Stóra trambólínið er svo skemmtilegt
Fréttasnápur GREINDARLEGRA FRÉTTA hitti nokkra krakka á púslstöðinni snemma morguns. Þau voru hress og kát og er þau voru innt eftir því hvað væri skemmtilegasta stöðin á fjölgreindaleikunum hingað til nefndu þau nokkur stóra trambólínið. Ein stelpan sagði þó að kaðlaklifrið vera nokkuð skemmtilegt en maður þyrfti að passa sig að „brenna sig“ ekki á […]
Lesa meiraMyndir frá fjölgreindaleikum: Dagur 1
Með því að smella á heitin má skoða myndir frá fjörugum fjölgreindaleikum í Salaskóla. Stöðvar og þrautir Sérkennilegir stöðvarstjórar o. fl.
Lesa meiraSkemmtilegur dagur á enda
Nú er fyrri dagur fjölgreindaleika á enda. Nemendur fóru heim afar sáttir að því er virtist. Tveir ungir nemendur í 2. bekk hittu Stínu-Línu á leiðinni út úr skólanum og sögðust „… hlakka svo svakalega til“ að koma í skólann á morgun, þá ættu þær að vera á stöðvunum í íþróttahúsinu. Þar fá þær Hrafnkatla og […]
Lesa meiraAllt fer vel af stað á fyrsta degi fjölgreindaleika
Já, annar af tveimur dögum fjölgreindaleika er runninn upp. Á fjölgreindaleikum er krökkunum í Salaskóla skipt upp í 40 lið - en í hverju þeirra eru 10 krakkar, einn úr hverjum árgangi. Elstu nemendurnir eru fyrirliðar og eiga að gæta þess að allt fari vel fram innan liðsins. Liðin fara á milli stöðva þar sem er stöðvarstjóri úr röðum starfsfólks skólans. Stöðvarstjórar eru klæddir í grímubúning sem útskýrir þá miklu ringulreið sem varð í morgun þegar ýmis furðudýr og skringilegt fólk dreif að skólanum.
Svartur svanur, gangandi jarðarber …
Upp úr klukkan 8 í morgun, 6. október, tóku vegfarendur eftir því að ekki var allt eins og venjulega við Salaskóla. Margir vissu ekki hvað á sig stóð veðrið þegar svartur svanur kom keyrandi á bíl og lagði við skólann, flögraði út og tók undurfögur ballettspor að skólanum. Tígri mætti stuttu síðar, frár á fæti, og úr einni bifreiðinni steig […]
Lesa meiraGREINDARLEGAR FRÉTTIR af fjölgreindaleikum
Góðan daginn! Velkomin á Fréttamiðilinn GREINDARLEGAR FRÉTTIR. Aðalmarkmið fréttamiðilsins er að flytja ykkur fréttir af hinum stórkostlegu fjölgreindaleikum sem hófust í morgun, fimmtudaginn 6. október, í SALAKÓLA. Stína – Lína, fréttasnápurinn alkunni, er á sveimi, kíkir í öll horn, hlustar eftir öllu og lætur ekkert fram hjá sér fara. Hún snapar eftir fréttum alls staðar. Hér á síðunni er hægt að kynna […]
Lesa meiraFjölgreindaleikarnir 6. og 7. október
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla verða haldnir 6. og 7. október nk. Þá verður nemendum skólans skipt upp í tæplega 50 tíumanna líð og í hverju liði er nemendur á öllum aldri. Liðsstjórar eru elstu nemendur skólans og stýra þeir sínum hópi allan daginn. Keppt er í 50 keppnisgreinum sem reyna á hinar ýmsu greindir […]
Lesa meiraNýr kokkur
Siggi kokkur, sem hefur verið hjá okkur til margra ára og átt stóran þátt í að móta þá ágætu matarmenningu sem hér ríkir, er nú farin í veikindaleyfi. Við starfi hans tók Klara Björnsdóttir kokkur, en hún er reyndur skólakokkur. Við bjóðum hana velkomna til starfa. Vænta má einhverra breytinga á matseðlinum því nýtt […]
Lesa meiraSkipulagsdagur 30. september
Föstudaginn 30. september er skipulagsdagur í Salaskóla. Nemendur eiga frí en dægradvölin er opin frá kl. 8:00. Þennan dag er sameiginlegur skipulagsdagur í öllum grunnskólum Kópavogs og hann verður að þessu sinni haldinn í Salaskóla. Hér verða um 500 starfsmenn skólanna á námskeiðum og fræðslufundum allan daginn. Þar sem mikið álag verður á skólanum […]
Lesa meiraStakir sokkar hafa framhaldslíf
Nú söfnum við stökum litríkum sokkum í Textílmenntina í Salaskóla. Við ætlum okkur að búa til úr þeim allskyns fígúrur og furðudýr. Við getum líka notað litríkar sokkabuxur og það er í fínu lagi að þær séu götóttar. Tásusokkar eru sérstaklega velkomnir og fingravettlingar. Við þiggjum sokkana með glöðu geði og það má […]
Lesa meiraMatseðill tekur gildi á morgun
Matseðill fyrir september og október er nú kominn á vefinn. Skoðið nánar hér.
Lesa meiraKisa í heimsókn
Himbrimar og lómar fengu skemmtilega heimsókn inn í skólastofuna sína í gær þegar lítill kettlingur skaust inn um gluggann. Eins og nærri má geta var ekki kennsluhæft fyrstu mínúturnar en svo komst ró á mannskapinn og kisu litlu virtist líka lífið vel í fanginu á krökkunum eftir að hafa fengið duglega að borða. Kisa […]
Lesa meira