Páskabingó þriðjudaginn 23. mars

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn23 mars n.k. Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:15  Bingó fyrir 5-10 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 19:30  Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl.Bingóspjaldið kostar kr 300.-

reading.png

Stóra upplestrarkeppnin

reading.pngHin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn föstudag. Nemendur lásu upp fyrir dómnefnd skólans í salnum okkar og var Margrét Ósk Gunnarsdóttir í Fálkum hlutskörpust að þessu sinni.

Það er því ljóst að Margrét keppir fyrir hönd skólans í Stóru upplerstrarkeppninni sem fram fer í Salnum í Kópavogi þann 17. mars næstkomandi. Varamaður Margrétar verður Eyþór Trausti Jóhannsson í Örnum sem stóð sig líka mjög vel í keppni skólans. Mætum í Salinn og hvetjum Margréti til dáða á miðvikudaginn.  

samkop.jpg

SAMKÓP býður foreldrum á fund

Fimmtudaginn 11. mars  býður SAMKÓP foreldrum barna í Kópavogi upp á fyrirlestur með Eddu Björgvinsdóttur. Fyrirlesturinn ber heitið Húmor og gleði í lífinu- dauðans alvara
  
"Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi. Húmor er heilsubót og með húmor er hægt að auðvelda hvers kyns mannleg samskipti, leysa  hin fjölbreyttustu vandamál og minnka streitu.“ – Edda Björgvinsdóttir.
  
Fyrirlesturinn verður haldinn í Hörðuvallaskóla fimmtudaginn 11.mars kl. 20:00.

samkop.jpg

Innritun í Salaskóla

Innritun í grunnskóla Kópavogs fer fram dagana 8. og 9. mars 2010
Til að innrita barn í Salaskóla er hægt að:
1. hringja í síma 5704600 og innrita barnið
2. skrá barnið með því að opna innritunarblaðið og senda til ritara skólans á asdissig@kopavogur.is
3. koma á skrifstofu skólans með eða án verðandi skólabarns

Skrifstofan er opin frá 8:30 – 15
Um leið og barn er innritað óskar skólinn eftir upplýsingum um hvort þörf sé á gæslu eftir skóla. Útfyllt skráningarblað sendist til ritara skólans asdissig@kopavogur.is

Innritun í framhaldsskóla – kynningarfundur

Miðvikudaginn 3. mars verður kynningarfundur um innritun í framhaldsskóla í vor. Sölvi Sveinsson kemur frá menntamálaráðuneytinu og segir frá breyttum aðferðum og svarar fyrirspurnum. Mikilvægt að foreldrar mæti og kynni sér málið. Fundurinn verður  kl. 20.00 hér í Salaskóla. Á hann eru einnig boðaðir foreldrar úr nágrannaskólunum.

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2010 – 2011

Innritun 6 ára barna (fædd 2004) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. mars. Sjá heimasíður skólanna.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Nemendur í 1. – 10. bekk sem búa í Kórahverfi innritast í Hörðuvallaskóla.

Haustið 2010 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 23. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að skoða heimasíður skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast fræðsluskrifstofu rafrænt á eyðublaði sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Dregur úr einelti í Salaskóla

Í desember var gerð könnun meðal nemenda í 4. – 10. bekk um einelti. Samskonar könnun hefur verið lögð fyrir á hverju hausti undanfarin ár. Niðurstöður könnunarinnar er athyglisverðar. Í fyrsta lagi dregur heldur úr einelti frá því fyrir ári síðan, þ.e. nú segjast 9% nemenda hafa orðið fyrir einelti á móti tæplega 15% í fyrra. Auk þess líður nemendum almennt betur en fram kom í fyrra.

Fleira áhugavert kemur fram. Mikill munur kemur fram í viðhorfum stráka og stelpna til eineltis. Fleiri stelpur eru tilbúnar að leggja aðra í einelti en strákar og einnig eru fleiri stelpur sem segjast hafa lagt aðra í einelti sl. 2-3 mánuði.

Niðurstöðurnar má finna hér á heimasíðunni Niðurstöður Olweusar-könnunar des. 2009 

Vegna veðurs

Skv. veðurspá fer veður á höfuðborgarsvæðinu versnandi þegar líður á daginn og það getur skollið á blindbylur.

Við höfum því slegið skákmóti nemenda í 1. – 4. bekk sem átti að vera í dag á frest og það verður eftir viku.

Dægradvölin er opin en við hvetjum þá foreldra sem það geta að sækja börn sín fyrr í dag.