Morgunkaffi með foreldrum

Nú hafa nákvæmlega 300 foreldrar nemenda í 17 bekkjum mætt í morgunkaffi með skólastjórnendum Salaskóla. Enn eru sex bekkir eftir og eiga þeir boð strax eftir áramót. Um ýmislegt hefur verið spjallað, s.s. lestrarþjálfun, útivist, mötuneyti, kirkjuferðir, samræmd próf og auðvitað námið sjálft. Foreldrar skrifa á miða það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem betur má fara. Við erum byrjuð að vinna úr því og gerum ráð fyrir að birta skýrslu byggða á athugasemdum foreldra þegar allir foreldrar hafa komið í kaffi til okkar.

Morgunkaffið er góð viðbót við annan foreldrastarf. Stjórnendur fá tækifæri til að ræða beint við alla foreldra og foreldrar geta komið hugmyndum sínum um skólastarfið beint á framfæri. Það er alveg ljóst að morgunkaffið styrkir skólasamfélagið og bætir starfið.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .