Þjóðleg uppákoma hjá nemendum í 2. bekk

Nemendur í öðrum bekk buðu foreldrum sínum að koma í skólann í morgun til að sjá afrakstur vinnu undanfarinna vikna. Þau hafa verið að æfa upplestur og framsögn og fóru með kvæðið Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum í sal skólans –  en kvæðið þuldu þau upp reiprennandi hvert í kapp við annað. Á eftir […]

Lesa meira

Páskaleyfi

Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudaginn 30. mars. Kennsla hefst aftur að loknu leyfi þriðjudaginn eftir páska – 10. apríl.

Lesa meira

Sjöundubekkingar góðir í fótbolta

Föstudaginn 23. mars var haldið fótboltamót 7. bekkja í Kópavogi. Mótið fór fram í Fífunni og sendi hver skóli eitt strákalið og eitt stelpulið. Mótið fór vel fram og gaman var að sjá hópinn okkar njóta sín jafnt við kappsaman leik sem og ástríðufullan stuðning. Allir skemmtu sér vel og á endanum stóð drengjalið […]

Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkja í Kópavogi var haldin á dögunum í Salnum í Kópavogi. Arna Katrín Kristinsdóttir og Rebekka Ósk Svavarsdóttir lásu upp fyrir Salaskóla og stóðu sig með mikilli prýði.

Lesa meira

Salaskóli tók 3. sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita

Salaskoli_D_Lii_Islandsmeistar_D_lia_2012
Nú er lokið Íslandsmóti grunnskólasveita í skák 2012.
Helgina 24. og 25. mars var haldin sveitakeppni grunnskóla í skák í Rimaskóla. Salaskóli sendi 5 lið og tók A liðið okkar bronsið eftir að hafa verið í keppni þeirra bestu allan tímann. B liðið varð næst besta B liðið og C , D og E liðin okkar urðu Íslandsmeistar í sínum flokki.  Birkir Karl Sigurðsson vann það einstæða afrek að tapa ekki einni einustu skák á fyrsta borði, keppti við alla þá sterkustu allan tímann.

Á meðfylgjandi mynd er D-lið Salaskóla sem urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki eins og áður sagði. 

Lesa meira

Laugafarar

Níundubekkingar eru væntanlegir að skólanum eftir ca. klukkustund um kl. 13:45

Lesa meira

Níundubekkingar lagðir af stað

Níundubekkingar eru um það bil að leggja af stað frá Laugum (kl. 11:30), við munum heyra í þeim aftur í Borgarnesi og láta vita hér á síðunni hvenær von er á þeim í bæinn. 

Lesa meira

Níundubekkingar á Laugum

Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim sem Ungmennafélag Íslands rekur. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim á föstudagseftirmiðdegi. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Aðstaða er öll hin glæsilegasta.Nemendur okkar […]

Lesa meira

Vetrarleyfi næsta skólaár

Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember. 

Lesa meira

Salaskóli hreppti annað sætið í Íslandsmóti barnaskólasveita

E_li_Salaskla
Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram nú um helgina 17. og 18. mars. Salaskóli sendi 5 lið til keppni A, B, C, D og E lið. Enginn annar skóli var með jafn marga keppendur. Eftir mótið er Salaskóli með fjórfaldan Íslandsmeistaratitil því hann hlaut gullverðlaun í flokki B, C, D og E líða og silfur í flokki A liða. Skólinn tók 24 gullverðlaun og 6 silfur ásamt 2 bikurum fyrir bestan árangur á 1. og 3. borði og var samanlagt í öðru sæti á mótinu.

Eftirfarandi nemendur voru í gullliðunum:
E lið: Gísli Gottskálk, Anton Fannar, Kári Vilberg og Samúel Týr allir í 1. og 2. bekk
D lið: Axel Óli, Ívar Andri, Jón Þór, Daníel Snær og Sindri Snær allir í 3. bekk
C lið: Jason andri, Hafþór, Elvar Ingi, Orri Fannar og Björn Breki allir í 4. og 5. bekk
B lið:Arnar Steinn, Garðar Elí, Helgi Tómas, Ágúst Unnar, Rebekka Ósk og Dagur Kára.

Í A liði Salaskóla sem var í toppbaráttu allan tímann og keppti alltaf við erfiðustu andstæðingana voru:
1b. Hilmir Freyr Heimisson
2b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir
3b. Róbert Örn Vigfússon
4b. Kjartan Gauti Gíslason
1v Aron Ingi Woodard.

Hér fyrir ofan er mynd af E-liðinu sem eru yngsta sveitin en fleiri myndir af liðunum eru hér

Lesa meira

Páskabingó foreldrafélagsins

Fimmtudaginn 22. mars n.k. verður haldið hið geysivinsæla páskabingó.Tímasetningar eru sem hér segir:  Yngri bekkir  (1. – 5. bekkir):  17:00 – 19:00Eldri bekkir (6. – 10. bekkir): 20:00 – 22:00Öll fjölskyldan að sjálfsögðu velkomin með börnunum.Bingóspjaldið er á 300 kr. ATH: það er ekki posi á svæðinu og því mikilvægt að vera með peninga.Stórglæsilegir […]

Lesa meira

Salaskóli sigraði þrefalt í Sveitakeppni Kópavogs 2012

_Kp_sveitak_yngstu_meistarar


Sveitakeppni Kópavogs var haldin hér í Salaskóla föstudaginn 18. febrúar. Öll lið Salaskóla í þremur aldursflokkum sýndu sinn allra besta árangur og endaði Salaskóli í fyrsta sæti samanlagt. Við óskum krökkunum okkar innilega til  hamingju með þennan frábæra árangur. Á meðfylgjandi mynd eru yngstu meistarar skólans. Betur má lesa um úrslitin með því að smella á hnappinn Nánar.  

 

Lesa meira