Lestrarátak Ævars vísindamanns

Við minnum á lestrarátak Ævars vísindamanns og hvetjum eindregið til þátttöku

Hér eru upplýsingar um átakið,(tekið af: www.visindamadur.com )

  1. Það má lesa hvaða bók sem er.
  2. Á hvaða tungumáli sem er.
  3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með.
  4. Allir krakkar í 1. – 7. bekk mega taka þátt.

Fyrir hverjar þrjár bækur sem þið lesið prentið þið út lestrarmiða, fyllið út og skilið á næsta skólabókasafn, sem mun svo koma þeim til skila.

Ef einhverjir eru að taka þátt utan skóla (eins og t.d. krakkar sem búa í útlöndum) er hægt að senda lestrarmiðana á: Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Í byrjun mars verður dregið úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi geimverubók eftir Ævar vísindamann, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út í apríl.

​Í síðustu tveimur átökum voru lesnar meira en 114 þúsund bækur. Það verður einstaklega spennandi að sjá hvernig okkur gengur í ár.

Áfram lestur!

ÝTTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR LESTRARMIÐUNUM

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .