Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er á morgun 21. mars. Nemendur, starfsfólk og foreldrar –  fögnum fjölbreytileikanum. Allir í mislitum sokkum þriðjudaginn 21. mars.

Lesa meira

Vísindasmiðja

Nemendur í Salaskóla hafa verið duglegir við að heimsækja Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Þar fá þeir að kynnast heimi náttúru – og raunvísinda. Starfsmenn smiðjunar eru bæði nemendur og kennarar Háskóla Íslands í eðlis-, efna og náttúrufræði. Nemendur í 7. bekk heimsóttu smiðjuna í dag og við tókum nokkrar myndir. Ása kennari ásamt efnafræðingi sem […]

Lesa meira

Niðurstöður könnunar á viðhorfum foreldra til Salaskóla

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins eru nú komnar á heimasíðu skólans. Farið inn á skólinn – mat á skólastarfi  og þá koma margar kannanir í ljós sem allir hafa gagn og gaman að.

Lesa meira

Skákmót 1. og 2. bekkur

Skákmót Salaskóla 2017, hófst klukkan 8.20 í dag og kepptu 1. og 2. bekkur Við tókum nokkrar myndir af krökkunum í dag og svo munu fleiri myndir bætast við í myndasafnið eftir hvert mót. En dagskráin er sem hér segir: Föstudaginn 17. mars kl. 8:20 til 11:30 – 8. – 10. bekkur Þriðjudaginn 21. mars kl. […]

Lesa meira

Framhaldsskólakynning iðn-og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina og Framhaldsskólakynning Nemendur í 9. og 10. bekk í Salaskóla munu fara í vettvangsferð í Laugardalshöll þann 17. mars kl 10.30. Markmið ferðarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla. Í Laugardalshöll munu 26 framhaldsskólar kynna námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt. Náms- […]

Lesa meira

Skákmót

Meistaramót Salaskóla í skák 2017 hefst á morgun 15. mars. Keppt er í fjórum aldurshólfum og svo er lokamót, meistaramót meistaranna, þar sem 3-4 úr hverjum árgangi taka þátt. Skákkennari er Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir Dagskrá er sem hér segir: Fimmtudaginn 16. mars  kl. 8:20 til 11: 30 – 1. og 2. bekkur Föstudaginn 17. […]

Lesa meira

Salaskóli is closed on March 14th

Tuesday March 14th Salaskoli has an organization and planning day for the staff. We draw to your attention to the fact that the after school activities (Dægradvöl) is closed this day. The staff of the after school program gets two days in the school year to plan their work and this is one of […]

Lesa meira

Skipulagsdagur 14. mars – dægradvölin lokuð

Þriðjudaginn 14. mars er skipulagsdagur í Salaskóla. Við vekjum sérstaka athygli á að dægradvölin er lokuð þennan dag, en starfsfólk dægradvalar fær tvo daga á starfstíma skóla til að vinna að skipulagi starfsins. Þennan dag munum við vinna að skipulagningu næstu mánaða. Sérstök áhersla verður á tilhögun námsmats í vor. Við munum einnig skoða […]

Lesa meira

Green Screen myndir

Hér í Salaskóla er svokallaður Green Screen veggur. Með honum er hægt að velja sér bakgrunn í myndatökum þar sem notast er við app úr spjaldtölvunum. Nokkrir krakkar tóku stórskemmtilegar og skapandi myndir á Öskudaginn þar sem þau nýttu sér Green Screen tæknina. Fleiri myndir má nálgast hér  

Lesa meira

Skíðaferð 2017

Nemendur fengu val um að fara í skíðaferð upp í Bláfjöll í góða veðrinu eða taka þátt í öskudagsgleðinni nú á miðvikudaginn. Margir nemendur ákváðu að skella sér á skíði og skemmtu sér konunglega. Fleiri myndir má nálgast í myndasafni, en þær Ása, Jóhanna Björk og Ragnheiður eiga heiðurinn að þeim.    

Lesa meira

Öskudagur 2017

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Salaskóla með balli, leikjum og að lokum pylsuáti. Margir nemendur komu í mjög svo frumlegum búningum. Leyfum myndunum að tala sínum máli.     Fleiri myndir má nálgast í myndasafni

Lesa meira

Tilkynning til foreldra vegna veðursins

Veðrið er að versna og spáin vond. Það á að vera mjög slæmt frá ca. 11:00 – 17:00 í dag. Við höldum börnunum inni í skólanum í dag og sendum engan heim þegar veðrið er vont. Foreldrar verða að sækja börnin en óráðlegt að fara af stað meðan veðrið er verst – þá lenda […]

Lesa meira