Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum. Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.
Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.
1. bekkur
Samsöngur 8:20-8:45.
Heimsókn í bekkjarstofur og dýraþema skoðað.
Síðan mega nemendur labba með mömmu og pabba, að skoða hjá systkinum sínum.
2. bekkur
8:50 samsöngur í Klettagjá.
Foreldrar geta fyrir og eftir samsöngin skoðað verkefni í heimastofum.
3. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
4. bekkur
Sýning á vinnu vetrarins í heimstofu. Hver og einn nemandi er með sitt
sýningarborð.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
5. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
6. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
7. og 8. bekkur
Opnar stofur á rauða gangi og unglingagangi þar sem aðallega verður í boði að spila við nemendur. Spilin hafa nemendur búið til sjálfir í þema. Einnig verða þemaverkefni á veggjum og mynda- og myndbandasýningar á skjá
9. og 10. bekkur
Verða með kaffihús , tónlist, myndasýningu og sölubása í Klettagjá .
Ágóðinn af sölu dagsins rennur í barnaþorp SOS.