fuglar4b

Áhugasamir fjórðubekkingar

fuglar4bNotalegur vinnukliður barst úr tölvuveri skólans í rauða húsinu á dögunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nemendur í fjórða bekk voru að vinna í fuglaverkefninu sínu. Vinnugleði og áhugi skein út úr hverju andliti og greinilegt að viðfangefnið skipti alla nemendur mjög miklu máli. Krakkarnir sögðust vera að vinna í tveggja eða þriggja manna hópum og höfðu fengið einn fugl til þess að fjalla um. Þau sóttu sér upplýsingar bæði úr bókum af bókasafni og af neti til þess að fræðast um efnið og söfnuðu  einnig fuglamyndum, myndbandsbrotum (youtube) og fuglahljóðum. Afraksturinn var síðan settur í glærusýningu (Power Point) þar sem útlit og framsetning skiptir miklu máli og greinilegt var að margir höfðu gott auga fyrir grafískri hönnun. Þarna voru báðir bekkirnir samankomnir, maríuerlur og steindeplar, og unnið var í hópum sem eru samsettir af nemendum úr báðum bekkjum. Þegar allt er tilbúið verður foreldrum boðið á stórglæsilegar kynningar á fuglum.    

Birt í flokknum Fréttir.