Aðalfundur foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður þriðjudaginn 15. nóvember nk. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf, kosið í stjórn og fulltrúa í skólaráð. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur kemur á fundinn og flytur erindi um einelti – einkenni þess, viðbrögð þegar það kemur upp og hvernig er hægt að stuðla að því að draga úr einelti. Allir foreldrar hvattir til […]
Lesa meiraMorgunkaffi með skólastjórnendum
Á næstu vikum bjóða stjórnendur Salaskóla foreldrum í morgunkaffi. Fyrirkomulagið er þannig að foreldrar nemenda í hverjum bekk fyrir sig mæta kl. 8:10 á kaffistofu starfsmanna, fá sér kaffisopa og spjalla við skólastjórnendur um skólastarfið. Eftir spjallið er bekkurinn heimsóttur í kennslustund og svo er allt búið kl. 9:00
Meðan á kaffispjallinu stendur skrifa foreldrar á blað það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem má bæta.
Morgunkaffi með foreldrum er siður sem var tekinn upp fyrir nokkrum árum í Salaskóla. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að ræða skólastarfið við stjórnendur og fyrir stjórnendur að koma sjónarmiðum á framfæri við foreldra. Þá kynnast foreldrar einnig innbyrðis sem er ekki síður mikilvægt.
Lesa meiraÚtikennslustofan komin með nafn
Efnt var til samkeppni á dögunum þar sem óskað var eftir tillögum að nafni á útikennslustofuna sem Salaskóli og nærligggjandi leikskólar eiga saman. Fullt af góðum tillögum bárust og sammæltust leikskólarnir og Salaskóli um nafnið Rjúpnalundur sem er hugmynd sem kom frá Skúla E. Kristjánssyni, nemanda í fálkum hér í Salaskóla.
Lesa meiraJóhannes úr Kötlum kynntur nemendum
Góðir gestir komu í skólann í dag til að heimsækja sérstaklega nemendur í 6. og 7. bekk. Þau Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kynntu skáldið Jóhannes frá Kötlum með tali og tónum. Nemendur hlustuðu með athygli, hrifust með söngnum og voru áreiðanlega margs vísari á eftir. Ávallt er gaman að fá ljúfa heimsókn sem þessa og brjóta upp hversdagsleikann […]
Lesa meiraMyndir frá Reykjum
Fleiri myndir eru nú komnar í myndasafn skólans frá Reykjaferð sjöundubekkinga á dögunum. Þær eru misjafnar að gæðum en ákveðið var að láta þær flakka engu að síður.
Lesa meiraVetrarfrí
Krakkarnir í 6. bekk gerðu sér glaðan dag í morgun og komu með kökur í skólann sem fóru á sameiginlegt hlaðborð þeirra inni í skólastofunni. Þeir sem áttu leið framhjá duttu í lukkupottinn því þeir fengu að gæða sér á öllum kræsingunum. Krakkarnir voru að fagna góðu starfi undanfarnar vikur og væntanlegu vetrarfríi. Vetrarfrí er í […]
Lesa meiraLífið á Reykjum
Nemendur á Reykjum halda dagbók. Hér kemur dæmi frá nemanda, birt með góðfúslegu leyfi. Dagur 2 á Reykjum Ég vaknaði seint á eftir hinum. Ég fór og fékk mér hafragraut og fór í tíma. Ég byrjaði í „undraheimi auranna“ og lærði margt um peninga og lán til dæmis debet- og kreditkort, lán og vexti. […]
Lesa meiraFurðulegar kveðjur frá Reykjum
Stórundarlegir atburðir áttu sér stað á kvöldvöku á Reykjum í gærkvöldi. Menn breyttust í konur, börn breyttust í gulrætur, ungur drengur át 5 mjólkurkex á minna en mínútu og einhverjir fengu kalda sturtu úti á miðju gólfi. Spenningurinn er engu minni fyrir kvöldvökuna í kvöld. Hvað gerist næst???Annars er lítill tími til að skrifa fréttir, það […]
Lesa meiraStuðkveðjur frá Reykjum
Dagurinn í dag er búinn að vera hreint frábær. Veðrið er gott, logn og 2-3 stiga frost. Krakkarnir una sér við leik og störf og hér er bros á hverju andliti. Kennararnir eru ótrúlega ánægðir með gemlingana sína, kvöldið gekk vel og voru krakkarnir endurnærðir í morgun og tóku vel til matar síns. Í […]
Lesa meiraBestu kveðjur frá Reykjum
Nú eru reykjalingarnir komnir á áfangastað. Ferðin gekk vel þrátt fyrir rok og rigningu. Gert var stutt stopp í Borgarnesi til að pissa og teygja úr sér. Nú eru krakkarnir komnir í sína hópa og andinn í hópnum mjög góður, allir hressir og láta ekki bleytu og vind á sig fá. Skoðið heimasíðu Skólabúðanna á […]
Lesa meira