Sumardvöl dægradvalar hefst 9. ágúst

Sumardvöl dægradvala við grunnskóla Kópavogs hefst miðvikudaginn 9. ágúst og stendur til og með 18. ágúst. Sumardvölin er fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk í haust og sótt var um fyrir í vor.Markmiðið með dvölinni er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun nemenda, jafnt félagslega sem námslega að umhverfi grunnskólanna áður en formlegt skólastarf hefst.

Dægradvölin er lokuð 21. og 22. ágúst. til undirbúnings fyrir vetrarstarfið en skólasetning í grunnskólann verður 22. ágúst.

Birt í flokknum Fréttir.