Páll Andrason og Eyþór Trausti Kópavogsmeistarar í skólaskák

Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið í Hjallaskóla þann 13 april 2010, og mættu alls 56 keppendur til leiks. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 1.-7. bekk og 8.-10. Tefldar voru átta umferðir með 12 mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu úr hvorum flokki komast svo áfram á Kjördæmismót Reykjaness. Salaskóli hafði mikla yfirburði í báðum flokkum og tók öll fjögur sætin sem komast áfram. Í eldri flokki var það hinn geðþekki Páll Andrason sem bar sigur úr býtum, Birkir Karl Sigurðsson varð annar og Guðmundur Kristinn Lee þriðji, allir úr Salaskóla. Í yngri flokki sigraði hinn efnilegi Eyþór Trausti Jóhannsson eftir spennandi keppni við félaga sinn Baldur Búa Heimisson, en Róbert Leó Jónsson, Hjallaskóla, varð þriðji. Skákstjórar voru Smári Rafn Teitsson og Tómas Rasmus.

Lokastaðan í yngri flokki efstu 10:

Sæti|Nafn                               
1|Eyþór Trausti Jóhannsson Salaskóla  7,0
2|Baldur Búi Heimisson Salaskóla       6,5
3|Róbert Leó Jónsson Hjallaskóla           6,5
4|Kristófer Orri Guðmundsson  Vatnsendaskóla   6,0
5|Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla        6,0
6|Ásta Sonja Ólafsdóttir   Hjallaskóla       5,5
7|Hildur Berglind Jóhannsdóttir  Salaskóla 5,0
8|Atli Snær Andrésson      5,0
9|Elías Lúðvíksson      5,0
10|Arnar Steinn Helgason  Salaskóla  5,0

Eldri flokkur efstu 10 :

Sæti|Nafn                                |
1|Páll Andrason   Salaskóla      7,0
2|Birkir Karl Sigurðsson Salaskóla  6,5
3|Guðmundur Kristinn Lee  Salaskóla    6,0
4|Omar Yamak  Salaskóla        5,0
5|Tam Van Lé  Hjallaskóla 5,0
6|Ingó   Smáraskóla 5,0
7|Eiríkur Örn Brynjarsson Salaskóla 4,5
8|Arnþór Egill Hlynsson Salaskóla 4,5
9|Natthakan Khandong  Hjallaskóla        4,0
10|Óttar Atli Ottósson  Vatnsendaaskóla 4,0

Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjaneskjördæmis  2010 verða því allir úr Salaskóla.

Eða Páll Andrason, Birkir Karl, Eyþór Trausti og Baldur Búi.

Kjördæmismótið verður mánudaginn 1904.2010  og hefst  kl 18.00

Birt í flokknum Fréttir og merkt .