Páskabingó foreldrafélagsins verður haldið þriðjudaginn 19. mars. Bingóið verður með hefðbundnu sniði, yngri hópur (1. – 5. bekkur) verður með sitt bingó frá 17.00 – 19.00 og eldri hópurinn frá 20.00 – 22.00.
Spjaldið kostar 500 krónur og MUNA að taka með reiðufé, engin posi á staðnum. Fjöldi vinninga, meðal annars frá Arionbanka, Reyni Bakara, Lemon, Skautahöllinni, Íslandsbanka, Latabæ, Senu, Skemmtigarðinum, LaserTag, Sporthúsinu, Borgarleikhúsið, Stöð2, Skjá-1, Ölgerðinni, Beco og fullt fullt fleira. Auðvitað fá allir vinningshafar líka páskaegg. Við viljum samt endilega hvetja ykkur foreldra til að hjálpa til við að fjölga vinningum 🙂 Þess má geta að 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum og rennur ágóðinn í ferðasjóð þeirra. Einnig minnum við á Facebooksíðu foreldrafélagsins, núna eru yfir 200 manns þar inni, slóðin er: http://www.facebook.com/groups/255515734571459/
Með kveðju
Stjórnin.