Salaskóli hreppti annað sætið í Íslandsmóti barnaskólasveita

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram nú um helgina 17. og 18. mars. Salaskóli sendi 5 lið til keppni A, B, C, D og E lið. Enginn annar skóli var með jafn marga keppendur. Eftir mótið er Salaskóli með fjórfaldan Íslandsmeistaratitil því hann hlaut gullverðlaun í flokki B, C, D og E líða og silfur í flokki A liða. Skólinn tók 24 gullverðlaun og 6 silfur ásamt 2 bikurum fyrir bestan árangur á 1. og 3. borði og var samanlagt í öðru sæti á mótinu.
Eftirfarandi nemendur voru í gullliðunum:
E lið: Gísli Gottskálk, Anton Fannar, Kári Vilberg og Samúel Týr allir í 1. og 2. bekk
D lið: Axel Óli, Ívar Andri, Jón Þór, Daníel Snær og Sindri Snær allir í 3. bekk
C lið: Jason andri, Hafþór, Elvar Ingi, Orri Fannar og Björn Breki allir í 4. og 5. bekk
B lið:Arnar Steinn, Garðar Elí, Helgi Tómas, Ágúst Unnar, Rebekka Ósk og Dagur Kára.
Í A liði Salaskóla sem var í toppbaráttu allan tímann og keppti alltaf við erfiðustu andstæðingana voru:
1b. Hilmir Freyr Heimisson
2b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir
3b. Róbert Örn Vigfússon
4b. Kjartan Gauti Gíslason
1v Aron Ingi Woodard.
Hér fyrir ofan er mynd af E-liðinu sem eru yngsta sveitin en fleiri myndir af liðunum eru hér.
Lesa meiraPáskabingó foreldrafélagsins
Fimmtudaginn 22. mars n.k. verður haldið hið geysivinsæla páskabingó.Tímasetningar eru sem hér segir: Yngri bekkir (1. – 5. bekkir): 17:00 – 19:00Eldri bekkir (6. – 10. bekkir): 20:00 – 22:00Öll fjölskyldan að sjálfsögðu velkomin með börnunum.Bingóspjaldið er á 300 kr. ATH: það er ekki posi á svæðinu og því mikilvægt að vera með peninga.Stórglæsilegir […]
Lesa meiraSalaskóli sigraði þrefalt í Sveitakeppni Kópavogs 2012

Sveitakeppni Kópavogs var haldin hér í Salaskóla föstudaginn 18. febrúar. Öll lið Salaskóla í þremur aldursflokkum sýndu sinn allra besta árangur og endaði Salaskóli í fyrsta sæti samanlagt. Við óskum krökkunum okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Á meðfylgjandi mynd eru yngstu meistarar skólans. Betur má lesa um úrslitin með því að smella á hnappinn Nánar.
Lesa meira
Innritun 6 ára barna og þeirra sem skipta um skóla
Innritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Salaskóla mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars. Innritað er á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 - 14:00. Við viljum helst að foreldrar komi í skólann með börn sín til að innrita. Vorskóli fyrir börnin verður í byrjun maí.
Vampírur, Harry Potter og tómatsósa með fætur sjást á sveimi í Salaskóla!
Líf og fjör er í Salaskóla í dag, öskudag, en nemendur mæta í grímubúningum í skólann og glíma við hin margvíslegu verkefni. Í salnum er m.a. sungið og dansað en í kennslustofum og íþróttasal eru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíkja á. Það er t.d. hægt að búa til kókoskúlur, fara í leiki, spila og láta mála […]
Lesa meiraLundarnir í góðum gír
Nemendur í lundum sem eru sjöttubekkingar blésu til mikillar tónlistarveislu á dögunum í Klettgjá hér í Salaskóla að lokinni frábærri tónlistarviku þar sem æft var þrotlaust alla daga. Flutt var tónverk þar sem allir nemendur í lundum ásamt umsjónarkennaranum, honum Björgvini, spiluðu á hljóðfæri og komu að samningu verksins að einhverju leyti. Þema tónlistarveislunnar var náttfatapartý sem sýndi sig […]
Lesa meiraÖskudagsgleði og vetrarleyfi
Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu. Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum […]
Lesa meiraVal í unglingadeild
Nemendur í 8. – 10. bekk eiga að velja í dag, fimmtudaginn 16. febrúar. Smellið hér til að velja.
Lesa meiraFiskifræðingar framtíðarinnar?
Krakkarnir í 8. bekk stóðu sig vel í náttúrufræðinni nú á dögunum þegar þau tóku sér krufningshníf í hönd og rannsökuðu fiskitegundina ýsu gaumgæfilega – að innan sem utan. Á myndum sem teknar voru má sjá að þau voru hvergi bangin í krufningunum. Í ljós kom meira að segja að ein ýsan var með eitthvað […]
Lesa meiraHaldið upp á 100 daga í skólanum
Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum en það er orðin hefð í skólanum að gera sér dagamun þá. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagsins og viðfangsefnin tengd við töluna hundrað. Á einni stöðinni voru t.d. 10 skálar með góðgæti og þar áttu krakkarnir […]
Lesa meiraNú er lokið meistaramóti Salaskóla 2012.

Alls tóku 134 nemandi þátt í meistaramóti Salaskóla og var því skipt í þrjá riðla í undanrásum.
1.-4. bekkur sigurvegari: Axel Óli Sigurjónsson 3b ( 47 keppendur )
5.-7 bekkur sigurvegari: Hilmir Freyr Heimisson 5b (68 keppendur )
8.-10 bekkur sigurvegari: Birkir Karl Sigurðsson 10b ( 19 keppendur )
Föstudaginn 3. feb. var síðan haldið úrslitamót þar sem keppt var um hver væri skákmeistari Salaskóla og sigraði Birkir Karl Sigurðsson og er hann því meistari meistaranna 2012.
Móttsjórar voru Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína.
Myndir frá lokamótinu.
Salaskóli tók bronsið
Salaskóli tók bronsið í sveitakeppni stúlkna sl. laugardag. Stelpurnar úr Salaskóla á sigurbraut í skákinni.Þær Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7. b., Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir 8. b., Rebekka Ósk Svavarsdóttir 7.b., Rakel Eyþórsdóttir 8. b. og Mai Pharita Khamsom 8. b. kepptu fyrir hönd Salaskóla á mjög sterku stúlknamóti sl. laugardag. Þær sigruðu 5 skóla af 7 […]
Lesa meira