Innritun í Salaskóla

Innritun í grunnskóla Kópavogs fer fram dagana 8. og 9. mars 2010
Til að innrita barn í Salaskóla er hægt að:
1. hringja í síma 5704600 og innrita barnið
2. skrá barnið með því að opna innritunarblaðið og senda til ritara skólans á asdissig@kopavogur.is
3. koma á skrifstofu skólans með eða án verðandi skólabarns

Skrifstofan er opin frá 8:30 – 15
Um leið og barn er innritað óskar skólinn eftir upplýsingum um hvort þörf sé á gæslu eftir skóla. Útfyllt skráningarblað sendist til ritara skólans asdissig@kopavogur.is

Innritun í framhaldsskóla – kynningarfundur

Miðvikudaginn 3. mars verður kynningarfundur um innritun í framhaldsskóla í vor. Sölvi Sveinsson kemur frá menntamálaráðuneytinu og segir frá breyttum aðferðum og svarar fyrirspurnum. Mikilvægt að foreldrar mæti og kynni sér málið. Fundurinn verður  kl. 20.00 hér í Salaskóla. Á hann eru einnig boðaðir foreldrar úr nágrannaskólunum.

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2010 – 2011

Innritun 6 ára barna (fædd 2004) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. mars. Sjá heimasíður skólanna.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Nemendur í 1. – 10. bekk sem búa í Kórahverfi innritast í Hörðuvallaskóla.

Haustið 2010 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 23. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að skoða heimasíður skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast fræðsluskrifstofu rafrænt á eyðublaði sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Dregur úr einelti í Salaskóla

Í desember var gerð könnun meðal nemenda í 4. – 10. bekk um einelti. Samskonar könnun hefur verið lögð fyrir á hverju hausti undanfarin ár. Niðurstöður könnunarinnar er athyglisverðar. Í fyrsta lagi dregur heldur úr einelti frá því fyrir ári síðan, þ.e. nú segjast 9% nemenda hafa orðið fyrir einelti á móti tæplega 15% í fyrra. Auk þess líður nemendum almennt betur en fram kom í fyrra.

Fleira áhugavert kemur fram. Mikill munur kemur fram í viðhorfum stráka og stelpna til eineltis. Fleiri stelpur eru tilbúnar að leggja aðra í einelti en strákar og einnig eru fleiri stelpur sem segjast hafa lagt aðra í einelti sl. 2-3 mánuði.

Niðurstöðurnar má finna hér á heimasíðunni Niðurstöður Olweusar-könnunar des. 2009 

Vegna veðurs

Skv. veðurspá fer veður á höfuðborgarsvæðinu versnandi þegar líður á daginn og það getur skollið á blindbylur.

Við höfum því slegið skákmóti nemenda í 1. – 4. bekk sem átti að vera í dag á frest og það verður eftir viku.

Dægradvölin er opin en við hvetjum þá foreldra sem það geta að sækja börn sín fyrr í dag.

vidhorfskonnun.jpg

Viðhorfakönnun foreldra

Vorið 2009 var gerð könnun meðal foreldra um viðhorf þeirra til skólans og skólastarfsins. Könnunin er liður í sjálfsmati skólans og eru niðurstöður úr henni nú aðgengilegar á vefsíðu skólans. Smellið hér eða farið inn á hnappinn SKÓLINN og veljið Mat á skólastarfi. 

vidhorfskonnun.jpg

100dagar.jpg

Hundraðdagahátíðin

100dagar.jpgMánudaginn 8. febrúar síðastliðinn var hundraðasti skóladagurinn hjá fyrsta bekk og var haldin hátíð í tilefni þess. Bekkjunum  var öllum  blandað saman og fóru þau á stöðvar og unnu ýmis verkefni tengd tugum og hundraði. Þau bjuggu meðal annars til 100 daga kórónu, heftuðu saman 10 hlekki og tíndu 10 mismunandi góðgæti í poka þar sem 10 var af hverri sort. Að stöðvavinnunni lokinni var svo horft á mynd og nammið borðar. Dagurinn gekk mjög vel og voru krakkarnir stillt og góð.

oskudagursmall.jpg

Öskudagsgleðin tókst vel – MYNDIR

oskudagursmall.jpgMYNDIRNAR segja sína sögu. Prúðbúnar verur, sumar býsna skuggalegar, aðrar afar hátíðlegar sáust á göngum Salaskóla í morgun. Stóru krakkarnir aðstoðuðu þau yngri við andlitsmálningu og allir höfðu nóg fyrir stafni. Búnar voru til grímur og hattar, farið í leiki, málað, kókoskúlur framleiddar í stórum stíl svo eitthvað sé nefnt. 

Sum þau eldri brugðu sér í íþróttahúsið og áttu góða stund þar við íþróttaiðkun. Allir dönsuðu, sungu og virtust skemmta sér hið besta. Pylsurnar runnu síðan ljúflega niður í hádeginu eftir lífleg morgunverk. 

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi verður í Salaskóla dagana 18. – 19. febrúar eins og fram kemur á skóladagatali. Einnig er frí hjá nemendum mánudaginn 22. febrúar á skipulagsdegi kennara. Nemendur mæta í skólann aftur þriðjudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá.

trudur2.jpg

Fjör á öskudag

trudur2.jpgÁ morgun, öskudag, verður mikið fjör hér í skólanum. Þá verður skólastarf brotið upp með ýmsum uppákomum. Nemendur mæta um kl. 9 en geta komið fyrr ef foreldrar óska þess. Það má koma í grímubúningum og boðið er upp á andlitsmálun í skólanum. Skemmtun verður á sal fyrir alla aldurshópa þar sem verður mikið glens og gaman en auk þess verður stöðvavinna og ýmislegt fleira í boði fyrir krakkana. Endað verður á pylsuveislu um klukkan 12. Hlökkum til að sjá ykkur, krakkar.