Í vikunni mynduðu allir nemendur Salaskóla kór í lagi með Fjallabræðrum sem er væntanlegt. Fjalalbræður hafa það að markmiði að í viðlagi sé stærsti kór á Íslandi en auk Salaskólanemenda eru fjölmargir aðrir sem koma að söngnum. Upptakan fór fram í íþróttahúsinu í vikunni og hægt er að hlusta á upptökuna hér.
Category Archives: Fréttir
Við fengum grænfánann í dag
Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við en í þeirri nefnd eru 16 nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt fyrir hvað myndirnar á fánanum stæðu. Lagið var tekið, Salaskólasöngurinn hljómaði vel og nokkur velvalin vorlög voru sungin. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla. Myndir.
Góð stemning á opnum degi 11. maí
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin sem unglingadeildin hyggst styrkja sérstaklega. Í fjáröflunarskyni fyrir hjálparstarfið seldu nemendur í unglingadeild kaffi og bakkelsi og einnig voru til sölu svokalllaðar trönur sem eru brotnir fuglar úr pappír. Gestir kvöddu með bros á vör eftir velheppnaðan morgun og við erum ákaflega stolt af öllum nemendunum okkar í Salaskóla. Myndir.
Vinabekkir poppa
Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og Súlur, 7. bekkur, fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag. Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir. Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa. En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað. Allir voru glaðir og ánægðir og sumir fóru í góða göngu efst upp í hæðina í lokin.
Skólinn býður í heimsókn 11. maí
Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum. Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.
Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.
1. bekkur
Samsöngur 8:20-8:45.
Heimsókn í bekkjarstofur og dýraþema skoðað.
Síðan mega nemendur labba með mömmu og pabba, að skoða hjá systkinum sínum.
2. bekkur
8:50 samsöngur í Klettagjá.
Foreldrar geta fyrir og eftir samsöngin skoðað verkefni í heimastofum.
3. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
4. bekkur
Sýning á vinnu vetrarins í heimstofu. Hver og einn nemandi er með sitt
sýningarborð.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
5. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
6. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
7. og 8. bekkur
Opnar stofur á rauða gangi og unglingagangi þar sem aðallega verður í boði að spila við nemendur. Spilin hafa nemendur búið til sjálfir í þema. Einnig verða þemaverkefni á veggjum og mynda- og myndbandasýningar á skjá
9. og 10. bekkur
Verða með kaffihús , tónlist, myndasýningu og sölubása í Klettagjá .
Ágóðinn af sölu dagsins rennur í barnaþorp SOS.
Áhugasamir fjórðubekkingar
Notalegur vinnukliður barst úr tölvuveri skólans í rauða húsinu á dögunum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að nemendur í fjórða bekk voru að vinna í fuglaverkefninu sínu. Vinnugleði og áhugi skein út úr hverju andliti og greinilegt að viðfangefnið skipti alla nemendur mjög miklu máli. Krakkarnir sögðust vera að vinna í tveggja eða þriggja manna hópum og höfðu fengið einn fugl til þess að fjalla um. Þau sóttu sér upplýsingar bæði úr bókum af bókasafni og af neti til þess að fræðast um efnið og söfnuðu einnig fuglamyndum, myndbandsbrotum (youtube) og fuglahljóðum. Afraksturinn var síðan settur í glærusýningu (Power Point) þar sem útlit og framsetning skiptir miklu máli og greinilegt var að margir höfðu gott auga fyrir grafískri hönnun. Þarna voru báðir bekkirnir samankomnir, maríuerlur og steindeplar, og unnið var í hópum sem eru samsettir af nemendum úr báðum bekkjum. Þegar allt er tilbúið verður foreldrum boðið á stórglæsilegar kynningar á fuglum.
Helstu niðurstöður úr viðhorfakönnun 2011
Salaskóli kannar á hverju vori viðhorf foreldra til starfsins í skólanum. Þessi könnun er mikilvægur liður í að bæta skólastarfið en auk hennar fáum við mikilvægar upplýsingar á morgufundum með foreldrum, könnunum skólapúlsins en þar tjá nemendur viðhorf sín, eineltiskönnunum o.s.frv.
Skýrsla um helstu niðurstöður vorkönnunar vorið 2011 er að finna hér. Ný vorkönnun verður lögð fyrir foreldra í dag. Við erum byrjuð að vinna heildarskýrslu um mat á skólastarfinu sl. þrjú ár. Ef vel gengur verður hún birt hér í júní.
Vorskóli 3. og 4. maí
Salaskóli býður væntanlegum 1. bekkingum í vorskóla fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí frá kl. 14:00 – 15:30. Krakkarnir vinna ýmis verkefni þessa tvo daga og kynnast væntanlegum bekkjarfélögum.
Foreldrar fá kynningu á skólastarfinu fyrri daginn á meðan krakkarnir eru hjá kennurunum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla
Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla
Leiðbeiningar fyrir foreldra
Hvenær á að nota tölvupóst?
- Tilkynna veikindi – ef skólinn tekur við tilkynningum í tölvupósti
- Leita upplýsinga
- Hrósa kennara/skóla fyrir það sem vel er gert
- Gera athugasemdir um það sem þér finnst miður fara
Hvenær á ekki að nota tölvupóst?
- Ekki ræða viðkvæm, persónuleg mál í tölvupósti – hringja og panta viðtal
- Þegar maður er reiður og illa upp lagður
Tölvupóstur er ekki öruggur
- Aðrir geta lesið póstinn
- Pósturinn getur “óvart” farið á annað/önnur netföng
- Ekki er hægt að eyða bréfi sem hefur verið sent eða breyta því á nokkurn hátt
- Þegar bréf hefur verið sent er það til, óvíst er að viðtakandi eyði því, heldur geymi það í tölvunni – jafnvel sendi það áfram til fleiri aðila eða prenti það út og sýni fleirum
- Ekki er 100% öruggt að tölvupósturinn skili sér, frekar en sniglapóstur
- Bréfi send í tölvupósti hafa verið gögn í dómsmáli hér á landi
Skýr, hnitmiðuð skilaboð
- Ekki senda löng skeyti. Hafðu textann hnitmiðaðan og skýran, þannig að skilaboðin komist klárlega til skila. Fáir gefa sér tíma til að lesa langan texta í tölvunni. Skeytin eiga að vera svo stutt að ekki þurfi að prenta þau út.
- Viðtakandi getur “lesið á milli línanna” og túlkað sjálfur og fengið þannig önnur skilaboð en sendandi hafði ætlast til. Þess vegna þarf textinn að vera skýr og augljós. Varist hálfkveðnar vísur.
Trúnaðarmál á ekki að ræða í tölvupósti
- Tölvupóst á ekki að nota til að ræða viðkvæm mál
- Aldrei senda trúnaðarmál í tölvupósti – þá er betra að hringja eða hittast augliti til auglitis
Viðhengi og auglýsingar
- Tölvupóstur er einfalt, þægilegt og fljótlegt samskiptaform
- Tölvupóstur er ákjósanlegur í almennum samskiptum við einstaka kennara eða skólann
- Tölvupóstur er fínn til að koma skilaboðum til skólans
- Sendið ekki auglýsingapóst eða ruslpóst á kennara
- Notið viðhengi í miklu hófi. Viðhengi eru stór skjöl sem taka langan tíma í að hlaðast inn í tölvu viðtakanda. Slíkt pirrar fólk. Ekki á að senda viðhengi á einstaka kennara nema þeir vita af því áður.
Sýnið alltaf kurteisi
- Aldrei skrifa bréf í reiði, bíða þar til hún rennur
- Ef þú ert í vafa um hvort þú eigir að senda bréfið, ekki senda það. Láttu einhvern eða einhverja lesa það yfir
- Aldrei láta hanka þig á ókurteisi, dónaskap eða ruddaskap
- Það sem þú lætur fara frá þér í tölvupósti lýtur sömu lögum og annað ritað mál. Varastu því að láta frá þér fara óhróður um fólk og stofnanir, jafnvel þó þér finnist einhver eiga það skilið!