Torfi sigraði
Torfi Tómasson í 9. bekk fór með sigur af hólmi í Söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs síðastliðið miðvikudagskvöld með frumsömdu lagi sínu Gods planet of fools. Hann sigraði undankeppnina okkar þann 4. janúar síðastliðinn með öðru frumsömdu lagi sem heitir The masquerade ball . Torfi keppir síðan fyrir okkar hönd í Söngkeppni Samfés laugardaginn 2. mars næstkomandi – sem verður vonandi […]
Lesa meiraVetrardrottningar
Einn daginn þegar snjóhvít mjöllin hafði fallið til jarðar í skjóli nætur sáu nokkrar stúlkur í 4. bekk sér leik á borði. Í morgunútivistinni hófu þær að gera myndir á drifhvíta jörðina með því að sparka upp snjónum með fótunum og síðan voru hendur og vettlingar notaðir til þess að fínpússa. Úr urðu þessi […]
Lesa meiraHundraðdagahátíðin
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir tíu skálum með góðgæti á eitt stórt borð […]
Lesa meiraGóðar fréttir úr Reykjaskóla
Eins og fram hefur komið hér á síðunni dveljast sjöundubekkingar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði frá mánudegi fram á föstudag. Eftrifarandi fréttaskeyti barst frá kennurunum þeirra í gær:Hér úr Reykjaskóla er allt gott að frétta. Nemendur hafa verið frábærir og eru á fullu allan daginn í hópavinnu og skemmta sér mjög vel. Krakkarnir eru […]
Lesa meiraLaust starf námsráðgjafa í Salaskóla
Salaskóli auglýsir starf námsráðgjafa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, eða Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 570 4600. Sótt er um á heimasíðu Kópavogsbæjar og er umsóknarfrestur til 5. febrúar.
Lesa meiraSjöundubekkingar á Reykjum
Nemendur í 7. bekk sem lögðu af stað frá skólanum kl. 9 í morgun áleiðis til Reykja í Hrútafirði eru komnir á staðinn. Ferðin gekk vel og nú eru allir að koma sér fyrir á herbergjum áður en hádegismatur hefst.
Lesa meiraGamli og nýi tíminn
Tvær litlar snótir í 1. bekk fengu það verkefni að reikna nokkur dæmi sem sett voru upp í spjaldtölvu (ipad). Dæmin voru misþung og sum reyndu meira á en önnur. Puttarnir voru á lofti en stundum vantaði fleiri putta til að klára dæmin. Hvað var til ráða? Þær gripu pinnabretti á næstu hillu, en eins og […]
Lesa meiraSpjaldtölvur í Salaskóla
Áhuginn og einbeitnin skein út úr andlitum fyrstubekkinganna okkar, glókollanna, er þeir fengu í hendurnar spjaldtölvur (ipada) í síðustu tveimur kennslustundunum í gær. Tveir og tveir unnu saman og þeir gátu valið um nokkur verkefni í spjaldtölvunni t.d. að búa til lítið tónverk, „sulla“ í litríku vatni, búa til listaverk og raða saman pinnum eftir […]
Lesa meiraGleðilega jólahátíð
Afar prúðbúnir nemendur mættu í skólann í morgun á litlu jólin í Salaskóla. Gengið var í kringum jólatréð og var vel tekið undir jólasöngvana við undirspil hljómsveitarinnar Jólakúlnanna sem er skipuð starfsfólki Salaskóla. Skyndilega heyrðist brambolt við einn gluggann og inn kom veltandi jólasveinn sem mundi alls ekki hvað hann hét í fyrstu. En þegar sveinki var búinn að liðka […]
Lesa meiraTónlistarkennara vantar við Salaskóla
Vegna forfalla vantar tónlistarkennara við Salaskóla frá 14. janúar og út skólaárið. Um er að ræða 70-100% starf. Auk tónlistarkennslu þarf viðkomandi að geta stjórnað kór skólans. Umsóknarfrestur er til 4. janúar. Upplýsingar um starfið gefur Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í síma 8211630. Aðeins er hægt að sækja um starfið rafrænt á www.kopavogur.is.
Lesa meira