10._bekkur_tskrift

Skólanum slitið

10._bekkur_tskrift

Salaskóla var slitið í dag hjá 1. – 9. bekk en þá komu nemendur til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng lög og allir tóku undir skólasönginn „Í Salahverfið mætum við sérhvern skóladag…“ áður en umsjónarkennarar gengu til stofu með bekkinn sinn til að afhenda einkunnirnar. Margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir hlupu svo út í sumarið á eftir, léttir í lund, tilbúnir að takast á við ævintýrin sem bíða handan við hornið í sumarfríinu. 

Í  gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga fluttu tónlistaratriði og fulltrúar nemenda auk umsjónarkennara í 10. bekk fluttu ávörp. Hver nemandi var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur.

utskrift10._bekkur_6.6

Birt í flokknum Fréttir og merkt .