Nemendur í 1. bekk

Hægt er að skoða bekkjarlista nemenda í 1. bekk skólaárið 2009-2010 með því að smella á Lesa meira.

Glókollar 

 Sólskríkjur

 Starar

 

Alex Orri Ingvarsson 

Alexandra Sól Jóhannsdóttir 

Axel Óli Sigurjónsson 

Ásgerður Júlía Gunnarsdóttir 

Bergdís Rúnarsdóttir 

Brynjar Karl Guðmundsson 

Elín Edda Jóhannsdóttir 

Elísa Kristín Einarsdóttir 

Fannar Freyr Þórsson 

Ingibjörg B. Finnbjörnsdóttir 

Jón Þór Jóhannsson 

Rakel Tinna Gunnarsdóttir 

Sigríður Sól Ársælsdóttir 

Sindri Snær Kristófersson 

Sóldís E Ottesen Þórhallsdóttir

Tristan Máni Sigtryggsson 

 


Alex Leó Kristinsson 

Arnar Freyr Sigurgeirsson 

Axel Ingi Árnason 

Birgitta Ólafsdóttir 

Brynja Líf Rúnarsdóttir 

Dagur Ingi Viðarsson 

Daníel Róbert Bell 

Egill Ýmir Rúnarsson 

Emil Grettir Grettisson 

Eva María Gestsdóttir 

Eva Sólveig Hilmarsdóttir 

Gyða Kolbrún Guðbjartsdóttir 

Hildur Gunnarsdóttir 

Hrefna Karen Pétursdóttir 

Rakel Sif Steingrímsdóttir 

Viktoría Brekkan 

Þórdís Káradóttir 

 

Arnaldur Leó Þrastarson 

Dagný Björnsdóttir 

Daníel Snær Eyþórsson 

Egill Úlfarsson 

Elín Hreinsdóttir 

Erling Laufdal Erlingsson 

Eva María Birgisdóttir 

Gunnar Hrafn Kristjánsson 

Hafdís Hera Arnþórsdóttir 

Hrannar Ingi Jónsson 

Hulda Ólafía Sigurðardóttir 

Ívar Andri Hannesson 

Jóhanna Kristín Andradóttir 

Ólafía Elísabet Einarsdóttir 

Pétur Ari Pétursson 

Tanja Glóey Þrastardóttir 

Umsjónarkennarar næsta skólaárs

Eftirtaldir kennarar verða umsjónarkennarar næsta vetur í 1. -10. bekk: (Lesa meira)

Yngsta stigið:
1. bekkur Lilja Björk Baldvinsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir og Sif Stanleysdóttir
2. bekkur Birgit Ósk Baldursdóttir og Sigríður Gylfadóttir
3. bekkur Elísabet M. Sigfúsdóttir, Helga Vala Viktorsdóttir og Laufey Benediktsdóttir
4. bekkur Áróra Hrönn Skúladóttir og Þorvaldur Hermannsson
Miðstigið:
5. bekkur Dagbjört Kristinsdóttir, Erna Björk Einarsdóttir og Inga Vigdís Baldursdóttir
6.-7. bekkur Guðrún Helga Jónsdóttir, Hjalti Halldórsdóttir og Sigrún Björk Cortes
Unglingastigið:
8. bekkur Kristín Einarsdóttir og Rúnar Þór Bjarnason
9. bekkur Logi Guðmundsson og Rannveig Kristjánsdóttir
10. bekkur Berglind Anna Sigurðardóttir og Jóhanna Pálsdóttir

sklaslit_09_052small.jpg

Skólaslit í Salaskóla

sklaslit_09_052small.jpgSalaskóla var slitið þriðjudaginn 9. júní með því að nemendur, foreldrar og starfsfólk söfnuðust saman í sal skólans – um 400 manns.

Hafsteinn skólastjóri þakkaði fyrir veturinn, síðan söng skólakór Salaskóla nokkur vel valin lög og endað var á því að aliir sungu saman Vorvindar glaðir. Rétt er að geta þess í leiðinni að kórinn okkar fékk á dögunum lof í lófa þegar hann söng á afmælishátíð SOS-barnaþorpanna í Ráðhúsinu. Eftir skólaslit bauð foreldrafélagið að venju til vorgleði þar sem ungir sem aldnir áttu stund saman við leik og söng frameftir degi að ógleymdum grilluðu pylsunum sem voru vinsælar þega hungrið svarf að.

Kvöldið áður, 8. júní, voru 10. bekkingar útskrifaðir í fjórða sinn frá skólanum. Mættu þeir prúðbúnir ásamt fjölskyldum sínum á sal skólans þar sem þeir tóku á móti vitnisburði og góðum óskum við hátíðlega athöfn. Við óskum tíundubekkingum til hamingju með áfangann. Myndir frá útskriftinni.

bread.jpg

Heimilisfræði í Salaskóla

Allt skólaárið er bakað og eldað í heimilisfræðinni og stuðst við uppskriftir að ýmsu tagi.
Þeim hefur nú verið safnað saman hér í heimilisfræðihorninu. Einnig er hér að finna ýmsar upplýsingar og góð ráð fyrir heimilin. Smellið á viðeigandi heiti:

 

Uppskriftabók nemenda í 1. – 4. bekk    
Uppskriftabók nemenda í 5. – 10. bekk

HEIMILISFRÆÐI fyrir yngsta stig

 

Ýmsar góðar krækjur:
Lýðheilsustöð
Leiðbeiningastöð heimilanna


 bread.jpg

Uppskriftabók nemenda í 1. -4. bekk

Stafabrauð  

2 ½  tsk þurrger
2
 ½ dl volgt vatn
1 msk hunang eða púðusykur
½  tsk salt
¼ dl matarolía
½ dl sesamfræ
3
 dl hveiti
3 dl heilhveiti
½   dl hveiti til að hnoða
Aðferð:  

  1. Allt mælt í skál og hrært saman.
  2. Deigið hnoðað á borði, þar til það verður sprungulaust.
  3. Móta stafinn sinn, bollur eða brauð úr deiginu og sett á bökunarplötu.
  4. Látið lyftast í 15 mínútur
  5. Hægt að pensla með eggi og setja sesamfræ eða birkifræ ofan á, áður en sett er inn í ofn og bakað við 225 gráður í 10 – 15 mínútur.

 


Spariskyr Tígra 
 

1 dolla skyr ( óhrært )Ávextir að vild t.d. vínber, jarðaber, bláber, kíwí, bananar.  Aðferð:  

  1. Skyr er hrært með mjólk og sykri
  2. Ávextir skornir niður.
  3. Skyr sett í skál og ávöxtum dreift yfir skyrið.

 


Ávaxtadrykkur  

2 dl ananassafi
2 dl appelsínusafi
1 msk sítrónusafi
1 appelsína
Vínber að vild klaki
 
Aðferð:  1.      Ananassafa, appelsínusafa og sítrónusafa er blandað saman í skál.
2.
      Appelsína og vínber eru skoluð og skorin niður í bita.
3.
      Ávöxtunum er blandað við safann og hrært saman við
4.
      Klaki settur að lokum saman við drykkinn. 

 
Mjólkurhristingur ( Shake ) 

Súkkulaðidrykkur 1 ½ dl mjólk
1 tsk súkkulaðibúðingsduft (búðingur frá Royal)
1 tsk kakómalt
4 msk vanilluís
Jarðaberjadrykkur   2 dl mjólk
2 msk jarðaberjaíssósa
4 msk vanilluís
 
Aðferð:   Öllu er blandað saman í skál og hrært saman með þeytara ( handpískara) 

     
Trallakökur  

2 ½ dl haframjöl
1 ½ dl hveiti
½ dl púðusykur
100 gr smjörlíki
½ tsk lyftiduft
1 egg
 
Aðferð:  

  1. Öllu hráefninu er blandað saman í skál og hnoðað í stóra kúlu.
  2. Síðan eru búnar til litlar kúlur úr deiginu  og settar á bökunarpappír á plötu.
  3. Bakað við 180° í 12- 15 mínútur.

 

 
Grófar bollur  

1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
3 tsk þurrger
2 msk matarolía
¼ tsk salt
½ tsk púðursykur
½ dl hveitiklíð
1 dl heilhveiti
3 dl hveiti
 
Aðferð: 

  1. Blanda saman vatni, mjólk og þurrgeri í skál og látið leysast upp í 5 mín.
  2. Bæta við matarolíu, púðursykri og salti saman við gerblönduna
  3. Blanda saman hveitiklíð, heilhveiti og hveiti við vökvablönduna
  4. Deigið hnoðað og bollur mótaðar.
  5. Sett á bökunarplötu og látið lyfta sér í 15 – 20 mín.
  6. Bollurnar bakaðar við 225° í 15 mín

Gott er að pensla bollurnar með mjólk og setja sesamfræ eða birkifræ ofan á, áður en þær eru bakaðar.  

