Skólinn býður í heimsókn 11. maí

Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum.  Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.

Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.

 

1. bekkur

Samsöngur 8:20-8:45.

Heimsókn í bekkjarstofur og dýraþema skoðað.

Síðan mega nemendur labba með mömmu og pabba, að skoða hjá systkinum sínum.

2. bekkur

8:50 samsöngur í Klettagjá.

Foreldrar geta fyrir og eftir samsöngin skoðað verkefni í heimastofum.

3. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

4. bekkur

Sýning á vinnu vetrarins í heimstofu. Hver og einn nemandi er með sitt

sýningarborð.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

5. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

6. bekkur

Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.

9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá

7. og 8. bekkur

Opnar stofur á rauða gangi og unglingagangi þar sem aðallega verður í boði að spila við nemendur. Spilin hafa nemendur búið til sjálfir í þema. Einnig verða þemaverkefni á veggjum og mynda- og myndbandasýningar á skjá

 9. og 10. bekkur

Verða með kaffihús , tónlist, myndasýningu og sölubása í Klettagjá .

Ágóðinn af sölu dagsins rennur í barnaþorp SOS.

Vorskóli 3. og 4. maí

Salaskóli býður væntanlegum 1. bekkingum í vorskóla fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí frá kl. 14:00 – 15:30. Krakkarnir vinna ýmis verkefni þessa tvo daga og kynnast væntanlegum bekkjarfélögum.

Foreldrar fá kynningu á skólastarfinu fyrri daginn á meðan krakkarnir eru hjá kennurunum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Innritun 6 ára barna og þeirra sem skipta um skóla

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Salaskóla mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars. Innritað er á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 14:00. Við viljum helst að foreldrar komi í skólann með börn sín til að innrita. Vorskóli fyrir börnin verður í byrjun maí.

Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2012 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 22. ágúst. Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast grunnskóladeild menntasviðs rafrænt á eyðublaði sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

lundarnirheimasida

Lundarnir í góðum gír

lundarnirheimasida

Nemendur í lundum sem eru sjöttubekkingar blésu til mikillar tónlistarveislu á dögunum í Klettgjá hér í Salaskóla að lokinni frábærri tónlistarviku þar sem æft var þrotlaust alla daga. Flutt var tónverk þar sem allir nemendur í lundum ásamt umsjónarkennaranum, honum Björgvini, spiluðu á hljóðfæri og komu að samningu verksins að einhverju leyti. Þema tónlistarveislunnar var náttfatapartý sem sýndi sig í fjörmikilli tónlist og miklu stuði. Stjórnandi þessarar uppákomu var hún Þórdís Heiða, tónlistarkennari, og henni til astoðar voru tónlistarnemendur úr tónskóla hér í borg. Margir komu og hlýddu á, jafnt nemendur skólans, foreldrar og utanaðkomandi gestir og lýstu þeir hrifningu sinni eftir á – á þessari skemmtilegu uppákomu. Já, lengi á eftir heyrðust menn söngla hér og þar um skólann aðalstefið úr tónverki lundanna.  Myndir.

Öskudagsgleði og vetrarleyfi

Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu.
Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum krökkunum svigrúm að mæta til kl. 9:00. Það gerum við til þess að þeir fái meiri tíma til að klæða sig ef þess þarf. Skóladagurinn verður styttri en venjulega og allt er búið kl. 12:00. Dægradvölin verður þá opin eins og venjulega til kl. 17:00.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir eiga að mæta þennan dag. Í fyrra báðu foreldrar 6 eða 7 barna um leyfi.
Á fimmtudag og föstudag er svo vetrarfrí í skólum Kópavogs.

