Starfsáætlun Salaskóla skólaárið 2016-2017

Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið er komin á heimasíðu Salaskóla. Hún eru undir skólanámskrá / starfsáætlun. Biðjum nemendur, foreldrar og starfsfólk að kynna sér áætlunina vel. 

Lesa meira

Myndir frá Norræna skólahlaupinu

Smellið á tengilinn og þá getið þið séð fullt af myndum frá Norræna skólahlaupinu í Salaskóla https://goo.gl/photos/8UkxUbXVWojYNkiS6

Lesa meira

Skólasetning 22. ágúst

Salaskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst nk.  Nemendur mæta sem hér segir:

5., og 6.   kl. 8:30

(Foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk eiga að mæta á sama tíma og fara á fund vegna þess að börn þeirra fá afhentan ipad. Mjög mikilvægt að amk. annað foreldri mæti).

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:30
7., 8., 9. og 10. bekkur      kl. 10:30

Lesa meira

Forgangsröðun vegna manneklu í dægradvöl

Það gengur illa að manna dægradvölina og nú þegar tæp vika er í skólasetningu eru aðeins fimm starfsmenn þar. Okkur vantar sjö til átta starfsmenn til viðbótar til þess að geta tekið við þeim fjölda barna sem óskað hefur verið eftir vistun fyrir. Það eru lítil sem engin viðbrögð við auglýsingum okkar en þó eigum við von á tveimur starfsmönnum á næstu dögum. Á liðnum árum höfum við stundum verið í svipaðri aðstöðu og þá rætist oft úr þegar háskólar og framhaldsskólar byrja.

Lesa meira

Smá breyting á skóladagatali

Það höfðu slæðst inn tvær villur í skóladagatal komandi skólaárs sem nú hafa verið leiðréttar. Annars vegar var settur skipulagsdagur 14. nóvember en hann á að vera 21. nóvember. Svo hafði staðið að það væri skipulagsdagur 14. febrúar en það var bara vitleysa. Rétt skóladagatal er hér á heimasíðu Salaskóla.

Lesa meira

Vantar starfsfólk

Salaskóli auglýsir eftir starfsfólki í dægradvöl og starfsmanni í mötuneyti.

Í dægradvöl vantar 5 - 6 starfsmenn. Þar er um að ræða 50% starf eftir hádegi.

Lesa meira

Nýir nemendur?

Við erum nú á fullu að undirbúa næsta skólaár og það er mikilvægt að fá sem gleggstar upplýsingar um fjölda nemenda í vetur. Við þurfum að fá upplýsingar um nýja nemendur sem ekki er enn búið að skrá inn. Við biðjum því alla sem eiga eftir að skrá nemendur að ganga frá því strax. […]

Lesa meira

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 5. ágúst. Þeir sem þurfa að koma skilaboðum til skólans s.s. vegna nýrra nemenda eða nemenda sem eru að flytja geta sent tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is

Lesa meira

Innkaupalistar Salaskóla?

Innkaupalistar grunnskólanna ber gjarnan á góma milli skólaslita og skólasetningar. Það grípur jafnvel um sig eitthvert innkaupalistaæði sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Foreldrar pressa á skólana og skömmu eftir skólaslit berast okkur fyrirspurnir um hvort listarnir séu ekki að koma á netið og svo þegar líður á sumarið fara verslanirnar að auglýsa. Foreldrar fara í búðir með listana og kaupa það sem á þeim stendur. Þessu fylgja veruleg útgjöld, 10 þús. kr. fyrir hvern lista og þeir sem eiga fleiri en eitt barn þurfa að leggja fram tugi þúsunda. Það er til viðbótar öðru sem þarf fyrir skólabyrjun eins og ný föt, skólatösku o.s.frv.

Skólaslit miðvikudaginn 8. júní

Útskrift 10. bekkinga verður mánudagskvöldið 6. júní og hefst kl. 20:00Skólanum verður svo slitið miðvikudaginn 8. júní og eiga nemendur að mæta sem hér segir:  9:30     Hrossagaukar, spóar, starar, maríuerlur, sandlóur, sólskríkjur, kríur, ritur, vepjur, smyrlar, súlur og krummar.10:00     Lóur, sendlingar, stelkar, steindeplar, glókollar, músarrindlar, langvíur, tildrur, tjaldar, kjóar, svölur, fálkar.Nemendur mæta […]

Lesa meira

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta […]

Lesa meira

Salaskóli með 6 meistaratitla á Kópavogsmeistaramóti

1. bekkur.  Kópavogsmeistarar

Drengjaflokkur: Ólafur Fannar Pétursson Salaskóla

Stúlknaflokkur: Berglind Edda Birkisdóttir Salaskóla

Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217012.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821

Lesa meira