krinn

Góð stemning á opnum degi 11. maí

krinn
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann  til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin sem unglingadeildin hyggst styrkja sérstaklega. Í fjáröflunarskyni fyrir hjálparstarfið seldu nemendur í unglingadeild kaffi og bakkelsi og einnig voru til sölu svokalllaðar trönur sem eru brotnir fuglar úr pappír. Gestir kvöddu með bros á vör eftir velheppnaðan morgun og við erum ákaflega stolt af öllum nemendunum okkar í Salaskóla.  Myndir.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .