adrenalin.jpg

Vorhátíð Salaskóla

Nú er komið að árlegri vorhátíð foreldrafélags Salaskóla

Skólaslit eru fimmtudaginn 5 júní n.k. kl 14.00 og hefst vorhátíðin í  beinu framhaldi af því. Að venju verður eitthvað skemmtilegt um að vera , leiktæki , tónlist og að sjálfsögðu pylsur á grillinu. Ungir og ferskir tónlistarmenn kíkja í heimsókn og gleðja okkur með söng og spili. Mætum öll og skemmtum okkur með krökkunum síðasta daginn fyrir frí.

Foreldrafélagið óskar  eftir góðri aðstoð bekkjarfulltrúa og foreldra við grill , leiktæki ofl.

Hafsteinn er búinn að panta gott veður , ef enginn er við til að taka við pöntun hans og veður verður með versta móti þá er viðbúið að við flýjum inn í skóla eða íþróttahús. (Nánar augl. síðar ef líkur eru á að veður hrekki okkur verulega, við látum ekki auðveldlega reka okkur inn.)

Foreldrafélagið óskar nemendum, starfsfólki og foreldrum gleðilegs sumar og þakkar fyrir samstarf vetrrins.adrenalin.jpg

Skólaslit í Salaskóla

Skólaslit vorið 2008 verða sem hér segir:
Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 4. júní.
8. – 9. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 13:00 á sal skólans
1. – 7. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 14:00 á sal skólans
Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni.
drogleikur_019.jpg

Mat á skólastarfi

drogleikur_019.jpgÁ vefinn eru komnar niðurstöður úr könnunum sem lagðar voru fyrir foreldra um viðhorf þeirra til skólastarfs í Salaskóla.
Smellið hér til að skoða nánar.

opi_hs_27._ma_08_039.jpg

Margir komu á opið hús

Myndasýningar:
Hraðskák bæjarstjóra og skákmeistara
Á sal: samsöngur 1.-2. bekkinga og skólakórinn
Grænfáninn dreginn að húni 

opi_hs_27._ma_08_039.jpgGaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í dag til að skoða afrakstur vetrarins. Þar voru mættir foreldrar, systkini, ömmur, afar og nemendur úr nágrannaskólum. Ýmsar uppákomur voru á sal t.d. sungu yngstu nemendur af mikilli innlifun í samsöng, skólakórinn undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur bauð upp á vandaða og skemmtilega söngdagskrá og loks sýndu 7. bekkingar frumsamið leikrit sem góður rómur var gerður að.

Á nýja bókasafninu á efri hæð var skákíþróttin iðkuð af kappi því einn af skákmeisturum skólans Guðmundur Kristinn Lee og bæjarstjórinn Gunnar Birgisson öttu kappi í hraðskák. Grænfáninn var síðan afhentur í þriðja sinn vegna góðrar frammistöðu skólans  í umhverfismálum og var glænýr fáni dreginn að húni að því tilefni. Gestir gátu síðan gætt sér á kaffi og vöfflum gegn vægu gjaldi á meðan á heimsókninni stóð.

Opið hús í Salaskóla í dag

Frá kl. 8:00 – 11:00 í dag er margt um að vera í Salaskóla. Opið hús fyrir foreldra.
Kl. 845 er samsöngur yngri barna á sal skólans. M.a. júróvisionlagið
Kl. 9:00 hraðskák – bæjarstjórinn gegn Guðmundi Kristni Lee í nýja bókasafninu
Kl. 915 syngur kórinn í salnum
Kl. 935 fær skólinn afhentan Grænfánann í þriðja skiptið
kl. 1000 sýnir 7. bekkur frumsaminn söngleik um einelti.
Auk þess eru kennslustofur opnar og mikið um að vera. Handverksmunir og önnur vinna nemenda til sýnis.
Foreldrar velkomnir
google_earth.jpg

Kríur

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í kríum vorið 2009

Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

Teistur

Hér eru myndasögusýningar nemenda í teistum.

Nemendur í 3. – 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var  einstaklingsverkefni og gekk út á að velja sér ákveðið viðfangsefni t.d. um gæludýr, áhugamál eða íþróttagrein.  Nemandinn safnaði myndum tengt viðfangsefninu sem hann valdi sér.   Hann lærði að vista þær í eigin möppu í tölvunni og vinna í einfaldri myndvinnslu eftir þörfum. Þá raðaði hann myndunum í ákveðna röð inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta við myndirnar, sumir talsettu og síðan var valin tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

google_earth.jpg

Mávar

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í mávum vorið 2009

Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

google_earth.jpg

Ritur

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í ritum vorið 2009

Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.