lundarnirheimasida

Lundarnir í góðum gír

lundarnirheimasida

Nemendur í lundum sem eru sjöttubekkingar blésu til mikillar tónlistarveislu á dögunum í Klettgjá hér í Salaskóla að lokinni frábærri tónlistarviku þar sem æft var þrotlaust alla daga. Flutt var tónverk þar sem allir nemendur í lundum ásamt umsjónarkennaranum, honum Björgvini, spiluðu á hljóðfæri og komu að samningu verksins að einhverju leyti. Þema tónlistarveislunnar var náttfatapartý sem sýndi sig í fjörmikilli tónlist og miklu stuði. Stjórnandi þessarar uppákomu var hún Þórdís Heiða, tónlistarkennari, og henni til astoðar voru tónlistarnemendur úr tónskóla hér í borg. Margir komu og hlýddu á, jafnt nemendur skólans, foreldrar og utanaðkomandi gestir og lýstu þeir hrifningu sinni eftir á – á þessari skemmtilegu uppákomu. Já, lengi á eftir heyrðust menn söngla hér og þar um skólann aðalstefið úr tónverki lundanna.  Myndir.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .