100 prósent mæting hjá foreldrum lóanna
Morgunkaffi skólastjórnenda og foreldra er í gangi þessa dagana. Þá mæta foreldrar ákveðinna bekkja í skólann kl. 8:10 og byrja á því að ræða við skólastjórnendur og aðra foreldra og drekka kaffi saman. Síðan heimsækja foreldrar bekkinn og taka þátt í skólastarfinu. Í morgun var komið að foreldrum lóanna að koma í morgunkaffi og þeir gerðu sér […]
Lesa meiraVerðlaunahátíð fyrir fjölgreindaleika Salaskóla
Verðlaunahátíð fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í gær, 14. október.
Hafsteinn skólastjóri og Auður íþróttakennari lögðu áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemdendur standa sig, yngri sem eldri. Öll lið á fjölgreindaleikum fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.
Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.
Lesa meiraStarfsáætlun 2008-09
Starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2008-2009 er komin á vefsíðu skólans. Hana er að finna undir hnappnum SKÓLINN – starfsáætlun. Í starfsáætlun er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann s.s. um stoðkerfi, heimanám, skipulag, stefnu skólans og dægradvöl svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meiraMorgunkaffi fyrir foreldra 1. bekkinga í 42. viku
Í vikunni sem er að líða hafa hátt í hundrað foreldrar 7. bekkinga og 10. bekkinga drukkið morgunkaffi með skólastjórnendum, rætt málin og heilsað upp á börn sín inni í bekk. Umræður hafa verið góðar og margt borið á góma. Nú er komið að foreldrum 1. bekkinga. Foreldrar maríuerla eru boðnir þriðjudaginn 14. október […]
Lesa meiraKertaafgangar óskast
Við erum að fara að vinna með endurvinnslu í smiðjum og ætlum að búa til kerti, þess vegna væri vel þegið að fá alla kertaafganga sem þið getið séð af. Alla afganga sama hversu litlir sem þeir eru, því við bræðum þá upp og steypum úr þeim ný kerti. (Getum líka notað kerti sem […]
Lesa meiraSkólanámskrá 2. bekkur
Í vinnslu fyrir skólaárið 2009-2010 Íslenska stærðfræði samfélagsfræði lífsleikni náttúrufræði Hönnun og smíði Heimilisfræði Myndlist Textíl Skólaíþróttir Tónmennt
Lesa meiraSkólanámskrá 1. bekkur
Námsáætlanir 2009-2010: lestur ritun stærðfræði samfélagsfræði skólaíþróttir tónmennt
Lesa meiraForeldrar nemenda í 7. og 10. bekk í morgunkaffi í 41. viku
Í þessari viku hafa foreldrar nemenda í 4. bekk komið í morgunkaffi til skólastjórnenda. Mæting hefur verið afar góð og umræður fínar. Í 41. viku ársins, 5. – 11. október eru foreldrar nemenda í 7. og 10. bekk Salaskóla boðnir í morgunkaffi með skólastjórnendum. Það er mjög mikilvægt að foreldrar mæti því brýn mál […]
Lesa meiraAllir flottir á fjölgreindaleikum
Myndir frá báðum dögum fjölgreindaleika inni á myndasafni skólans
Þegar fréttasnápur salaskola.is fór á stúfana í morgun var margt sem bar fyrir augu á seinni degi fjölgreindaleika Salaskóla. Furðuverur voru alls staðar á sveimi innan um krakkana eins og fyrr. Áhuginn var engu minni en daginn áður og liðin með liðsstjórana í fararbroddi virtust taka mjög vel á því og standa sig með miklum sóma.
Þegar allir leggjast á eitt
Þegar margir leggja eitthvað að mörkum verður auðveldara að leysa verkefnin. Við erum líka öll gædd mismunandi hæfileikum sem geta nýst vel þegar leysa þarf þrautir af ýmsu tagi. Sumir eru mjög góðir að sippa, aðrir eru góðir í skák og svo eru margir snillingar í höndunum.
Myndir frá fyrsta degi fjölgreindaleika:
Íþróttahús Skólahúsið Furðuverur
Lesa meira
Fjölgreindaleikar fara vel af stað
Á fjölgreindaleikum er krökkum úr öllum bekkjum skipt upp í 40 tíu manna lið þar sem sá elsti er liðsstjórinn og sér til þess að liðsmenn séu að sinna sínum verkum. Krakkarnir fara á milli stöðva og leysa alls kyns þrautir sem reyna á mismunandi hæfni þeirra. Á hverri stöð er starfsfólk skólans sem heldur utan um stigafjölda liðsins. Liðið hefur 8 mínútur til þess að leysa hverja þraut.
Fjölgreindaleikar og furðuverur
Hvað er um að vera? Það voru margir vegfarendur sem spurðu sig þessarar spurningar í morgunsárið þegar sást á eftir hverjum furðufuglinum fara inn í Salaskóla. Þegar fréttafíkill salaskola.is fór á stúfana kom í ljós að Fjölgreindaleikar SALASKÓLA voru að hefjast.