5. – 11. október eru foreldrar nemenda í 7. og 10. bekk Salaskóla boðnir í morgunkaffi með skólastjórnendum. Það er mjög mikilvægt að foreldrar mæti því brýn mál eru til umræðu. Í 7. bekk er samræmt könnunarpróf framundan ásamt ferð í skólabúðirnar á Reykjum. 10. bekkur er á sínu síðasta ári í grunnskóla og við ætlum að kynna breytingar á lögum sem varða skólalok nemenda, ásamt því sem við þurfum að koma undirbúningi undir útskriftarferð í gang. Og svo náttúrulega mörg önnur mál.
Fundirnir hefjast kl. 8:10 á kennarastofunni. Þar spjöllum við saman og endum svo á því að kíkja til bekkjarins. Fundirnir eru sem hér segir:

Þriðjudagur    7.okt    kjóar
Miðvikudagur 8.okt    fálkar
Fimmtudagur 9.okt    ernir    
Föstudagur    10.okt    krummar

Mikilvægt að a.m.k. einn mæti frá hverjum nemanda, en við hvetjum auðvitað bæði pabba og mömmur til að mæta.

Allir flottir á fjölgreindaleikum

Myndir frá báðum dögum fjölgreindaleika inni á myndasafni skólans

Þegar fréttasnápur salaskola.is fór á stúfana í morgun var margt sem bar fyrir augu á seinni degi fjölgreindaleika Salaskóla. Furðuverur voru alls staðar á sveimi innan um krakkana eins og fyrr. Áhuginn var engu minni en daginn áður og liðin með liðsstjórana í fararbroddi virtust taka mjög vel á því og standa sig með miklum sóma.

Á kollhnísstöðinni voru sýnd kollhnís af ýmsum gerðum – bæði aftur á bak og áfram. Mjög flott! Heljarstökk á trambolín fóru fram hjá stöðvarstjóra nokkrum sem reyndist vera hjúkrunarfræðingur eða kannski læknir. Enda eins gott að hafa hjúkrunarfólk í húsi á fjölgreindaleikum. Bakarinn hvatti krakkana áfram í skákinni að þessu sinni (en ekki í bakstrinum). Við eitt borðið stóð jólatré sem hreyfðist og gat talað. Það reyndist vera að hjálpa krökkum að sauma. Stórfurðulegt! Galdranorn tók á móti krökkum í einni stofunni og lokaði á eftir þeim … en krakkarnir voru brosandi fyrir innan dyrnar svo þetta var allt í lagi. Ábúðarmikil sjóræningjakona var búin að hertaka smíðastofu skólans og rændi nokkrum nemendum til sín. Síðan heyrðist sög sett í gang og einhver að pússa. Hvað skyldi vera að gerast?

Já, það er margt skrítið sem gerist á fjölgreindaleikum í Salaskóla Wink

steinunn.jpg

sma2.jpg

kollhns.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kollhnís aftur á bak 

     Jólatré sem hreyfist!                 Sjóræninginn í smíðunum

kubbar.jpg

Þegar allir leggjast á eitt

Þegar margir leggja eitthvað að mörkum verður auðveldara að leysa verkefnin. Við erum líka öll gædd mismunandi hæfileikum sem geta nýst vel þegar leysa þarf þrautir af ýmsu tagi. Sumir eru mjög góðir að sippa, aðrir eru góðir í skák og svo eru margir snillingar í höndunum.

 kubbar.jpg 

Myndir frá fyrsta degi fjölgreindaleika:
Íþróttahús       Skólahúsið           Furðuverur

 

Í skólahúsnæðinu var mikið að gerast, krakkarnir kepptust við að skrifa sögu, leysa úr spurningum, pikka texta á tölvu, mála, saga, leysa tónlistargetraun, tefla, byggja turna úr kubbum, reyna bragðlaukana og margt annað.mala.jpg

ljosmyndaraut.jpg

Fjölgreindaleikar fara vel af stað

ljosmyndaraut.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fjölgreindaleikum er krökkum úr öllum bekkjum skipt upp í 40 tíu manna lið þar sem sá elsti er liðsstjórinn og sér til þess að liðsmenn séu að sinna sínum verkum. Krakkarnir fara á milli stöðva og leysa alls kyns þrautir sem reyna á mismunandi hæfni þeirra. Á hverri stöð er starfsfólk skólans sem heldur utan um stigafjölda liðsins. Liðið hefur 8 mínútur til þess að leysa hverja þraut.

Einbeitnin skein úr andlitum krakkanna sem voru mætt í íþróttahúsið í morgun til þess að takast á við hin ýmsu verkefni. Þau þurftu að sýna hæfni sína í plöntugreiningu, körfubolta, limbói, sms-sendigum, að hanga á slá, ljósmyndun, að kasta í keilur svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir sögðu að þetta væri mjög skemmtilegt og það væri spennandi að sjá hvað liðið gæti náð mörgum stigum í þrautunum. Annars gáfu þau sér ekki mikinn tíma til þess að tala við fréttasnáp salaskóla.is – ekki gott að láta trufla sig þegar skiptir mestu að standa sig á hverri stöð.  stelpur.jpg