Salaskóli varð í þriðja sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór 21. mars síðastliðinn í Vetrargarðinum í Smáralind. Það var d-sveit skólans sem varð efst d-sveita. Það var Skákakademía Reykjavíkur sem stóð fyrir mótinu. Við óskum skáksnillingunum til hamingju með frábæran árangur. Nánar um mótið hér.
Category Archives: Fréttir
Vel mætt á páskabingó
Páskabingó foreldrafélagsins tókst vel og var góð mæting bæði nemenda og foreldra. Bingóvinningar voru ekki af verri endanum. Stemninguna sem var á bingóinu má skoða nánar á þessum myndum.
Krúsilíus
Næstkomandi miðvikudag 24. mars er foreldrum boðið á tónleika. Þar munu börnin í 1. – 4. bekk syngja valin lög af plötunum Krúsilíus og Berrössuð á tánum. Lög og textar eru öll eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Tónleikar þessir eru afrakstur af samstarfi bekkjarkennara sem kenndu textana,Heiðu sem stjórnar samsöng og Ragnheiðar kórstjóra. Okkur fannst spennandi að taka þessi lög fyrir, því bæði eru þau fjörug og hugmyndarík auk þess sem textarnir eru bráðsnjallir. Tónleikar 3.- 4. bekkjar og yngri kórsins eru kl. 8:30 í sal skólans. Tónleikar 1.-2. bekkjar og yngri kórssins eru kl. 10:00 í sal skólans. Kær kveðja, kennarar
Síðasta morgunkaffið í morgun!
Í morgun mættu foreldrar 10. bekkinga í morgunkaffi með skólastjórnendum. Þetta var 19. morgunkaffið frá frá því í janúar. Alls mættu 397 foreldrar, 163 pabbar og 234 mömmur, foreldrar 296 barna. Eins og í fyrra var 100% mæting í lóum einum bekkja, en nokkrir aðrir komu fast á hæla þeirra.
Margt var spjallað. Eineltismál bar á góma sem og skólastarfið almennt. Hvert kaffiboð endaði á heimsókn í bekkinn.
Foreldrar fylltu út matsblöð og skrifuðu eitthvað tvennt sem vel er gert og eitthvað sem betur má fara í skólanum. Við erum nú að finna úr þeim blöðum og látum vita þegar skýrsla liggur fyrir.
Við þökkum foreldrum fyrir góða þátttöku og mikinn áhuga á skólastarfinu.
Stóra upplestrarkeppnin
Hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn föstudag. Nemendur lásu upp fyrir dómnefnd skólans í salnum okkar og var Margrét Ósk Gunnarsdóttir í Fálkum hlutskörpust að þessu sinni.
Það er því ljóst að Margrét keppir fyrir hönd skólans í Stóru upplerstrarkeppninni sem fram fer í Salnum í Kópavogi þann 17. mars næstkomandi. Varamaður Margrétar verður Eyþór Trausti Jóhannsson í Örnum sem stóð sig líka mjög vel í keppni skólans. Mætum í Salinn og hvetjum Margréti til dáða á miðvikudaginn.
Val í unglingadeiild – tímabil 5
Nú er komið að 5. valtímabili. Smellið á tengilinn hér að neðan og veljið. Þarf að gerast í síðasta lagi 11. mars.
SAMKÓP býður foreldrum á fund
Fimmtudaginn 11. mars býður SAMKÓP foreldrum barna í Kópavogi upp á fyrirlestur með Eddu Björgvinsdóttur. Fyrirlesturinn ber heitið Húmor og gleði í lífinu- dauðans alvara.
"Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi. Húmor er heilsubót og með húmor er hægt að auðvelda hvers kyns mannleg samskipti, leysa hin fjölbreyttustu vandamál og minnka streitu.“ – Edda Björgvinsdóttir.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Hörðuvallaskóla fimmtudaginn 11.mars kl. 20:00.
Stærðfræði í 5. bekk
Spreyttu þig nú!
1. |
Veldu að minnsta kosti tvö af eftirfarandi viðfangsefnum: |
2. |
Bitesize – stærðfræðin |
3. |
Innritun í Salaskóla
Innritun í grunnskóla Kópavogs fer fram dagana 8. og 9. mars 2010
Til að innrita barn í Salaskóla er hægt að:
1. hringja í síma 5704600 og innrita barnið
2. skrá barnið með því að opna innritunarblaðið og senda til ritara skólans á asdissig@kopavogur.is
3. koma á skrifstofu skólans með eða án verðandi skólabarns
Skrifstofan er opin frá 8:30 – 15
Um leið og barn er innritað óskar skólinn eftir upplýsingum um hvort þörf sé á gæslu eftir skóla. Útfyllt skráningarblað sendist til ritara skólans asdissig@kopavogur.is