oskudagur2012

Vampírur, Harry Potter og tómatsósa með fætur sjást á sveimi í Salaskóla!

oskudagur2012Líf og fjör er í Salaskóla í dag, öskudag, en  nemendur mæta í grímubúningum í skólann og glíma við hin margvíslegu verkefni. Í salnum er m.a. sungið og dansað en í kennslustofum og íþróttasal eru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíkja á. Það er t.d. hægt að búa til kókoskúlur, fara í leiki, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir una hag sínum vel og mikil stemmning er í skólanum. Endað er á pylsuveislu þar sem allir gæða sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir verða víða um skólann. Nemendur eru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsir á þá og fara vonandi heim með bros á vör eftir hádegið eftir velheppnaðan skóladag. Margar myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. 

Birt í flokknum Fréttir.