Salaskóli sigrar í elsta og yngsta flokki á Kópavogsmeistaramótinu

Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40.  Mótið fór síðan í gang  kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:  
1.-.4 bekkur  Yngsta stig
5.-.7 bekkur  Miðstig
8.-.10 bekkur Unglingastig.
Hvert lið er skipað keppendum úr viðkomandi aldurshólfi en leyfilegt er að færa yngri nemendur upp í eldri aldurshólf til að tryggja fullskipuð lið á hverju stigi fyrir sig. Alls mættu 40 lið til keppninnar og hefur annar eins fjöldi skákmanna aldrei sést í Kópavogi.

Lesa meira

Katrín vann Stóru upplestrarkeppnina

Hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk var haldin í Salnum 8. mars sl. Keppendur voru frá flestum grunnskólum í Kópavogi. Sigurvegari varð Katrín Kristinsdóttir sem er nemandi okkar í fálkum hér í Salaskóla. Við óskum Katrínu innilega til hamingju með árangurinn. Meðfylgjandi mynd er af þeim sem voru í þremur efstu sætunum.

Lesa meira

Öskudagur í Salaskóla

Á öskudag verður skóladagurinn dálítið öðruvísi en venjulega. Það verður nefnilega öskudagsgleði í skólanum og dagskráin fjörug og fjölbreytt. Allir mega koma í búningum og þess vegna þarf ekki að mæta fyrr en kl. 9:00, en skólinn opnar samt á venjulegum tíma og allir eru velkomnir strax þá. Svo er ýmiskonar dagskrá, leikir, söngur, […]

Lesa meira

Upplestrarkeppni

Í morgun, föstudaginn 4. mars, var hin árvissa upplestrarkeppni í 7. bekk. Sjöundubekkingar hafa verið að æfa sig að undanförnu fyrir keppnina og nú var komið að því að velja fulltrúa til þess að fara á Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í vor eins og venjulega. Í salnum var hátíðleg stund þar sem nokkrir vaskir lesarar […]

Lesa meira

Meistaramót Kópavogs á mánudaginn

Meistaramót Kópavogs verður haldið mánudaginn 7. mars og hefst klukkan 13:40 og stendur til kl. 17:00. Fjölmargir nemendur frá Salaskóla taka þátt í meistaramótinu. Meðfylgjandi er listi yfir þá sem gefst kostur á að fara á mótið og þeir hinir sömu þurfa að muna að hafa nesti meðferðis.

Lesa meira

Skólahreysti í gangi

Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram í gær 3. mars í Íþróttahúsinu í Smáranum. Í einum þeirra riðla var lið Salaskóla sem stóð sig með mikilli prýði í sínum þrautum og sýndi hreysti sína í hvívetna. Í liði skólans voru þau Kristín Gyða,  Hans Patrekur, Óliver, Hlín, Þórunn Salka og Jón Pétur. Sjá nánari úrslit hér.  

Lesa meira

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2011 – 2012

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2005) fer fram í Salaskóla mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. mars frá kl. 9:00 – 15:00. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Við hvetjum foreldra til að koma með börn sín á skrifstofu skólans til […]

Lesa meira

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lokið

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna.  Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.Úrslit urðu þessi:Meistari meistaranna er Guðmundur Kristinn Lee  10. […]

Lesa meira

Síðasti tíminn var í útikennslustofunni

Föstudaginn 18. febrúar var síðasti tíminn í valgreininni Eldað og tálgað og þá fóru nemendur í útikennslustofu skólans með afurðir valgreinarinnar. Nemendur voru búnir að smíða fóðurhús og gera grillpinna fyrir skólann. Fuglafóðurhúsin voru hengd upp, Sigurður Guðni, skáti, í lómum kenndi nemendum og kennurum að hlaða bálköst, kveikti upp og bakað var kanilbrauð […]

Lesa meira

BINGÓ

Þann 17 febrúar verður starfsfólk Leikskólans Fífusalir með Bingó í sal Salaskóla.Bingóið byrjar kl 17.30 og er áætlað að það standi til 19.00Spjaldið er á 500 krónurMjög veglegir vinningar í boði einnig verður til sölu á vægu verði, pizza & gos/safi.Ágóðinn rennur í námsferð starfsmanna til Boston

Lesa meira

Vetrarleyfi 24. og 25. febrúar

Fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs. Þessa daga liggur öll starfsemi skólanna niðri. Mánudaginn 28. febrúar er skipulagsdagur í Salaskóla. Kennsla fellur niður en dægradvölin er opin frá kl. 8:00.

Lesa meira

Meistaramót Salaskóla- unglingaflokkur

Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):

Lesa meira