Páskabingó
Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 7 apríl n.k. Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00. Bingó fyrir 5-10 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 19:00. Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl. Bingóspjaldið kostar kr 300.
Lesa meiraAllir í skólanum hlustuðu
Allir nemendur Salaskóla lögðu við hlustir í morgun þegar ný íslensk smásaga var flutt á Rás 1. Alþjóðasamtökin IBBY (The International Board on Books for Young People) fagna degi barnabókarinnar í dag en markmið þeirra samtaka er að vekja athygli á sameiningarmættinum sem býr í barnabókmenntum. Í tilefni dagsins var ný saga eftir Kristínu […]
Lesa meiraKaffihúsafundur fyrir alla foreldra
Miðvikudaginn 13. apríl efnir skólaráð Salaskóla til kaffihúsafundar með foreldrum í Salaskóla. Fundurinn er liður í 10 ára afmælishaldi skólans og markmiðið er að kalla fram sem flestar hugmyndir foreldra um það sem vel er gert og jafnframt hvernig foreldrar vilja sjá skólann þróast. Skólaráðið hvetur alla foreldra til að mæta, sitja með öðrum […]
Lesa meiraFundargerðir skólaráðs
Fundargerðir skólaráðs Salaskóla eru nú komnar á heimasíðu skólans. Smellið á „foreldrar“ hér að ofan og farið inn á „skólaráð“. Góða skemmtun.
Lesa meiraÞað verður farið í skíðaferðina
Við höfum haft samband við Bláfjöll og förum þangað með 5. og 6. bekk. Veðrið er ágætt og aðstæður fínar og þeir geta tekið á móti okkur.
Lesa meiraHlaðnir verðlaunum eftir Íslandsmót grunnskólasveita
Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2011 var haldið helgina 19. og 20. mars 2011. Fulltrúar Salaskóla komu heim hlaðnir verðlaunum eftir frækinn árangur. Myndir
Góður árangur skólans í meistaramóti Kópavogs
Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið fimmtudaginn 17 mars sl í Álfhólsskóla. Salaskóli sendi marga til leiks, 10 keppendur voru í yngri flokki og 16 nemendur í þeim eldri sem er aðsóknarmet hjá okkur. Gengi nemenda okkar var mikið og gott og má lesa nánar um úrslitin hér fyrir neðan. Á myndinni er Hilmir Freyr sem var í öðru sæti og hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum.
Lesa meira
Níundubekkingar á Laugum
Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim. Ungmennafélag Íslands rekur skólabúðirnar. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim til baka á föstudagseftirmiðdegi. Aðstaða er öll hin glæsilegasta. Nú er komið að nemendum okkar í kjóum og krummum að dvelja á Laugum og spenningurinn leyndi sér ekki […]
Lesa meiraÚtikennslustofa í Smalaholti
5. nóvember var sameiginleg útikennslustofa Salahverfis opnuð. Það eru skólarnir Fífusalir, Rjúpnahæð og Salaskóli sem hafa sérstaka aðstöðu þar og sjá um stofuna. Stofan er neðarlega í Smalaholti út frá götunni Örvasölum. Hægt er að komast að stofunni frá Salaskóla um undirgöng undir Fífuhvammsveg og ganga stíg sem fer í gegnum golfvöllinn. Hún er […]
Lesa meiraHugmyndabanki fyrir útikennslu
Vefsíður: Komdu og skoðaðu Landakort Fjaran og hafið Plöntuvefurinn Fuglavefurinn Náttúruskóli ReykjavíkurVeðurstofa Íslands Áhugaverðar innlendar slóðir fyrir útikennslu:Verkefnabankinn: LESIÐ Í SKÓGINNÁhugaverðar erlendar slóðir fyrir útikennslu:Uteskole Tips til uteskole Uteskoleveven Den naturlige skolesekken Skoven i í skolen Nature detectives […]
Lesa meiraÖskudagsgaman – fullt af myndum
Líf og fjör var í Salaskóla í dag, öskudag, en þá mættu nemendur í grímubúningum í skólann og glímdu við hin margvíslegu verkefni. Í salnum var m.a. sungið, dansað og farið í húllakeppni en í kennslustofum og íþróttasal voru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíktu á. Það var t.d. hægt að búa til kókoskúlur, snúa vinabönd, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir undu hag sínum vel og mikil stemmning var í skólanum meðan á þessu stóð. Endað var á pylsuveislu þar sem allir gæddu sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir voru víða um skólann. Nemendur voru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsti á þá og fóru heim með bros á vör eftir hádegið. Myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. Sjá myndband frá söng yngstu nemenda í salnum.