 
Grallarabrauð 

3 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 tsk sykur
1 ½ dl mjólk
 
Aðferð:  

  1. Allt hráefni er blandað saman í skál.
  2. Deigið er hnoðað vel saman ( má vera hálf blautt)
  3. Móta brauð á plötu, pensla með mjólk og birkifræum.
  4. Bakað í ofni við 200 ° í 20 – 25 mínútur.

 

 
Kókósgaldrakúlur 

100 gr smjörlíki ( mjúkt)
1 msk kakó
3 dl haframjöl
1 dl sykur
½ vanillusykur 1-2 msk vatn
 
Aðferð:  

  1. Öllu er blandað saman í skál og hnoðað saman.
  2. Litlar kúlur er búnar til og velt upp úr kókosmjöli.
  3. Sett á disk og í kæli í 20 – 30 mín

 


Brauðbangsar 

1 ¼ dl heitt vatn
1 ¼ dl mjólk
3 tsk þurrger
1 ½ msk matarolía
¾ dl hveitiklíð
1 ½ dl heilhveiti
3 ½ dl hveiti
½ tsk salt
1 tsk púðusykur
 
Aðferð:  

  1. Vatni, mjólk og þurrgeri er blandað saman í skál og látið leysast upp í 5 mín.
  2. matarolíu og þurrefni er blandað saman við.
  3. Hnoðað og bangsar, eða aðrar fígúrur búnar til úr deiginu
  4. Látið lyfta sér í 15 mín.
  5. Bakað við 200 ° í 15 – 20 mín eða þar til brauðið er bakað.

 

 
Muffins  

 50 gr bráðið smjörlíki
½  dl sykur
1 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
1 tsk vanilludropar
Tilbreytni:
1  dl saxað súkkulaði eða ½ dl söxuðum möndlum, rúsínur, eplum
   
Aðferð:  

  1. Smjörlíki, sykur og egg sett saman í skál og hrært saman þar til blandan verður ljós og létt.
  2. Mjólk, vanilludropum, hveiti og lyftidufti er blandað saman við og hrært vel.
  3. Deigið er sett í muffinsform með tveimur teskeiðum og passa ð formin verði bara hálffull.
  4. Kökurnar eru bakaðar neðarlega í ofni við 175° í 15 mínútur.

 


Brauðkringlur 

2 msk þurrger
2 ½ dl volgt vatn
2 tsk hunang
6 dl hveiti
1 tsk salt
mjólk og sesamfræ til að setja á deigið 
Aðferð:  

  1. Vatn, þurrger og hunang er sett saman í skál og leyst upp í 5 mínútur
  2. Hveiti og salti er síðan blandað saman við.
  3. Deigið hnoðað og rúllað upp í lengju.
  4. Lengjunni er síðan skipt í 4- 6 hluta
  5. Hverjum deighluta er síðan rúllað upp í lengju og kringlur mótaðar.
  6. Mjólk er penslað yfir kringlurnar og birki eða sesamfræjum stráð yfir.
  7. Bakað við 200 ° í 15 – 20 mín eða þar til kringlurnar eru bakaðar.

 


Súkkulaðismákökur 

100 gr smjör
1 dl flórsykur
½ dl púðusykur
1 egg
2 dl hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
½ dl súkkulaðispænir
 
Aðferð:  

  1. Hrærið smjör og sykur ljóst og létt með rafmagnsþeytara
  2. Brjótið egg í glas og bætið því við smá saman út í deigið.
  3. Mælið þurrefnin og blandið saman við
  4. Bætið vanilludropum og súkklaðispæni við deigið og hrærið saman.
  5. Mótið kökur með tveimur teskeiðum á raðið á bökunarplötu
  6. Bakið í miðjum ofni í 10 – 12 mín við 200 °  eða þar til kökurnar eru orðnar brúnar.

 


Fléttubrauð  
 

1 ½ dl heilhveiti
1 dl hveiti
1 ½ tsk þurrger
¼ tsk salt
1 tsk sykur
1 ½ dl volgt vatn
¼ dl matarolía
 
Aðferð  

  1. Mælið þurrefnin í skál
  2. Mælið vatn og olíu og hrærið vel saman við deigið.
  3. Látið deigið hefast í 10 – 15 mín í skálinni.
  4. Hnoðið deigið og rúllið því upp í lengju
  5. Skiptið lengjunni í 3 hluta og rúlla hverjum og einum upp.
  6. Flétta lengjurnar saman. Pensla brauðið með vatni og gott er að setja sesamfræ eða birkifræ ofan á, áður en sett er inn í ofn.
  7. Bakið í 15 – 20 mín  við 200 °

 


Sólgrjónabrauð  
 

1 dl haframjöl
3 dl hveiti
2 tsk púðusykur
2 tsk þurrger
1 msk sesamfræ
¼ tsk salt
1 msk matarolía
1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
 
Aðferð:  

  1. Mælið hveiti, haframjöl, þurrger, púðusykur, sesamfræ og salt saman í skál.
  2. Mælið heitt vatn, mjólk og olíu saman í könnu.
  3. Hellið vökvanum í skálina og hrærið vel.
  4. Látið deigið lyfta sér í 10 – 15 mín.
  5. Hnoða deigið vel saman.
  6. Móta brauð, pensla með vatni og strá sesamfræjum yfir.
  7. Bakað í 15 – 20 mín við 200 °

 

 
Bananabrauð

2 þroskaðir bananar
1 egg
1 ½ dl sykur
4 msk olía
3 ½ dl hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 msk vanilludropar
 
Aðferð:  

  1. Stappa saman banana og setja í skál.
  2. Önnur hráefni sett í skál og hrært saman.
  3. Deigið sett í form og bakað við 190° í 30 mínútur

 


Gersnúðar
  

Stór uppskrift 3 dl mjólk
2 dl heitt vatn
5 tsk þurrger
2 msk hunang
1 tsk salt
½ dl matarolía
¼ tsk kardimommuduft
2 dl hveitiklíð
9 dl hveiti
 
  Aðferð:

  1. Mæla allt í skál og hræra vel saman með sleif
  2. Deigið er hnoðað og skipt í 2 hluta
  3. Deigið er rúllað út með rúllukefli í rétthyrnda köku ca 20×20 cm
  4. Penslið yfir deigið með mjólk.
  5. Stráið kanilsykri yfir deigið og rúllið því upp.
  6. Skera deigrúlluna í sneiðar og raðið á bökunarplötu.
  7. Látið lyftast í 15 mínútur.
  8. Bakið snúðana við 200° í 10 – 15 mínútur.

 


Morgunkorn

2 ½ dl haframjöl
1 dl jarðhnetur/ flögur
1 dl hveitiklíð
2 msk hunang
2 msk matarolía
½ tsk vanilludropar
 
Aðferð:  

  1. Blandið haframjöli, hnetum og hveitiklíð í skál.
  2. Blandið saman hunangi, olíu og vanilludropum saman í litla skál.
  3. Hellið vökvanum úr litlu skálinni í stóru.
  4. Blandið saman með sleif.
  5. Breiðið  blönduna á bökunarplötu og bakið í 10 – 15 mínútur við 165°.

 


Kryddbrauð

2 dl hveiti
2 dl haframjöl
½  dl sykur
1 tsk matarsódi
½ tsk kanill
½ tsk kardimommuduft
½ tsk negull
½ tsk engifer
2 dl mjólk
 
Aðferð:  

  1. Mældu þurrefnin saman og settu í skál
  2. Mældu mjólkina og settu saman við.
  3. Hrærðu deigið saman með sleif.
  4. Settu deigið í kökuform og bakaðu í 25 mínútur við 200°.

 

 

Tebollur

4  1/ 2 dl  hveiti
125 g mjúkt smjörlíki
½  dl    sykur
2 tsk lyftiduft
2 stk egg
3 msk  mjólk
½  dl súkkulaði
½  tsk vanilludropar
 
 1.      Mælið allt í hrærivélaskál.2.       Hrærið allt saman.3.       Setjið deigið með tveim teskeiðum á bökunarpappír á plötu.4.       Bakið í 20 mín við 200°C. 

  

Heitt brauð

2 brauðsneiðar
½ msk pizzusósa
2-3 Ostsneiðar
1 skinkusneið

 

Aðferð:  

  1. Smyrðu brauðið með pizzusósu.

      2. Settu álegg á brauði      3. Hitaðu brauðið í ofni eða   örbylgjuofnið.  

 
Hafragrautur fyrir tvo

1 dl hafragrjón
4 dl vatn
¼ tsk salt

 

Aðferð:  

  1. Mælið hafragrjón, salt og vatn og setjið í pott.
  2. Setjið pottinn á hæfilega stóra hellu og kveikið undir.
  3. Hrærið í þar til suðan kemur upp og slökkvið þá á hellunni.
  4. Látið pottinn standa á heitri hellunni í 1-2 mín. 

