islandsmeistarar.jpg

Salaskóli varð Íslandsmeistari grunnskólasveita

islandsmeistarar.jpg Við samgleðjumst frábærum árangri sem skáksveit Salaskóla náði þegar hún varð Íslandsmeistari grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöllinni Faxafeni 12, um helgina.  Salaskóli hafði nokkra yfirburði og fékk sveitin 33 vinninga af 36 mögulegum. Sjá nánar um mótið hér
Myndir frá Íslandsmeistaramóti grunnskólasveita.
Myndir frá Kjördæmamóti Reykjaness.

Einn meðlimur skákksveitarinnar varð síðan kjördæmameistari Reykjaness í eldri flokki í gær en það var Páll Andrason í 10. bekk. Hann tryggði sér sæti á Landsmóti sem fram fer 6.-9. maí næstkomandi í Reykjavík. Birkir Karl í 8. bekk varð í 3. sæti og Baldur Búi  í 7. bekk í 4. sæti í yngri flokki. Einstaklega glæsilegur árangur hjá þeim Páli, Birki Karli og Baldri Búa.  

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .