Salaskóli með þrjú lið á topp 10

Nú er lokið Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Alls kepptu 41 lið frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig frá Vestmanneyjum. Því miður komu ekki lið frá öðrum stöðum af landsbyggðinni. En alls voru 16 lið frá grunnskólum í Kópavogi. Salaskóli sendi 6 lið og náði eftirfarandi árangri:

 

A lið Salaskóla náði 5 sæti í flokki a liða eftir að hafa verið í toppbaráttu allt mótið. Gjörsigraði m.a. lið Vestmanneyinga 4:0 en lenti í smá óheppni á lokasprettinum.

B lið Salaskóla varð Íslandsmeistari B liða.

C lið Salaskóla var næst besta C liðið

D lið Salaskóla varð Íslandsmeistari D liða.

E lið Salaskóla varð Íslandsmeistari E liða.

F lið Salaskóla varð Íslandsmeistari F liða.

 

Þrjú lið frá Salaskóla komust á topp 10 og öll liðin okkar fengu 50% vinningshlutfall eða hærra en það einstakur árangur sem sýnir hversu mikil breidd er hjá krökkunum okkar.Neðsta liðið okkar skildi t.d. 8  A lið eftir fyrir neðan sig.

Nánar um einstök úrslit sjá hér.

 

Framundan eru nokkur spennandi skákmót sem margir krakkar hafa áhuga á að sækja. T.d. Skákbúðir Fjölnis í Vatnaskógi  helgina 9. – 10. apríl 2011. Og síðast en ekki síst Áskorendaflokkur Skákþings Íslands 2011sem fram fer 15.-24. apríl í félagsheimili TR,  Þar geta keppendur reynt með sér í alvöru kappskák og reynt að ná sér í Elo stig. Umhugsunartími: 90 mín. + 30 sek. til að ljúka. En hér þarf að skrifa skákirnar niður á sérstök eyðublöð. Skráningu skal senda í tölvupósti á skaksamband@skaksamband.is eða tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 í síðasta lagi 11. apríl 2011.  Einnig er hægt  að skrá sig beint á Skák.is. Sjá neðst á þessari síðu: http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=448

Birt í flokknum Fréttir og merkt .