Góð þátttaka nemenda og foreldra í námsfundum haustsins

Í morgun var námsfundur með foreldrum og nemendur 7. bekkja og var það jafnframt síðasti námsfundurinn á þessu hausti. Kennarar og stjórnendur eru þá búnir að funda með öllum árgöngum skólans. Fundarsókn var feykigóð og húsfyllir á öllum fundum. Að þessu sinni fórum við nýja leið því að nemendur sátu fundina með foreldrum sínum og tók fullan þátt í umræðum sem boðið var upp á. Fundirnir voru bæði upplýsinga og umræðufundir og við erum að vinna skýrslu upp úr fundunum sem vonandi birtist hér innan skamms. Við þökkum foreldrum og nemendum fyrir góða þátttöku og góða fundi. 

Birt í flokknum Fréttir.