Val í unglingadeild

Nemendur í 8. – 10. bekk eiga að velja í dag, fimmtudaginn 16. febrúar. Smellið hér til að velja.

Lesa meira

Fiskifræðingar framtíðarinnar?

Krakkarnir í 8. bekk stóðu sig vel í náttúrufræðinni nú á dögunum þegar þau tóku sér krufningshníf í hönd og rannsökuðu fiskitegundina ýsu gaumgæfilega – að innan sem utan. Á myndum sem teknar voru má sjá að þau voru hvergi bangin í krufningunum. Í ljós kom meira að segja að ein ýsan var með eitthvað […]

Lesa meira

Haldið upp á 100 daga í skólanum

Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum en það er orðin hefð í skólanum að gera sér dagamun þá. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagsins og viðfangsefnin tengd við töluna hundrað. Á einni stöðinni voru t.d. 10 skálar með góðgæti og þar áttu krakkarnir […]

Lesa meira

Nú er lokið meistaramóti Salaskóla 2012.

meistarar

Alls tóku 134 nemandi þátt í meistaramóti Salaskóla og var því skipt í þrjá riðla í undanrásum.

1.-4. bekkur sigurvegari: Axel Óli Sigurjónsson 3b  ( 47 keppendur )
5.-7 bekkur sigurvegari: Hilmir Freyr Heimisson 5b (68 keppendur )
8.-10 bekkur sigurvegari: Birkir Karl Sigurðsson 10b  ( 19 keppendur )

Föstudaginn 3. feb.  var síðan haldið úrslitamót þar sem keppt var um hver væri skákmeistari Salaskóla og sigraði Birkir Karl Sigurðsson og er hann því meistari meistaranna 2012.

Móttsjórar voru Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína.
Myndir frá lokamótinu.

Lesa meira

Salaskóli tók bronsið

Salaskóli tók bronsið í sveitakeppni stúlkna sl. laugardag. Stelpurnar úr Salaskóla á sigurbraut í skákinni.Þær Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7. b., Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir 8. b., Rebekka Ósk Svavarsdóttir 7.b., Rakel Eyþórsdóttir 8. b. og Mai Pharita Khamsom 8. b. kepptu fyrir hönd Salaskóla á mjög sterku stúlknamóti sl. laugardag. Þær sigruðu 5 skóla af 7 […]

Lesa meira

Morgunkaffi í 1. – 7. bekk

Nú höfum við boðið foreldrum allra nemenda í 1. – 7. bekk í morgunkaffi. Samtals mættu tæplega fimmhundruð foreldrar og sötruðu með okkur kaffisopa í morgunsárið. Foreldrar 76% barna í þessum bekkjum mættu að meðaltali og var mæting mun betri í yngri bekkjunum en þeim eldri. Foreldrar stara og stelka mættu hlutfallslega best, en […]

Lesa meira

Úrslit miðstigs og meistaramót á næstunni

Nú liggja úrslitin úr meistarakeppni Salaskóla í skák á miðstigi fyrir. Alls kepptu 63 nemendur á miðstigi að þessu sinni. Sigurvegari miðstigs var Hilmir Freyr Heimisson í öðru sæti var Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Heildarúrslit er hægt að sjá hér ásamt myndum. Nú er lokið undanrásum úr þremur aldurshólfum í meistaramóti Salaskóla í  skák. Alls kepptu: 21 […]

Lesa meira

Skákdagurinn

Skákdagurinn er haldinn um allt land í dag, fimmtudaginn 26. janúar – í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Í Salaskóla hafa nokkrar skákir verið tefldar […]

Lesa meira

Líney Ragna fékk viðurkenningu fyrir ljóðið Köld náttúra

Sl. laugardag voru veitta viðurkenningar fyrir ljóð í ljóðasamkeppnin grunnskólanemenda í Kópavogi. Tíu ljóð eftir nemendur úr Salaskóla voru send í keppnina og hlaut Líney Ragna Ólafsdóttir í 10. bekk viðurkenningu fyrir ljóðið sitt Köld náttúra. Til hamingju Líney! Þau heimsins fegurstu kristal kornsem kastast af himni háum.Þau ísköld eru og ævaforná Íslandi of […]

Lesa meira

Fundargerðir Skólaráðs Salaskóla

Fundargerðir Skólaráðs Salaskóla eru á vefnum. Smellið á „Foreldrar“ > „Skólaráð“.

Lesa meira

Meistaramót Salaskóla er í fullum gangi

Nú er lokið meistaramóti Salaskóla á yngsta stigi og hjá unglingum en það var haldið föstudaginn 20. janúar.. Meistaramót Salaskóla á miðstigi verður föstudaginn 27. janúar 2012. Á meistaramóti unglinga sem var 20. janúar kepptu 20 krakkar en á meistaramóti yngsta stigs kepptu 44 krakkar. Nánari úrslit unglinga.Nánari úrslit yngsta stigs. Myndir frá mótunum.

Lesa meira

Foreldradagur

Foreldradagur er í Salaskóla í dag, 19. janúar, þá koma nemendur í skólann ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennarann sinn. Aðrir kennarar skólans s.s. sérgreinakennarar eru einnig til viðtals ef óskað er. Nemendur á mið- og unglingastigi fá skriflegan vitnisburð í hendur og fara yfir árangur sinn í viðtalinu en yngstu nemendurnir fá munlegan […]

Lesa meira