Innkaup á ritföngum

Innkaup á ritföngum verða með þeim hætti að við sjáum um sameiginleg innkaup á ritföngum fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og verða ritföngin hér í skólanum og nota nemendur þau saman. Foreldrar greiða ákveðna upphæð sem er mismunandi eftir árgöngum. Við höfum leitað tilboða frá mörgum fyrirtækjum og erum að fara yfir þau. Endanleg upphæð á nemanda liggur ekki fyrir en er líklega rétt rúmlega 5 þús. kr. hið mesta. Inni í þessu er ekki stílabækur eða reikningsbækur. Nemendur eiga að nota þær bækur sem þeir voru með í vor og ekki tókst að klára. Það er mikilvægt að nota vel það sem til er. Við sendum ykkur lista yfir bækur sem þarf að nota í hverjum árgangi og þá kíkið þið á gamla dótið og fyllið á ef með þarf. Hvað unglingadeildina varðar þá þarf hver nemandi að útvega sér það sem hann vanhagar. Nota það sem til er frá í fyrra og þegar ein stílabók er búin að kaupa þá aðra. Passa svo að vera með góðan blýant og penna tiltæka í töskunni. Spjaldtölvurnar draga úr þörf á ritföngum og stílabókum – gleymum því ekki.

Birt í flokknum Fréttir.