ms_sendl.sp_stelk_016

Spilað í grænu

ms_sendl.sp_stelk_016
Á aðventunni er gjarnan bryddað upp á einhverju sem er öðruvísi og brýtur upp hefðbundið skólastarf. Í dag var einmitt notalegur spilatími hjá yngri bekkjunum og í lagi að koma með spil að heiman til að leyfa bekkjafélögunum að prófa. Út um allt sáust litlir hópar sem krúnkuðu sig saman yfir spilin sín og höfðu gaman að. Mælst var til þess að sem flestir klæddust einhverju grænu í dag en það var þó engin skylda. Hér eru myndir frá spiladegi í 2. bekk.

Birt í flokknum Fréttir.