roskun.jpg

Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna

roskun.jpgSlökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS), hefur útbúið í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var SHS falið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.

Skoðið reglurnar hér. Þær er að finna í gagnasafni salaskóla.is.

lusiasmall.jpg

Lúsíuhátíð í morgun

lusiasmall.jpgÞað er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum  Santa Lúsíu. Þá klæðast stúlkur í yngri bekkjum hvítum kyrtlum, hnýta silfur- og gullbönd um höfuð og hafa ljós í hönd. Lúsían sjálf, er  prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Harpa Þöll Eiríksdóttir í kjóum var Lúsía þetta árið. Falleg og hátíðleg stund. 

Myndir.

jlasveinarnir_2432.jpg

Jólasveinarnir í 6. bekk

jlasveinarnir_2432.jpgStórskemmtilegur viðburður átti sér stað í dag þegar nemendur í 6. bekk buðu yngri nemendum skólans að koma og horfa á jólaleikrit súlna og langvía. Leikritið var frumsamið af þeim en byggðist að hlut til á jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum.

Myndir frá sýningunni eru hér.

Sjöttubekkingarnir sáu alfarið um allt sem tengdist leiksýningunni og fyrir utan leikara og upplesara var valinn maður í hverju verki s.s búningagerð, förðun, leikmynd, leikskrá, hljóð- og ljósastjórn og sviðsaðstoð. Krakkarnir skiluðu öllum hlutverkum með miklum sóma og áhorfendur skemmtu sér afskaplega vel.

kirkja.png

Aðventuganga

kirkja.pngÁrleg aðventuganga foreldrafélags Salaskóla verður fimmtudaginn 11 des. kl 17:30. Gangan er öllum opin og hvetjum við alla íbúa hverfisins til að ganga með.

Gengið er frá Salaskóla kl 17.30, gengið verður m.a að nýrri kirkju hverfisins þar sem Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson flytur jólahugvekju. Að göngu lokinni verðu boðið uppá heitt kakó og smákökur í Salaskóla við undirleik Skólahljómsveitar Kópavogs.

Foreldrafélag Salaskóla

bekkjarskkmt_0072.jpg

Úrslit kunn í bekkjarmóti í skák

bekkjarskkmt_0072.jpgHinu árlega bekkjamóti Salaskóla lauk föstudaginn 5. desember. Til úrslita kepptu 14 bestu liðin:  Fjögur bestu úr yngsta flokki, 1. til 4. bekk, fimm bestu úr miðstigi 5 til 7 bekk og fimm bestu úr unglingadeild.

Leikar fóru þannig að A lið Lóma bar sigur úr bítum með 15 vinninga en A-lið Fálka fylgdi fast á eftir með 13 vinninga. Tvö lið, A lið hjá Kjóum og Örnum, voru jöfn að vinningum með 11 vinninga sem endaði þó með því að Kjóarnir tóku 3. sætið vegna sterkari stöðu.

Við óskum liðunum til hamingju  með frábæran árangur. Meðfylgjandi mynd sýnir sigurvegarana, A lið Lóma, ásamt Tómasi. Nánari úrslit með því að smella á Lesa meira.

 

Hér birtist listi yfir 10 bestu liðin
Úrslit Lið vinn 1b 2b 3b 1v 2v
1 Lómar A lið 15 Páll Andrason Eiríkur Örn Andri Hrafn Sigurbjörn  
2 Fálkar A 13 Patrekur Jóhanna magnús    
3 Kjóar A 11 Birkir Karl Sindri Arnar Jónas  
4 Ernir A 11 Ragnar Bjarki Steinar Agnar  
5 til 6 Himbrimar A 10 ómar Halldór Guðjón Hinrik  
5 til 6 Svölur A 10 Guðmundur Steindór Guðjón Páll  
7 til 8 Langvíur A 9 Baldur Búi Selma Líf Birkir Þór    
7 til 8 Ritur A 9 Hildur Berglind Kári Steinn Garðar Elí    
9 til 10 Langvíur B 8,5 Aron Eyþór Ragnheiður    
9 til 10 Krummar A 8,5 Þormar Björn Orri Breki Krissi

 

 

 

jlasveinar.jpg

Jólasveinar einn og átta …

jlasveinar.jpg

Útikennslan er í góðum gír í rökkri vetrarmorgunsins. Riturnar hittust í þinginu snemma morguns með kennurum sínum þar sem voru kertaljós og tendrað var lítið bál. Allir voru með jólasveinahúfur, ennisljós eða vasaljós. Kvæðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum var lesið og nemendur komu fram og fengu leikmuni eftir því sem við á. Í dag var sérstök stemning þar sem komu smá snjókorn meðan stóð á þingstörfum og settu ævintýraljóma á leiksviðið. Í lokin gengur riturnar inn í stofuna sína í  jólasveinaröð og fengu heitt kakó með nestinu sínu.

tnlistalla1.jpg

Tónlist fyrir alla

tnlistalla1.jpgGóðir gestir komu snemma miðvikudags og skemmtu nemendum. Það voru þær stöllur Hildur og Þórdís Heiða, sem er að vísu kennari við skólann, er buðu nemendum í 1.-4. bekk að koma á sal og vera þáttakendur í stórri hljómsveit sem stofnað var til á staðnum. Þessi heimsókn er liður í verkefninu Tónlist fyrir alla sem grunnskólum er boðið upp á. Reglulega eru grunnskólar heimsóttir af tónlistarmönnum sem flytja skemmtileg verk, þessar uppákomur hafa verið afar fjölbreyttar og mikil ánægja verið með þær.

leikhus_0022.jpg

Leikhúsferð eldri nemenda

leikhus_0022.jpg

Móðurmálsviku lauk með því að nemendur í 9. og 10. bekk var boðið að sjá leikritið Skugga – Svein með kennurum sínum. Leikritið var sýnt í nýju leikhúsi í Kópavogi sem staðsett er við Funalind og ber heitið Leikhúsið.

Leikfélag Kópavogs setti sýninguna upp og voru nemendur og kennarar almennt mjög ánægðir með leikhúsferðina. Myndin var tekin á meðan beðið var eftir rútunni sem fluttu þau á áfangastað.

Frábærir morgunfundir

Nú hafa foreldra allra nemenda átt kost á að koma í morgunkaffi hér í Salaskóla á þessu skólaári. Haldnir voru 20 fundir og mættu 413 foreldrar, eða 75% foreldra. 

Í unglingadeild mættu að meðaltali 55% foreldra, á miðstigi mættu að meðaltali 78% foreldra og á yngsta stigi 84% foreldra. Í þeim bekk sem best mæting var mættu foreldrar allra barna en í þeim bekk sem slökust var mæting komu 36% foreldra. Besta mætingin var í lóum, þar var 100% mæting. Steindeplar lentu í 2. sæti með 95% mætingu og mávar í 3. sæti með 90% mætingu.

Við erum að vinna úr matsblöðunum sem foreldrar fylltu út á fundunum. Ljóst er að foreldrar eru mjög ánægðir með skólastarfið og bera mikið traust til kennara. Jafnframt komu fram ágætar ábendingar um það sem betur má fara og eitthvað af tillögum um nýjar leiðir. Skýrslan verður birt á heimasíðunni þegar hún er tilbúin.

Morgunkaffið í Salaskóla hefur öðlast sess í samstarfi skólans við foreldra. Það skilar miklu inn í skólastarfið, byggir upp traust á milli skólans og heimilanna og hjálpar okkur við að byggja upp góðan skóla.

slkkvili_001.jpg

Slökkviliðið í heimsókn

Í dag komu slökkviliðsmenn í heimsókn í skólann og voru með eldvarnarfræðslu hjá nemendum í 3. bekk. Nemendur fengu að skoða bæði sjúkra- og slökkvibíla sem var lagt fyrir utan skólann. Krakkarnir höfðu gaman að heimsókninni og fannst mikið til þess koma að fá að stíga upp í sjúkrabíl og komast í návígi við slökkviliðsbíl.   slkkvili_001.jpg slkkvili_003.jpgslkkvili_004.jpg