Öskudagsgleði og vetrarleyfi

Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu.
Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum krökkunum svigrúm að mæta til kl. 9:00. Það gerum við til þess að þeir fái meiri tíma til að klæða sig ef þess þarf. Skóladagurinn verður styttri en venjulega og allt er búið kl. 12:00. Dægradvölin verður þá opin eins og venjulega til kl. 17:00.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir eiga að mæta þennan dag. Í fyrra báðu foreldrar 6 eða 7 barna um leyfi.
Á fimmtudag og föstudag er svo vetrarfrí í skólum Kópavogs.

Birt í flokknum Fréttir og merkt , .