Kópavogsmóti í skólaskák lokið

_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014
Kópavogsmótið í skólaskák var haldið í Salaskóla þann 17. apríl síðastliðinn.
Birkir Karl Sigurðsson er Kópavogsmeistari í skólaskák í unglingadeild og Þormar Leví tók silfrið. Hilmir er í toppbaráttu á miðstigi og Daníel Snær Eyþórsson smellti sér í annað sætið í flokki 1.-4. bekkjar. Birkir Karl og Þormar verða fulltúrar Kópavogs á kjördæmismótinu sem er framundan.  Aldrei hafa jafn margir keppendur verið á kaupstaðamóti í Kópavogi. Sett var í gang sérstakt mót fyrir yngstu krakkana eða fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mæltist það vel fyrir og mættu 68 krakkar til leiks í þeim aldursflokki. Í flokki 1.-7. bekkjar voru 49 keppendur og í flokki unglinga mættu 10 keppendur. Alls: 127 keppendur sem er nýtt met í Kópavogi.

Lesa meira

Vorhátíðin verður 19. maí

Stjórn foreldrafélagsins fundaði með skólastjórnendum sl. mánudag og þar var rætt um hina árlegu vorhátíð sem hingað til hefur verið skólaslitadaginn. Ákveðið var að breyta til að þessu sinni og nú verður hátíðin laugardaginn 19. maí frá kl. 11:00 – 14:00. Það gefur fleiri foreldrum tækifæri til að taka þátt í þessari skemmtilegu samveru. […]

Lesa meira

Grænn dagur

land_og_j_013
Í dag, 18. apríl, er grænn dagur í Salaskóla. Þá klæðast flestir einhverju grænu og allir hjálpast að við að taka til á skólalóðinni. Hver árgangur fær úthlutað svæði sem hann á að hugsa um. Á morgun, Sumardaginn fyrsta,  ætlum við að eiga hreinustu skólalóð í öllum heiminum. 

Lesa meira

Skólakórinn í söngbúðum

Eldri skólakór Salaskóla  fór í söngbúðir í Kaldársel síðastliðna helgi. Þar sungu krakkarnir á sig gat frá föstudegi fram á laugardag og áttu góða stund saman. Til að fjármagna söngferðalagið var búin að vera fjáröflun í gangi um tíma.

Lesa meira

Góðar niðurstöður fyrir Salaskóla

Salaskóli er þátttakandi í Skólapúlsinum sem mælir ýmis viðhorf nemenda í grunnskólum til skólans síns og skólastarfsins. Nokkrum sinnum á vetri tekur úrtak nemenda í 6. – 10. bekk þátt í könnun og yfir veturinn hafa allir nemendur í þessum bekkjum tekið þátt. Niðurstöður eru birtar jafnóðum og  þannig getur skólinn séð hvaða breytingar […]

Lesa meira

5. – 7. bekkur fer á skíði í dag

Frábært veður og góður dagur framundan í Bláfjöllum. Mæting 845 í Salaskóla

Lesa meira

Við förum í Bláfjöll

Veðrið prýðilegt í Bláfjöllum og verður betra þegar líður á morguninn. Við förum í skíðaferðina. Muna eftir hlýjum fötum og drykkjum.

Lesa meira

Skíðaferð unglingadeildar

12. apríl ætlum við að fara í skíðaferð í Bláfjöll með unglingadeild skólans. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:00. Við sjáum um samloku í hádeginu en annað nesti og alla drykki þurfa nemendur að koma […]

Lesa meira

Þjóðleg uppákoma hjá nemendum í 2. bekk

Nemendur í öðrum bekk buðu foreldrum sínum að koma í skólann í morgun til að sjá afrakstur vinnu undanfarinna vikna. Þau hafa verið að æfa upplestur og framsögn og fóru með kvæðið Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum í sal skólans –  en kvæðið þuldu þau upp reiprennandi hvert í kapp við annað. Á eftir […]

Lesa meira

Páskaleyfi

Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudaginn 30. mars. Kennsla hefst aftur að loknu leyfi þriðjudaginn eftir páska – 10. apríl.

Lesa meira

Sjöundubekkingar góðir í fótbolta

Föstudaginn 23. mars var haldið fótboltamót 7. bekkja í Kópavogi. Mótið fór fram í Fífunni og sendi hver skóli eitt strákalið og eitt stelpulið. Mótið fór vel fram og gaman var að sjá hópinn okkar njóta sín jafnt við kappsaman leik sem og ástríðufullan stuðning. Allir skemmtu sér vel og á endanum stóð drengjalið […]

Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkja í Kópavogi var haldin á dögunum í Salnum í Kópavogi. Arna Katrín Kristinsdóttir og Rebekka Ósk Svavarsdóttir lásu upp fyrir Salaskóla og stóðu sig með mikilli prýði.

Lesa meira