 


 

Uppskriftabók nemenda í 5. – 10. bekk

 

Múslíbollur

3dl volgt vatn
3 tsk þurrger
4 msk olía
2 tsk púðursykur
1 dl múslí
2 msk skyr
5-6 dl hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk kanill (má sleppa)
1. Setjið vökvann ásamt þurrgeri í skál
2. Bætið við matarolíu, salti, sykri og skyri
3. Blandið þurrefnunum saman við en munið að geyma 1 dl af hveitinu
4. Látið deigið lyfta sér
5. Hnoðið deigið þangað til það er laust frá hendi og borði
6. Mótið bollur úr deiginu og raðið á plötu
7. Pennslið með vatni eða mjólk, dreifið sesamfræi yfir og látið bollurnar lyfta sér
8. Bakið í miðjum ofni við 225°C í 15 mín.

 

Tebollur

4  1/ 2 dl  hveiti
125 g mjúkt smjörlíki
1 dl    sykur
2 tsk lyftiduft
2 stk egg
3 msk  mjólk
1 dl súkkulaði
½  tsk vanilludropar
 
 1.      Mælið allt í hrærivélaskál.2.       Hrærið allt saman.3.       Setjið deigið með tveim teskeiðum á bökunarpappír á plötu.4.       Bakið í 20 mín við 200°C. 

 

Eplakaka / muffins

200 gr smjörlíki
2 dl sykur
2  egg
4 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 rifið epli 
2 tsk kanill
 
Hrærið saman sykri og smjörlíki, bætið eggjunum útí og hrærið vel.  Rífið eplið og setjið saman við ásamt þurrefnunum, hrærið saman. Bakist við 175 – 200 °c í 35- 40 mínútur. 

 

Kjúklingabringur í ostrusósu

4 kjúklingabringur
2 msk olía
1/3 hluti blaðlaukur
1 meðalstór rauðlaukur
1 dós vatnahnetur
1 dós babymais
½ agúrka
1 ½ dl ostrusósa
3 dl vatn
4 tsk sykur
¼ tsk pipar
1 tsk grænmetiskraftur
3 msk sósujafnari eða 4 tsk maismjöl hrært út í örlitlu vatni
 
Aðferð:

  1. Skerið laukinn í báta og blaðlaukinn í strimla.
  2. Mælið sykur og pipar og grænmetiskraft í skál.
  3. Mælið ostrusósu og vatn í skál.
  4. Grófsaxið gúrkuna og setjið í skál.
  5. Skerið bjúklingabringurnar í bita og steikið í olíunni á djúpri pönnu.
  6. Brúnaðir bitarnir eru settir í skál og geymdir.
  7. Hitið laukinn í olíunni á pönnunni og bætið púrrulauknum við, þetta á ekki að steikjast,bara hitna aðeins.
  8. Takið grænmetið af pönnunni og geymið.
  9. Hellið sósunni og kryddinu á pönnuna og látið suðuna koma upp.
  10. Bætið þá kjúklingabitunum á pönnuna og látið malla við vægan hita í um 5 mín.
  11. Þykkið sósuna með sósujafnaranum og bætið svo öllu grænmetinu við. Látið malla í um 5 mín.

 Berið fram með grjónum.  

 

Grófar bollur með kotasælu

1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
1 msk þurrger
2 msk olía
¼ tsk salt
½ tsk púðursykur
½ dl hveitiklíð
1 dl heilhveiti
3 dl hveiti
3 msk kotasæla
 
  1. blandið öllu saman í skál. Hrærið með sleif og látið deigið lyfta sér í 15 mín.
  2. Hnoðið deigið og búið til lengju, skerið í jafna parta og mótið bollur.
  3. Setjið á plötu og bakið við 200 gráður og blástur í um 15 mín.

 

 

Burradizz

Sex fylltar mexikanskar pönnukökur Ofnhiti 210 gráður og blástur   200 g nautahakk
3 hvítlauksrif
5 msk baunamauk úr dós ( refried beans )
1 ½ msk burrito kryddblanda
½ tsk grænmetiskraftur
1 ½ dl vatn
1 gulrót
½ paprika
6 pönnukökur
1/6 hluti kínakálshaus
1 ½  dl rifinn ostur
 
  1. Takið utan af hvílauksrifjunum og pressið í hvítlaukspressu og setjið í skál.
  2. Hreinsið gulrótina, rífið gróft niður og setjið í skál.
  3. Saxið paprikuna smátt og setjið hjá gulrótinni.
  4. Mælið vatnið,kryddblöndu og grænmetiskraft og setjið í skál.
  5. Saxið kínakálið og takið til pönnukökur og rifinn ost.
  6. Hitið pönnu á hæsta hita þar til hún er vel heit.
  7. Brúnið hakkið á pönnunni og bætið hvítlauknum við þegar hakkið er nærri tilbúið.
  8. Hrærið vel í stutta stund.
  9. Lækkið hitann um helming og bætið kryddblöndu,vatni,grænmetiskrafti,baunamauki,gulrót og paprikunni saman við og hrærið vel.
  10. Leyfið þessu nú að malla í fimm mínútur á mjög lágum hita og passið að hræra vel í á meðan.
  11. Setjið tvær fullar skeiðar af hakkblöndu á hverja pönnuköku, örlítið af káli og svo rifinn ost ofan á það.
  12. Rúllið pönnukökunum upp og raðið í eldfast mót, setjið restina af rifna ostinum yfir rúllurnar.
  13. Hitið í ofni í sex mínútur og berið fram heitt með salsasósu,sýrðum rjóma og fersku salati.

 

 

Mexikanskar hveitipönnukökur

6 ½ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
3 msk olía
2 dl volgt vatn
 
  1. Blandið öllu saman í skál og hnoðið fyrst með sleif og svo með höndunum þangað til deigið verður slétt og eins að teygja sé í því.
  2. Skiptið í tvo hluta og svo aftur hverjum hluta í þrennt þannig að þið séuð með sex álíka stóra bita.
  3. Fletjið út í kringlóttar kökur .
  4. Hitið pönnu með viðloðunarfríum botni á meðalhita.
  5. Bakið pönnukökurnar í 45 sekúndur til eina mínútu á hvorri hlið eða þangað til bólur byrja að myndast á þeim.
  6. Leggið kökurnar á hreint viskastykki og breiðið vel yfir svo þær harðni ekki.
  7. Geymið í vel lofttæmdum plastpoka ef ekki á að nota þær strax.

 

 

Austurlenskur hakkréttur

500 g nautahakk
4 hvítlauksrif
1 laukur
3 cm bútur ferskt engifer
½ paprika
2 gulrætur
¼ hluti kínakál eða hvítkál
2 msk sæt chillisósa
8 msk soyasósa
4 dl vatn
3 tsk grænmetiskraftur
1 tsk salt
 
 

  1. Takið ysta lagið af hvítlauknum og merjið í pressu og setjið í skál.
  2. Takið ysta lagið af engifernum og skerið í mjög litla bita og bætið í skálina með hvítlauknum.
  3. Skerið paprikuna í litla bita og setjið í skál
  4. Skerið laukinn í strimla og setjið í skál.
  5. Hreinsið gulrótina og setjið í skál með lauknum.
  6. Skolið og grófsaxið kínakálið og setjið í skál.
  7. Mælið sósur, vatn,kraft og salt í skál og hafið tilbúið.
  8. Hitið pönnu og brúnið hakkið.
  9. Bætið hvítlauk og engifer á pönnuna og hrærið vel.
  10. Bætið lauknum og gulrótinni á pönnuna og hrærið áfram.
  11. Setjið kínakálið,paprikuna,sósurnar og allt kryddið á pönnuna og hrærið vel.
  12. Látið sjóða við mjög vægan hita í 5 mínútur.
  13. Borið fram með hrísgrjónum.

 

Formkaka m/súkkulaðibitum

200 g smjörlíki
3 dl sykur
3 egg
6 ½ dl hveiti
2 ¼ tsk lyftiduft
2 tsl vanilludropar
1 ¼ dl mjólk
1 ½ dl dökkt súkkulaðikurl 
eða saxað suðusúkkulaði
 
Aðferð:  

  1. Hitið ofninn í 180 °og blástur
  2. Hrærið smjörlíki og sykur saman með rafmagnsþeytara þar til blandan er létt og ljósgul.
  3. Bætið eggjunum í, einu í senn og hrærið vel á milli.
  4. Mælið allt í skálina og blandið svo vel saman með sleikju.
  5. Skiptið í tvö aflöng meðalstór kökuform.
  6. Bakið í miðjum ofni í 30 – 35 mín. eða þangað til prjónn kemur hreinn út þegar honum er stungið í miðjar kökurnar.

 

Satay kjúklingur

4 skinnlausar kjúklingabringur
1 paprika
2 gulrætur
1 rauðlaukur

1 lítil dós Satay sósa
1 dós kókosmjólk (400 ml)

1 tsk rautt karrýmauk
Olía til steikingar
 
Aðferð:  

  1. Hreinsið grænmetið og skerið í strimla
  2. Setjið kókosmjólkina,sataysósuna og karrýmaukið í skál og blandið saman
  3. Skerið bringurnar í strimla og steikið í olíunni.
  4. Setjið kjúkilingastrimlana í eldfast mót
  5. Svissið grænmetið í smá olíu á pönnunni og hellið síðan sósunni yfir
  6. Hellið þá öllu af pönnunni yfir kjúklingastrimlana og setjið í 200 ° heitan ofn í um 15 mín.

Berið fram með hrísgrjónum, salati og brauði. 

 

Pönnubrauð

2 dl heitt vatn
3 dl mjólk
5 tsk þurrger
10 dl hveiti
2 dl klíð
4 msk olía
½ tsk salt
2 tsk sykur
 
Aðferð:  1.      Setjið allt í skál og hrærið saman
2.      Látið lyfta sér á hlýjum stað í um 20 mín
3.      Hnoðið deigið á borði
4.      Búið til lengju og skerið síðan í mátulega stórar bollu
5.      Takið gamla pönnu og smyrjið smá olíu í botninn svo það festist síður við hana
6.      Raðið bollunum á pönnuna
7.      Penslið með eggi og setjið korn ofan á eða penslið með hvítlauksolíu
8.      Setjið síðan pönnuna inn í ofn og bakið við 200 °og blástur í um 30 mín.
 

Kornflögumarengs

Kaka4 eggjahvítur
2 ¼ dl sykur
1 tsk lyftiduft
5 ½ dl kornflögur
Krem ofan á kökuna100 gr suðusúkkulaði
2 eggjarauður
1 dl óþeyttur rjómi
      
Aðferð kaka

  1. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykri síðan hægt og rólega út í og haldið áfram að þeyta blönduna þar til hægt er að hvolfa skálinni án þessa að eggjamassinn hreyfist.
  2. Blandið lyftidufti og kornflögum varlega saman við með sleikju
  3. Skiptið deiginu á tvær plötur með bökunarpappír á og gerið hringi.
  4. Bakið í um 1 klst við 120 °og blástur
  5. Kælið botnana
  6. Þeytið 3 dl af rjóma og setjið á milli botnanna ( einnig er gott að setja ávexti )

Aðferð krem ofan á köku

  1. Þeytið vel saman eggjarauður og rjóma
  2. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði
  3. Takið pottinn af hitanum um leið og súkkulaðið er bráðnað
  4. Blandið bræddu súkkulaðinu saman við rjóma og eggjablönduna og þeytið vel
  5. Hellið súkkulaðikreminu yfir kökuna og látið leka niður af brúnunum

 Gott er að láta kökuna standa í kæli í nokkrar klst áður en hún er borðuð 

Ostastangir

Ofnhiti 225°c / blástur 5 dl hveiti
½ tsk sykur
1 tsk salt

2 msk matarolía
3 tsk þurrger
1 dl rifinn ostur
1 msk rifinn parmesanostur
2 ¼ dl volgt vatn
 
Aðferð:

  1. Mælið fyrst öll þurrefni  og ger í skál.
  2. Geymið ostinn.
  3. Bætið olíu og vatni saman við og passið vel að vatnið sé hæfilega heitt.
  4. Hnoðið saman fyrst með sleif og svo á borði.
  5. Fletjið frekar þykkt út og dreifið ostinum yfir.
  6. Hnoðið létt saman þangað til osturinn hefur samlagast deiginu.
  7. Skiptið í tvo jafnstóra hluta.
  8. Skiptið hverjum hluta í átta hluta og rúllið út í mjög mjóar aflangar stangir ( fingurþykkt ) og raðið á bökunarplötu.
  9. Penslið með þeyttu eggi eða olíu og hvítlaukskryddi.
  10. Bakið í um 6 – 8 mín eða þangað til stangirnar verða gullinbrúnar og stökkar.

 

   

Amerískar pönnukökur

  2 dl hveiti
1 dl heilhveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
¼ tsk salt
½ tsk sykur
1 egg
1 ½ msk matarolía
1 dl súrmjólk
1 ½ dl mjólk
3 msk matarolía, til að setja smátt og smátt á pönnuna meðan á steikingu stendur eða eftir þörfum.  
Aðferð:

  1. Setjið allt í skál í réttri röð og hrærið svo vel með písk eða sleif þar til deigið verður kekkjalaust.
  2. Kveikið undir pönnu á miðstraum, þegar pannan er orðin heit eru búnar til litlar pönnukökur.
  3. Notið ausu til að setja deigið á pönnuna, ca tvær pönnukökur í einu á pönnuna.
  4. Þegar kökurnar eru orðnar nærri þurrar að ofan á að snúa þeim við og baka þær á hinni hliðinni.

  Borið fram með sírópi eða osti og smjöri.  

Sörur

3 eggjahvítur
4 dl flórsykur
4 dl heslihnetur eða möndlur  
Krem: 
100 g mjúkt smjör
1 dl flórsykur
1 eggjarauða
2 msk kakó
½ tsk instant kaffi
 
Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur,bætið síðan hnetunum í með sleikju. Setjið með teskeið á plötu og bakið í 10 – 12 mín við 180 gráður og blástur. Þeytið smjör og flórsykur,bætið eggjarauðunni út í og síðast kakó og kaffi ( sem er leyst upp í litlu vatni ) Kælið kremið. Kremið sett á kökurnar. 150 g suðusúkkulaði brætt sem hjúpur yfir smjörkremið.  

Pepperoni pasta

1      l.      vatn
½     tsk   salt
1      msk       matarolía
150  g       pastaskrúfur 
4      stk   sveppir
1      stk       hvítlauksrif
100  g       pepperóni
1      msk       matarolía
1      dl       matreiðslurjómi
2      msk       paprikusmurostur
1      tsk       grænmetiskraftur
1      tsk   ítalskt krydd
pipar á hnífsoddi

 

1.    Hitið vatnið að suðu og bætið þá pasta, salti og matarolíu út í pottinn.  Sjóðið í u.þ.b. 10 mín. 2.    Sneiðið sveppi og lauk og merjið hvítlauksrifið.  Skerið pepperóni í litla bita. 3.    Hitið matarolíuna á pönnu og steikið grænmeti, látið krauma  í 2 mín. 4.    Bætið matreiðslurjóma, paprikusmurosti og kryddi á pönnuna og látið krauma í 3-5 mín. 5.    Setjið pastað í skál og hellið sósunni yfir.  

Ítalskt brauð

Tvö brauð Ofnhiti 180 gráður og blástur 9 dl hveiti ( Kornax í bláu pokunum )
3 msk olía
½ tsk sykur
2 ½ tsk þurrger
3 ¾ dl volgt vatn
Fylling fyrir tvö brauð. 40 g smjör eða olífuolía
4 msk rifinn ostur
½ tsk hvítlaukssalt
2 hvítlauksrif marin í hvítlaukspressu
4 tsk þurrkuð steinselja
  Aðferð:

  1. Bræðið smjörið.
  2. Blandið öllu samanvið smjörið 
    og smyrjið á brauðin eins og lýst er hér til hliðar.

 

  Aðferð: 1 .Mælið öll þurrefni í skál. 2. Bætið vatninu og olíunni í og blandið létt saman með sleif. 3. Hnoðið vel með höndum á hveitistráðu borði. Notið hendurnar en reynið að hnoða eins litlu hveiti og hægt er saman við svo deigið verði ekki of stíft. 4. Látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín. 5. Hnoðið vel aftur og skiptið í tvo hluta. 6. Fletjið út í svolítið  aflangan,þykkan ferhyrning ( A 4 ) og smyrjið fyllingunni yfir. 7. Legggið hliðarnar saman þannig að þær víxlist aðeins og loki fyllinguna inni. 8. Passið að endarnir séu vel lokaðir svo fyllingin renni ekki út í bakstri. 9. Leggið brauðin með góðu bili á milli á plötu klædda bökunarpappír. 10. Penslið með eggi og stráið rifnum osti  og steinselju ofan á 11. Látið lyfta sér á plötunni í 20 mín. 12. Bakið í miðjum ofni í 20 mín eða þangað til brauðin verða gullinbrún og heyrist tómahljóð þegar þau eru bönkuð.  

 

Nan brauð

2 ½ tsk þurrger
2 dl volgt vatn
1 msk olía
172 tsk salt
½ tsk matarsódi
5 – 6 dl hveiti
 
Aðferð:

  1. Blandið saman öllu hráefninu í skál og hrærið. Passið að hræra ekki of mikið svo að deigið verði ekki seigt.
  2. Látið deigið lyfta sér á hlýjum stað í um 15 mín
  3. Hnoðið deigið á borði, rúllið út í lengju og skiptið í ca 6 bita
  4. Mótið brauðin milli handanna og hafið þau jafn þykk
  5. Pikkið brauðin með gaffli og látið þau hefast í ca 10 mín.
  6. Penslið brauðin með kryddolíu og setjið í ofninn
  7. Bakið brauðin við 200 gráður í 8 – 10 mín. eftir þykkt.

 

 

Eplakaka

1 dl sykur
2 dl hveiti
2 dl haframjöl
100 g brætt smjörlíki
100 g suðusúkkulaði (saxað)
4 gul epli
Kanilsykur
 
Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og blástur
  2. Flysjið eplin og skerið í litla bita
  3. Setjið í eldfast mót og setjið saxað súkkulaðið yfir
  4. Hrærið saman þurrefnin og smjörlíkinu og stráið því yfir eplin og súkkulaðið
  5. Stráið að lokum kanilsykri yfir og setjið í ofninn
  6. Bakið í 20 – 30 mín.

 

 

Súkkulaðikaka

4 dl hveiti
2 dl sykur
½ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 ½ msk kakó
2 egg

1 ½ dl mjólk
¾ dl olía eða 100 gr smjörkl
1 tsk vanilludropar
    Súkkulaðibráð:  
1 msk brætt smjörlíki
3 msk kakó
3 dl flórsykur
3 msk heitt vatn
½ tsk vanilludropar
 Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið hann á 180 gráður og blástur
  2. Allt hráefnið sett í skál og hrært saman með handþeytara ( ekki rafmagns )
  3. Setjið deigið í smurt tertuform og bakið í 20 – 25 mín.

     Setjið allt saman í skál og hrærið með handþeytara.Smyrjið á kökuna þegar hún er orðin köld 

 

Spaghetti kjötbollur

Fyrir 4350 g nautahakk
½  dl brauðrasp
¼ stk laukur
1 stk hvítlauksgeiri,saxaður
½ msk þurrkað oreganó
½ msk dijon sinnep
½ tsk þurrkað rósmarín
¼ tsk hvítur pipar
½ tsk salt
2 msk olía ( til steikingar )
½ dl rifinn parmesanostur
½ kúla mozzarellaostur
½ dós spaghettisósa að eigin vali
 
Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður
  2. Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt
  3. Blandið saman í skál hakki, brauðraspi,sinnepi,lauk,hvítlauk og kryddi.
  4. Mótið litlar bollur úr deiginu.
  5. Setjið olíuna á pönnu og brúnið bollurnar.
  6. Raðið bollunum í eldfast mót.
  7. Skerið Mozzarellaostinn í bita og stingið milli bollanna.
  8. Hellið spagettisósu yfir bollurnar.
  9. Stráið rifna parmesanostinum yfir bollurnar.
  10. Setjið í ofninn og bakið í 20 – 30 mínútur eða þar til bollurnar eru steiktar í gegn.

Sjóðið spaghetti á meðan kjötbollurnar eru í ofninum. 

 

Matarbollur

6 dl hveiti
1 ½ dl hveitiklíð
1 msk sykur
½ tsk salt
3 tsk þurrger
3 dl volg mjólk
1 msk olía
Mjólk til penslunar
 
Aðferð:  

  1. Blandið saman þurrefnunum ásamt þurrgeri ( takið frá 1 dl af hveiti til að hnoða upp í deigið á eftir )
  2. Hellið olíu og mjólkinni út í þurrefnin og hrærið með sleif.
  3. Látið deigið hefast á hlýjum stað í 20 mínútur.
  4. Hnoðið afgangshveitinu í deigið og mótið tvær lengjur.Skiptið þeim í jafna bita og mótið bollur. Setjið á plötu.
  5. Látið hefast á hlýjum stað í 10 mín.
  6. Penslið bollurnar með mjólk.

Bakið í miðjum ofni við 200 gráður í 10 – 15 mín.  

 

Bananamúffur með súkkulaði

2 stk bananar
4 dl hveiti
1 tsk lyftirduft
¼ tsk salt
50 g saxað súkkulaði
½ dl olía
1 dl púðursykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
½ dl mjólk
 
Aðferð:  

  1. Hitið ofninn í 200 gráður
  2. Stappið banana og setjið í skál ásamt olíu, púðursykri,eggi,mjólk og vanilludropum. Hrærið vel saman.
  3. Bætið hveitinu, lyftiduftinu,súkkulaðinu og saltinu saman við. Hrærið saman með sleif en passið að hræra ekki of lengi.
  4. Setjið í múffuform.
  5. Bakið í miðjum ofni í um 15 – 20 mín.
  6. Látið kólna á grind.

 

 

Litlar veislupizzur eða ein stór ofnplata

1 ½ dl volgt vatn
2 tsk þurrger
½ tsk salt
1 msk matarolía
1 msk hveitiklíð
3 – 4 dl hveiti
Fylling:
Nokkrar msk pizzusósa
2 dl rifinn ostur
Grænmeti, t.d. tómatar,sveppir,laukur og paprika. Skinka og/eða pepperoni.
 
Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á  blástur og 200 gráður.
  2. Setjið hráefnið í skál og hnoðið deigið, látið lyfta sér á hlýjum stað í 20 mín.
  3. Fletjið deigið út og búið til litlar pizzur með glasi, setjið á plötu.
  4. Setjið pizzasósu og það álegg sem þið viljið og endið á að setja rifinn ost ofan á.
  5. Bakið í ofni í um 12 – 15 mín.

 

 

Kjúklingaréttur m/sólþurrkuðum tómötum

6 kjúklingabringur án skinns
3 msk olía af sólþurrkuðum tómötum
Kryddað með sítrónupipar og smá salti
Kjúklingabringurnar eru steiktar á pönnu í olíunni af sólþurrkuðu tómötunum. Settar í eldfast mót.  
Eftirfarandi er einnig steikt á pönnu í olíunni. 2 saxaðir laukar
12 sneiddir sveppir
4 sneiddar gulrætur
10 sólÞurrkaðir tómatar
3  tsk grænmetis eða kjötkraftur
2 dósir rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
1 peli rjómi
Smá timian, ferskt eða þurrkað
Þetta er látið krauma aðeins og hellt yfir kjúklinginn og sett í ofn í ca 30 mín við 200 gráður. Gott að setja álpappír yfir. Borið fram með grófum hrísgrjónum og góðu brauði.  

 Brauðvafningar

3 dl mjólk 2 dl heitt vatn 6 tsk þurrger 2 msk hunang 4 msk olía 1 dl kíð 1 tsk salt 10 – 12 dl hveiti     Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á blástur og 200 gráður.
  2. Blandið saman í skál heitu vatni og mjólk.
  3. Setjið þurrgerið út í vökvann ásamt hunanginu og látið það leysast upp.
  4. Bætið þurrefnunum út í en munið að setja ekki allt hveitið í einu heldur geyma eitthvað til að hnoða upp í deigið á eftir.
  5. Látið deigið lyfta sér í 20 mín.
  6. Hnoðið deigið og skiptið deiginu í bita sem þið rúllið í ca 20 cm lengjur  og snúið þeim í vafninga.
  7. Látið vafningana lyfta sér á plötu, penslið þá með mjólk eða eggjablöndu og stráið sesamfræjum yfir. ( 15 mín.)
  8. Bakið í miðjum ofni í 12 – 15 mín.

 

 

Skinkurúllur

Skinkusneiðar skornar í tvennt.
Aspas
Rjómaostur
 
Aðferð:

  1. Smyrjið þunnu lagi af rjómaosti á skinkusneiðarnar
  2. Setjið aspas á skinkuna og rúllið upp frá mjórri endanum.
  3. Stingið tannstöngli í rúlluna og raðið á bakka. Kælið

 

 

Beikonrúllur

Beikon
Samlokubrauð
Brauðostur
Epli skorið í litla bita
 
Aðferð:

  1. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og skerið hverja brauðsneið í tvennt.
  2. Leggið beikonsneið á bretti og setjið hálfa brauðsneið ofan á.
  3. Setjið eina ostasneið á brauðið
  4. Setjið tvo eplabita á ostinn og rúllið síðan upp frá mjórri endanum
  5. Stingið tannstöngli í rúlluna og steikið í ofni við blástur og 200 gráður í ca 20 mín.

 

 

Vatnsdeigsbollur

80 g smjörlíki 
2 dl vatn 
100 g hveiti ( 1 ¾  dl ) 
3 egg 
1/8  tsk salt
 
1.Hitið ofninn í 200 gráður. Sjóðið vatn og smjörlíki þar til smjörlíkið er  bráðið.        Bætið hveitinu út í hrærið vel í þar til deigið er laust frá sleif og potti. Stráið salti yfir og kælið í nokkrar mínútur. 2. Þeytið eggin saman og bætið þeim smám saman út í deigið, hrærið vel í á milli með rafmagnþeytara eða í hrærivél. ( Ath. Deigið má ekki vera of lint.) 3. Látið deigið á plötuna með tveimur skeiðum og góðu millibili, um 12 bollur.   4. Bakið deigið í miðjum ofni í 20 – 30 mín. og passið að opna ekki ofninn fyrstu 15 – 20 mín. Prófið eina bollu og gangið úr skugga um að hún sé fullbökuð áður en þið takið hinar út. Einnig er hægt að gera krans úr þessu deigi í staðinn fyrir bollur. Setjið rjóma og sultu á milli eða búðing og stráið flórsykri yfir eða búið til súkkulaðibráð.  

Saltkjöt og baunir

400 g gular baunir
( leggið þær í bleyti yfir nótt )  
2 lítrar vatn  
750 g saltkjöt  
150 g beikon  
1 laukur  
1 rauðlaukur  
400 g gulrætur, rófur, kartöflur.
 
  1. Setjið útvatnaðar baunirnar, saltkjötið,laukana,beikonið og vatnið í pott. Sjóðið í 1  ½ klst.
  2. Skerið grænmetið í bita og bætið út í vatnið og sjóðið með saltkjötinu í 20 – 30 mín.

Einnig má sjóða grænmetið sér og bera fram með .  

Frönsk súkkulaðikaka

Kaka
15o g smjör

150 g súkkulaði ( Cote d´or 56 % )
2 dl sykur
4 eggjarauður
4 eggjahvítur
1 ½ dl hveiti
Krem
200 g Cote d´or súkkulaði 56 %
4 msk smjör
1 msk Grand Marnier ( má sleppa )
1 ½ dl möndluflögur ( má sleppa)
 
Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í 180 gráður
  2. Stífþeytið eggjahvíturnar.
  3. Smyrjið smelluform ( 22 cm ) að innan með smjöri, stráið hveiti yfir það.
  4. Bræðið 15o g af súkkulaði, hrærið saman smjör og sykur þar til það verður létt og ljóst. Blandið eggjarauðunum saman við einni í einu og hrærið vel á milli þeirra.
  5. Blandið bræddu súkkulaðinu og hveiti saman við, blandið síðan eggjahvítunum varlega saman við.
  6. Bakið í 30 mín – 35 mín. Kælið síðan,( Kakan á að vera blaut inní.)
  7. Hitið saman smjör, súkkulaði og Grand Marnier og smyrjið því á kökuna. Fallegt er að skreyta kant kökunnar með heslihnetum.
  8. Berið kökuna fram með þeyttum rjóma.

 

Langbrauð með osti

1 dl mjólk
2 dl heitt vatn
½ dl olía
2 ½ tsk þurrger
2 msk sesamfræ
1 tsk salt
2 tsk hunang
1 tsk ítalskt krydd
2 dl heilhveiti
1 dl hveitiklíð
4 dl hveiti
 
  1. Blandið öllu saman og hnoðið
  2. Skiptið deiginu í tvennt og gerir tvær lengjur
  3. Setjið lengjurnar á plötu og penslið með eggi eða vatni
  4. Setjið rifinn ost ofan á og látið brauðin lyfta sér í 10 – 15 mín.
  5. Bakið brauðin við blástur og 200 gráður í 15 mín.

 

 

Horn

1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
2 ½ tsk þurrger
1 tsk púðursykur
2 msk olía
½ tsk salt
1 dl hveitiklíð
4 ½ dl hveiti
 
  1. setjið vökvann ásamt þurrgeri í skál.
  2. Bætið við olíu,sykri og salti.
  3. Setjið þurrefnin í skálina en munið að geyma 1 dl af hveitinu.
  4. Látið deigið lyfta sér í 15 mín.
  5. Hnoðið deigið þangað til það er laust frá borði og hendi.
  6. Skiptið deiginu í tvo hluta.
  7. Fletjið hvorn hluta í kringlóttar kökur með kökukeflinu og skerið þá í átta hluta.
  8. Setjið ½ tsk skinkumyrju á hvern part og rúllið honum upp frá breiðari endanum og raðið á plötu.
  9. Penslið með vatni eða eggi og látið lyfta sér í 15 mín.
  10. Bakið hornin í miðjum ofni við 225 gráður í ca 10 mín.

 

 

Rúlluterta

2 egg 
1 dl sykur
1 ½ dl hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
2 msk kalt vatn
Sulta, um það bil 1 – ½ dl  
  1. Setjið bökunarpappír á plötu, og takið aðra örk til að velta kökunni á eftir baksturinn.
  2. Þeytið egg og sykur þar til hræran er létt, ljós og þykk. Notið rafmagnsþeytara
  3. Sigtið hveiti og lyftiduft. Hellið vatninu út í og hrærið deigið varlega saman með sleikju.
  4. Hellið deiginu á pappírinn á plötunni og breiðið það með sleikju þannig að það verði ferkantað og nái yfir alla plötuna
  5. Bakið í 225 gráðu heitum ofni í 7 mín.
  6. Stráið sykri á pappírinn sem á að hvolfa kökunni á.
  7. Takið pappírinn af og setjið sultu á kökuna.
  8. Rúllið kökunni upp og geymið hana í pappírnum á meðan hún kólnar.

 

 

Bóndakökur

4 dl hveiti
1 dl haframjöl
½ tsk sódaduft
100 g smjörlíki
1 dl sykur
3 msk sýróp
1 egg
 
  1. Hnoðið öllu saman.
  2. Búið til litlar kúlur og setjið á plötu.
  3. Bakið við 200 gráður í 10 mín.

 

Kleinur

500 gr hveiti
30 gr smjörlíki
150 gr sykur
3 tsk ( kúfaðar ) lyftiduft
¼ tsk matarsódi
2 egg
1 tsk kardimommuduft
2 ½ dl mjólk
 
  Hnoðið deigið í hrærivél. Fletjið út og mótið kleinur. Steikið upp úr Canola olíu.  

 

Grænmetis og grísagleði með pasta

300 g svínastrimlar smátt skornir
½ paprika í strimlum
2 tsk paprikuduft

1 dós niðursoðnir tómatar
5 dl vatn
2 grænmetisteningar
4 msk sæt chilisósa
200 g pastaslaufur
100 g blómkál í bitum

100 g spergilkál í bitum

2 msk olía til að steikja úr  
Til að strá yfir réttinn.
2 msk rifinn parmesanostur
3 msk smátt skorin steinselja
 
 

  1. Þvoið grænmetið og skerið niður.
  2. Steikjið svínastrimlana á pönnu eða í potti
  3. Bætið paprikunni út í og steikið svolitla stund í viðbót.
  4. Setjið chilisósu, tómatana og vatnið út í og blandið vel.
  5. Bætið paprikuduftinu ,kjötkraftinum og pastaslaufunum við og látið suðuna koma upp.
  6. Sjóðið undir loki í um 5 mín.
  7. Takið lokið af og setjið spergilkál og blómkál ofan á réttinn, setjið lokið á aftur og sjóðið í 5 mín eða þar til pastað er soðið.
  8. Stráið parmesan og steinselju yfir.

 Gott er að hafa nýtt brauð með þessum rétti eða brauð ristað í ofni með svolítilli olíu og parmesanosti. 

 

Kryddkaka

125 g mjúkt smjörlíki
2 dl púðursykur
1 egg
3 ½ dl hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 msk kakó
1 ½ dl súrmjólk
( ½ – 1 dl rúsínur ef vill)
 
Aðferð.

  1. Hrærið smjörlíki og sykur saman með rafmagnsþeytara þangað til það er ljóst og létt.
  2. Bætið egginu út í og hrærið vel.
  3. Sigtið þurrefnin út í skálina og bætið súrmjolkinni við.
  4. Hrærið varlega saman með sleif eða sleikju.
  5. Bakið í einu formi við 180 gráður í 45 mín. eða skiptið í tvö minni form, þá styttist bökunartíminn.

 

Indverskur matur  (Þessi kjötréttur er mjög góður, borðaður með þessu meðlæti, hrísgrjónum og 
pappande brauði sem fæst í flestum búðum og er steikt í olíu.)

Kjöt í karrý2 msk olía
3 tsk karrý
2 laukar
3 hvítlauksrif
1 msk engifer
1 tsk caynnepipar

1 kg lambalundir ( má nota aðra bita )
½ líter grænmetissoð
1 dl tómatpúrre
1 msk Garamasala (paste)
1 msk mango chutney
½ tsk salt
2 dl hrein jógúrt

Saxið laukinn og skerið kjötið í litla bita.
Steikið í olíunni. Bætið kryddinu út í ásamt grænmetissoðinu, tómatpúrre og jógúrt.
Sjóðið við vægan hita í 15 mín – 20 mín  
Kela Kheera Kachumber 3 bananar
½ stór gúrka
1 rauður chillipipar smátt saxaður
50 g gróft malaðar hnetur
6 tsk kókosmjöl
3 tsk sítrónusafi
Skerið banana og gúrku í litla bita. Saxið chillipiparinn og blandið síðan öllu saman. Raita sósa 3 dl AB mjólk
½ tsk salt
½ tsk sykur
¼ tsk kúmenduft
¼ tsk kúmenfræ
 
Chilli chutney með kóriander 2 grænir chilli
1 stór tómatur
1 tsk kúmenfræ
2 hvítlauksrif
¼ tsk salt
10 g kórianderlauf
1 mangó eða epli
Öllu blandað vel í blandara  
Naan brauð 4 bollar heilhveiti
½ tsk salt
Vatn
4 msk olía
Blandið saman í stóra skál, setjið vatn þannig að deigið verði frekar þykkt en samt viðráðanlegt. Látið standa í 1 klst.Skiptið í tólf hluta. Fletjið út á stærð við pönnukökur. Bakið á þurri pönnu. Pakkið inn í klút, þar til brauðið er borðað. 

 

Eplakaka með marsipani

Deig:
200 g lint smjör
150 g sykur
3 egg
1 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
120 g hveiti
30 g maizenamjöl
100 g möndlur
Hrærið smjör og sykur saman og bætið síðan eggjunum saman við, einu í senn, og hrærið vel á milli.Hrærið dropunum saman við. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim saman við. Jafnið deiginu í stórt vel smurt eldfast fat.  
Fylling:
200 g marsipan
2 dl rjómi
3 græn epli
3 msk sítrónusafi
50 g möndluflögur
Hrærið marsipanið út með rjómanum í potti á lágum hita þar til það hefur samlagast. Kælið og dreifið marípanblöndunni yfir deigið. Afhýðið eplin og skerið í helminga. Kjarnhreinsið þau og dreypið sítrónusafanum yfir. Leggið eplin á borð með skurðflötinn niður og skerið nokkrar raufir í helmingana. Raðið þeim síðan ofan á kökuna með kúpta hlutann upp. Stráið möndluflögum yfir og bakið í 180 gráðu heitum ofni í um 40 mín. Kælið kökuna og berið fram með vanilluís eða rjóma. 

 

Kanelsnúðar

6 dl hveiti1 egg
2 msk sykur
1 ½ dl volg mjólk1 ½ msk þurrger1 tsk kardimommuduft¼ tsk salt

Hitið ofninn í 200°c. Takið frá 1 dl af hveiti á disk. Serjið allt annað í skál og hrærið saman. Hnoðið á borði

 

Doritos kjúklingur

u.þ.b. 4 kjúklingabringur
1 krukka mexikönsk ostasósa
1 krukka salsa-sósa
ostur eftir smekk
1 poki Doritos snakk
Kjúklingabringurnar skornar í bita, steiktar á pönnu og kryddaðar eftir smekk. Doritos snakk (aðeins mulið) er sett í botn á eldföstu móti. Ostasósan er sett yfir og salsa sósan þar ofan á. Síðan eru steiktu bringurnar settar yfir og rifinn ostur. Bakað í ofni í 15-20 mín. á 200°C. 
Meðlæti: Hrísgrjón, salat og svo er ómissandi að hafa sýrðan rjóma og janvel guacamole.

 

Grænmetissúpa

1 rauðlaukur
1 laukur
¼ af litlum hvítkálshaus
4 gulrætur
½ blaðlaukur
½  rófa

3 kartöflur

1 líter kalt vatn

1 dós niðursoðnir tómatar
2 dósir tómatpúrre
½ líter matreiðslurjómi
200 g rjómaostur

2 msk grænmetiskraftur
 
  Saxið grænmetið niður og steikið í 2 msk af olíu við háan hita. Setjið vatnið út í ásamt öllu öðru og sjóðið við vægan hita í 30 mín. Gott er að bera þessa súpu fram með sýrðum rjóma og muldu doritos. Einnig gott að bera hana fram í brauðskálum sem eru bakaðar í leirblómapottum.  

 

Sparikökur

2 dl hveiti
1 dl sykur
1 dl kornflögur  (muldar)
1 msk kókosmjöl
¼ tsk salt
¼ tsk matarsódi
50 g smjörlíki
50 g saxað súkkulaði

1 egg
 
  1. kveikið á ofninum og stillið á 200 gráður
  2. Saxið súkkulaðið smátt og myljið kornflögurnar
  3. Mælið öll þurrefnin í skál og myljið smjörlíkið saman við.
  4. Hrærið söxuðu súkkulaðinu saman við.
  5. Bætið egginu út í og hnoðið deigið saman.
  6. Mótið kúlur og setjið á plötu.

Bakið í 10 – 12 mín  

 

Lítil fléttubrauð

2 ½ dl volgt vatn
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 tsk sykur
400 – 450 g hveiti
1 egg til penslunar

Birki eða sesamfræ sem skraut
  
  1. Setjið gerið, sykurinn og saltið út í vatnið
  2. Bætið út í hveitinu þar til deigið er viðráðanlegt
  3. Látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín.
  4. Hnoðið deigið og skiptið því í 16 parta
  5. Skiptið hverjum bita í 3 parta og gerið ca 12 cm lengjur
  6. Fléttið saman 3 lengjur
  7. Setjið á plötu, smyrjið með eggi og setjið birki eða sesamfræ ofan á.

Bakið á blæstri og 200°C  í ca 15 mín.  

 

Veislu marengsterta

8 eggjahvítur
400 g sykur
Þeytt vel saman
Setjið á bökunarpappír á tvær plötur sem tvo botna eða tvo hringi með gat í miðjunni.  Bakist við 120°C og blástur í ca 1 klst.  
Á milli botnanna fer.  3 pelar þeyttur rjómi
1 askja jarðaber
1 epli
3 kiwi
6 döðlur
2 bananar
½ appelsína
nokkur blá vínber
1 stk appelsínusúkkulaði. 
Helmingur af rjómanum- svo ávextir og súkkulaði-þá aftur rjómi  Gott að setja smá brætt súkkulaði yfir efri botninn.

 

250 dollara súkkulaðibitakökur (mjög stór uppskrift) 

2 bollar smjör
720 g suðusúkkulaði
4 bollar hveiti
2 bollar púðursykur
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 bollar sykur
540 g saxað Hersey´s Bar súkkulaði
5 bollar haframjöl
4 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk vanilludropar

3 bollar saxaðar hnetur ( má sleppa )
 
Setjið haframjöl í matvinnsluvél og vinnið þar til það er orðið að fínu dufti. Hrærið saman smjör,sykur og púðursykur þar til það er orðið létt. Bætið eggjum og vanilludropum út í.Blandið öllum þurrefnum saman og setjið út í hræruna og blandið saman. Setjið súkkulaðibita, Hersey´s Bar súkkulaðið og hnetur út í.Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu. Bakið í 10 mínútur við 180 gráður.  

 

„Rauða sultan“

3 rauðar paprikur,steinhreinsaðar og stilkurinn tekinn burt
15 rauð dried hot chilli pepper ( fæst þurrkað frá Blue Dragon ), lagt í bleyti í soðið vatn í 15 mín.
Þetta er sett í mixara. 
1 kg sykur
1 ½ bolli borðedik
Þetta er sett  í pott með paprikumaukinu og soðið í 10 mín. 
5 tsk Pektín sultuhleypir er sett í pottinn og soðið í 1 mín. og hrært í á meðan.Sett í krukkur.  

