Mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk

Í dag, miðvikudaginn, 28. janúar, frá kl. 17:30-18:20 er mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk. Þar verður sagt frá nemendum í 2. bekk sem eru allir á einhverfurófinu.  Við ætlum að kynna hvað einhverfurófið er og hvernig þessir ákveðnu nemendur taka þátt í skólastarfinu með okkur. Foreldrar nemendanna munu kynna þá.

Einnig verða þau úrræði kynnt sem Salaskóli býður upp á fyrir nemendur á yngsta stigi sem þurfa á stuðningi að halda, bæði hvað varðar nám og annað.

Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti.  Fundurinn er í salnum okkar.

580-reykjaskoli.jpg

Reykjaferð 7. bekkinga

580-reykjaskoli.jpgNemendur í 7. bekk, ernir og fálkar, lögðu af stað í ferð í gærmorgun og var áfangastaðurinn Reykir í Hrútafirði. Þar munu nemendur dveljast í eina viku í skólabúðum við nám og leik ásamt nemendum úr öðrum skólum. 

Með í ferðinni eru umsjónarkennarar þeirra sem verða þeim til halds og trausts meðan á dvölinni stendur. Nemendur eru vaktir snemma á morgnana í búðunum og eftir morgunmat byrjar dagskrá og nám sem stendur til kl. 17. Eftir kvöldmat er svo kvöldvaka þar sem krakkarnir eiga að sjá um skemmtiatriði. Heimasíða búðanna er http://www.skolabudir.is/.

jlaball_08_0301.jpg

Gleðilega jólahátíð

jlaball_08_0301.jpg
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 6. desember skv. stundaskrá.

Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.

Jólaball

19. desember 2008 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur  klukkustund.  Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal.  Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30 steindeplar, þrestir, lundar, mávar, kríur, langvíur, hávellur, kjóar Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 10:30 til 11:30 maríuerlur, lóur, hrossagaukar, teistur, ritur,súlur, helsingjar, krummar.

 

roskun.jpg

Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna

roskun.jpgSlökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS), hefur útbúið í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var SHS falið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.

Skoðið reglurnar hér. Þær er að finna í gagnasafni salaskóla.is.