Morgunkaffi í 1. – 7. bekk

Nú höfum við boðið foreldrum allra nemenda í 1. – 7. bekk í morgunkaffi. Samtals mættu tæplega fimmhundruð foreldrar og sötruðu með okkur kaffisopa í morgunsárið. Foreldrar 76% barna í þessum bekkjum mættu að meðaltali og var mæting mun betri í yngri bekkjunum en þeim eldri. Foreldrar stara og stelka mættu hlutfallslega best, en þar voru 95% foreldra mætt. Fjölmennustu fundirnir voru í sendlingum og stelkum, 26 foreldrar voru á hvorum fundi. Á þessum fundum bar ýmislegt á góma og umræður voru góðar og ganglegar fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur skólastjórnendur að eiga þessi samskipti við foreldra.

Foreldrar settu niður á blað það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem má bæta. Almenn ánægja var með kennara og kennslu. Einnig voru margir sem nefndu góða sérkennslu. Upplýsingaflæði frá skóla til foreldra þykir gott sem og samstarf skólans við foreldra. Þá nefndu margir viðmót starfsfólks skólans, gott andrúmsloft og hversu vel og hratt er tekið á málum. Reyndar voru einnig einhverjir sem töldu mál vinnast of hægt. Dægradvölin fékk mjög góða einkunn hjá foreldrum og margir hrósuðu starfinu þar. Fleira sem var nefnt og ánægja er með er samvinna við tónlistarskóla, skákstarfið, kórinn, samsöngurinn, fjölgreindaleikarnir, maturinn og umhverfi skólans. Þá virtust foreldrar nemenda í 5. bekk almennt ánægðir hvernig tiltókst með uppstokkun á þeim bekkjum.

Það sem oftast bar á góma að mætti bæta var fataklefinn en þar eru snagar og hillur of hátt uppi. Það er nú verið að laga og á næstu dögum verða snagar og hillur komin í rétta hæð fyrir litla krakka. Nokkrir nefndu að skólalóðin væri tómleg og mætti bæta. Sumir nefndu tíð kennaraskipti sem ókost og það að hafa sundið eftir að skóla lýkur. Einnig kom fram að bæta mætti gæsluna í útivistinni eða skerpa á henni. Hjá einhverjum kom fram óánægja með matinn, en eins og kemur fram að ofan kom líka mikil ánægja fram með hann. Þá var talsvert nefnt að betra skipulag mætti vera á óskilafatnaði.

Fjölmargar góðar ábendingar komu fram sem við tökum til skoðunar og einnig notuðu margir tækifærið til að hrósa ákveðnum starfsmönnum. Hrósinu munum við koma til skila.

Við þökkum ykkur foreldrum fyrir góða mætingu í morgunkaffið og ykkar innlegg í að bæta skólann okkar.

Skólahald með eðlilegum hætti

Skólahald er með eðlilegum hætti í dag í Salaskóla, þótt hann blási svolítið. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir þurfi að fylgja börnum sínum í skólann, en það getur orðið býsna blint á milli. Foreldrar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar um viðbrögð við óveðri:

http://salaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=279&Itemid=191

 

Morgunkaffi með foreldrum

Nú hafa nákvæmlega 300 foreldrar nemenda í 17 bekkjum mætt í morgunkaffi með skólastjórnendum Salaskóla. Enn eru sex bekkir eftir og eiga þeir boð strax eftir áramót. Um ýmislegt hefur verið spjallað, s.s. lestrarþjálfun, útivist, mötuneyti, kirkjuferðir, samræmd próf og auðvitað námið sjálft. Foreldrar skrifa á miða það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem betur má fara. Við erum byrjuð að vinna úr því og gerum ráð fyrir að birta skýrslu byggða á athugasemdum foreldra þegar allir foreldrar hafa komið í kaffi til okkar.

Morgunkaffið er góð viðbót við annan foreldrastarf. Stjórnendur fá tækifæri til að ræða beint við alla foreldra og foreldrar geta komið hugmyndum sínum um skólastarfið beint á framfæri. Það er alveg ljóst að morgunkaffið styrkir skólasamfélagið og bætir starfið.