 

Verðlaunapastaréttur

4 kjúklingabringur
100 g pestó
50 g rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
4 sólþurrkaðir tómatar
4 svartar ólífur ( án steina )

Salt og grófmalaður pipar
 
Berið pestóið á bringurnar,báðum megin.
Setjið eina tsk af rjómaosti á miðju hverrar bringu, stingið einni ólífu þar í og setjið einn sólþurrkaðan tómat ofan á. Leggið síðan bringurnar saman yfir fyllinguna og festið samskeytin með tannstöngli. Setjið bringurnar í eldfast mót, kryddið þær lítilsháttar með salti og pipar og bakið þær við 200 gráður í um 35 mín. Ef þið viljið gera sósu með þá bræðið þið saman rjómaost og setjið mjólk eða rjóma út í til að þynna. 
Gott er að bera fram brauð, hrísgrjón eða steiktar kartöflur með kryddjurtum með kjúklingabringunum.

 

Marmarakaka

Þessi uppskrift er í tvö lítil form  150 g smjörlíki
1 ½ dl sykur
2 egg
Þetta er hrært saman
Bætið síðan út í:
5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar

2 dl mjólk
 
Kakódeig Takið 1/3 af hvíta deiginu og bætið út í það
4 tsk kakó
2 tsk sykur
2 msk vatn
Setjið nú helminginn af hvíta deiginu í form, Þá kemur brúna deigið og síðan restin af hvíta deiginu. Bakið í um 40 mín við 200 gráður í miðjum ofni.  

 

Tortellini pastaréttur

8 sneiðar skinka
12 sneiðar pepperoni
1 rauð paprika
1 broccoli haus
1 græn paprika
½ púrrulaukur
Rifinn ostur
1 pk tortellini með osti 
Sósa: 
2 ½ dl rjómi
1 mexicoostur
1 piparostur
  
Aðferð: Sjóðið pastað skv.leiðbeiningum og setjið í eldfast mót. Skerið grænmeti, skinku og pepperoni smátt, steikið á pönnu og setjiið yfir pastað.  Sósa: Bræðið allt saman í potti og hellið yfir pastablönduna. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 30 mín. við 200 gráður. ATH. Það má alveg nota matreiðslurjóma í stað rjóma.  Berið fram með góðu brauði.    

 

Sumarbollur

3 dl volg mjólk
5 tsk þurrger
1 dl olía
1 dl kotasæla
100 g rifinn ostur
2 tsk arómat
1 tsk sellerísalt

Ca 400 g hveiti
  
Blandið öllu saman en passið að setja ekki allt hveitið út í. Þegar þið getið komið við deigið án þess að það festist við hendurnar þá er komið nóg hveiti. Betra er að hafa deigið eins blautt og þið ráðið við. Látið hefast í 30 mín. Búið til bollur og setjið á plötu. Látið hefast aftur í 20 mín. Gott er að strá parmesanosti yfir áður en þær eru bakaðar. Verði ykkur að góðu.    

  

Fjölgreindaleika – vöfflur

2 egg

5 dl. súrmjólk

2 bollar hveiti

1/2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

50 gr. smjörlíki (brætt)

1/2 tsk vanillidropar

 

Eggin og súrmjólkin eru hrærð saman og síðan er hinu bætt út í.

 

 

 

Góður fundur með foreldrum

Miðvikudagskvöldið 3. júní voru foreldrar barna í 5. og 6. bekk boðaðir á fund þar sem þeim var kynnt námsskipulag næsta skólaárs. Mjög góð mæting var á fundinn sem sýnir mikinn áhuga foreldra á skólastarfinu. Skólastjóri greindi frá þeim breytingum sem ætlunin er að gera á skipulagi í 6. og 7. bekk næsta vetur, en þá verður fjórum bekkjum sem nú eru í 5. og 6. bekk steypt saman í 3 aldursblandaða bekki. Í máli hans kom fram að fækkun nemenda í þessum árgöngum hefði orðið til þess að kennarar og skólastjórnendur fóru að velta upp möguleikum á breyttu fyrirkomulagi þar sem saman færi betri nýting fjármuna og mjög gott faglegt starf.

Að lokinni kynningu hans svöruðu skólastjórnendur og kennarar spurningum foreldra. Mjög jákvæður andi var á fundinum og þó vissulega kæmu fram áhyggjuraddir var það mál manna að þessi lausn væri góður kostur í þeirri stöðu sem uppi er.

Á næstu dögum verður raðað í nýju bekkina og munu skólastjórnendur hafa um það víðtækt samstarf við kennara, nemendur og foreldra.

skrimslismall.jpg

Dægradvölin bauð í kaffi

skrimslismall.jpgKrakkarnir í dægradvölinni voru með opið hús í vikunni og buðu skólastjórnendum og kennurum skólans í heimsókn til þess að skoða afrakstur vetrarins. Þar mátti sjá flottar veggmyndir eftir krakkana og furðuveruna Bob sem var búinn til úr hænsnaneti og efnisafgöngum – en krakkarnir kölluðu hana skrímslið. Síðan var boðið upp á kaffi og skúffuköku á eftir. Fleiri myndir.  

Skólaslit Salaskóla

Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 8. júní. Hefst kl. 20:00. Foreldrar koma með á kaffihlaðborðið. 1. – 9. bekkur þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00. Nemendur mæta í sínar stofur. Kennarar kveðja sína nemendur stuttlega og koma svo með þá í sal skólans kl. 14:15, þar sem skólastjóri slítur skólanum.  

Eftir skólaslit kl. 14:40 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni.

Dægradvölin verður opin frá kl. 8:00

Aðalfundur SAMKÓP

 

Samtök foreldrafélaga við grunnskóla Kópavogs

Aðalfundur SAMKÓP verður haldinn fimmtudaginn 4. júní 2009 í Salaskóla og hefst kl. 20:00.  Stefnt er að því að fundur ljúki um kl 21:30


Dagskrá:

  • 1. Fundur settur
  • 2. Skýrsla stjórnar
  • 3. Umræður um skýrslu stjórnar
  • 4. Ársreikningur kynntur og lagður fram til samþykktar
  • 5. Kosningar (aðalmenn, varamenn, skoðunarmenn reikninga og fulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • 6. Önnur mál
  • 7. Fundi slitið

Allir foreldrar grunnskólabarna í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti og geta boðið sig fram til stjórnarkjörs.  Samkóp óskar eftir áhugasömum foreldrum til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu, til þess að styrkja starfið enn frekar!

Fræðslufyrirlestur:  "Hvert stefna menntamál í Kópavogi á komandi árum?"

Að loknum aðalfundi og kaffiveitingum –  kl. 20:30 mun fulltrúi frá skólanefnd Kópavogsbæjar  flytja áhugaverðan fyrirlestur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara þar sem farið verður yfir það hvernig Kópavogsbær sér þróun menntamála á komandi árum, í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna.

 

Fundurinn er opinn ÖLLUM foreldrum grunnskólabarna í Kópavogi.  Mikilvægt er að hvert foreldrafélag við grunnskóla Kópavogs eigi a.m.k. einn fulltrúa á aðalfundinum.

Kópavogur, 28. maí 2009

Stjórn SAMKÓP

Námsskipulag í 6. og 7. bekk skólaárið 2009-2010

Í vetur hefur verið gerð tilraun til að vera með árgangahreinar bekkjardeildir í Salaskóla. Í ljósi reynslu okkar í vetur höfum við í hyggju að breyta svolítið kennsluskipulagi hjá okkur í því skyni að bæta enn frekar námsumhverfið til að nemendur ná góðum árangri í námi.

Breytingarnar ná til elstu bekkjanna, þ.e. frá 6. bekk og upp úr. Á unglingastiginu verða t.d. gerðar breytingar á valgreinum nemenda auk þess sem meira verður kennt í árgangablönduðum námshópum en áður hefur verið gert og þá með það að markmiði að nemendur fái í frekara mæli nám við hæfi en hægt er að gera í árgangabundnum bekkjum. Reynsla okkar af aldursblöndun á miðstigi er góð og í ljósi tilraunar okkar í vetur teljum við að hægt sé að ná betri árangri, bæði námslegum og félagslegum með aldurblönduðum bekkjum á því stigi.

Nemendur sem verða í 6. og 7. bekk næsta vetur eru um 65. Við ætlum að skipta þeim í þrjá námshópa og verða því um 22 nemendur í hverjum þeirra. Hugmyndin er að þróa áfram það kraftmikla og lifandi námssamfélag sem hefur verið á þessu aldursstigi og leggja áfram áherslu á nám við hæfi hvers og eins, metnað, kröfur og góð samskipti og félagatengsl.  

Kennslustofur 6. og 7. bekkja verða á efri hæð í miðhúsi en aðstaðan þar gefur mikla möguleika á fjölbreyttum kennsluháttum.

 

Við óskum eftir góðu samstarfi við foreldra í þessari vinnu okkar. Við erum fús að svara spurningum ykkar varðandi þetta skipulag ef einhverjar eru og biðjum ykkur um að hika ekki við að hafa samband.