Skólaslit og vorhátíð

Salaskóla verður slitið mánudaginn 6. júní kl. 13:00. Nemendur mæta í sínar kennslustofur og ganga þaðan í hátíðarsal skólans, Klettagjá, þar sem skólanum verður slitið. Að loknum skólaslitum hefst vorhátíð foreldrafélagsins og þar verður mikið húllumhæ og boðið upp á grillaðar pylsur að venju. Nemendur eiga ekki að mæta í skólann fyrr en kl. […]

Lesa meira

Útskrift 10. bekkinga

Útskrift nemenda í 10. bekk í Salaskóla fer fram við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga flytja tónlistaratriði og fulltrúar nemenda flytja ávörp. Að lokinni athöfn bjóða foreldrar upp á kaffi og kökur. Foreldrar mæta með nemendum og afar og ömmur eru einnig velkomin.

Lesa meira

Hviss og búmmm….

Krakkarnir í 9 og 10 bekk hönnuðu þurrísrakettur í eðlisfræðitíma hjá Tómasi í dag og skutu þeim upp í  himininn. Hæstu geimskotin náðu um 10 metrum upp frá jörðinni og tókst því að yfirvinna þyngdarafl jarðar í smá stund. Eldsneytið á flaugarnar var venjulegt kranavatn og þurrís. Myndir frá þessum atburði er að finna í […]

Lesa meira

Matseðill

Matseðill er væntanlegur fyrir ágúst og september 2011.

Lesa meira

Afmælisgjöf

Salaskóli fékk góða afmælisgjöf sl. föstudag. Það er upplýsingaskjár og kerfi sem gerir okkur mögulegt að láta ýmsar upplýsingar, hrós, fréttir og hvatningu rúlla á skjá í anddyri skólans. Við erum nú að gera það klárt til daglegrar notkunar á næsta mánudag verður það tekið í fulla notkun. Við viljum þakka gefendum en þeir […]

Lesa meira

Nýnemum boðið í heimsókn

Nýjum nemendum sem hefja nám við Salaskóla, öðrum en þeim sem fara í 1. bekk, er boðið að heimsækja skólann og skoða hann þriðjudaginn 24. maí kl. 12:30. Foreldrar eiga að sjálfsögðu að koma með.

Lesa meira

Viðhorfakönnun – foreldrar

Nú hafa foreldrar fengið senda slóð inn á hina árlegu könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla. Mikilvægt að allir svari. Við erum að undirbúa næsta skólaár og niðurstöður könnunarinnar nýtast okkur í því starfi.

Lesa meira

Myndir frá 10 ára afmælinu

Inn á myndasafn skólans eru komnar myndir frá 10 ára afmælinu. Smellið hér til þess að skoða .

Lesa meira

Góður dagur

Haldið var upp á 10 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag, 13. maí. Skólinn var fallega skreyttur með blöðrum og myndverkum nemenda. Tekið var á móti afmæligestum í aðalanddyri skólans kl. 12:00 með fallegum söng skólakórs Salaskóla. Síðan léku nemendur í tónlistarnámi á fiðlur, þverflautur, gítara og fleiri hljóðfæri í anddyrinu á meðan gestir skoðuðu sig um […]

Lesa meira

Vorskólinn tókst vel

Á dögunum komu verðandi fyrstubekkingar í heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Þau voru kátt og glöð og hvergi bangin við að setjast á skólabekk og fást við ýmis verkefni. Vorskólinn er í tvo daga í senn og markmiðið með honum er að nemendur og foreldrar heimsæki skólann, fái að skoða aðtæður, kynnist kennurunum og nálgist ákveðnar upplýsingar […]

Lesa meira

Salaskóli 10 ára

Salaskóli heldur upp á 10 ára afmæli sitt 13. maí 2011.   Það verður opið hús milli kl. 12:00 og 13:30. Nemendur og starfsfólk taka á móti gestum og sýna afrakstur vinnu sinnar í vetur.  Skólakórinn syngur og nemendur í tónlistarnámi spila fyrir gesti. Skólasagan í myndum og aðrar myndir úr skólalífinu verða sýndar.

Lesa meira