Í gær komu væntanlegir fyrstubekkingar Salaskóla í heimsókn í skólann til að taka þátt í vorskólanum. Þeir voru hressir og kátir og voru flestir alveg til í að kveðja mömmu og pabba á meðan þeir prófuðu að setjast aðeins á skólabekk. Tekið var til við hin ýmsu verkefni í skólastofunum, litað, teiknað, hlustað á sögu og prófað að borða nesti. Allir fóru glaðir heim eftir skemmtilega heimsókn og hlökkum við til að sjá þau aftur í dag sem er seinni dagur vorskólans. Þá verður einnig fundurmeð foreldrum á meðan nemendur eru að ljúka við vorskólann.
Category Archives: Fréttir
Nám til framtíðar
Í menntastefnu nýrrar aðalnámskrá eru sex grunnþættir sem varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Árið 2011-2013 var gefin út nú aðalnámskrá fyrir grunnskóla sem tekur mið af þessum grunnþáttum og eiga þeir að vera sýnilegir í öllu skólastarfi í framtíðinni.
Hægt er að kynna sér meira um grunnþættina hér eða á samsvarandi tengli hér til hliðar á síðunni.
Íslandsmót barnaskólasveit í skák 2013
Þetta mót var haldið dagana 13. og 14. apríl. Salaskóli sendi 6 lið a, b, c, d, e og f lið. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 og umfjöllun á skak.is slóðin: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1293322/
Salaskóli var besta f-liðið skipað krökkum úr 2. og 3. bekk. Í því liði voru: Logi Traustason 2. b. Hrossagaukum , Samúel Týr Sigþórsson 2. b. Lóum, Kjartan Pétur Víglundsson 3. b. Vepjum, Stefán Orri Guðmundsson 2. b. Hrossagaukum
Salaskóli var besta e-liðið skipað krökkum úr 3. bekk sem voru Anton Fannar Kjartansson 3. b. Tjöldum, Hlynur Smári Magnússon 3. b. Vepjum, Gísli Gottskálk Þórðarson 3. b. Tjöldum, Arnór Elí Stefánsson 3. b. Tildrum
Salaskóli var besta d-liðið skipað krökkum úr 4. til 6. bekk. Liðið skiðuðu Andri Már Tómasson 6. b. Mávum, Jóhannes Þór Árnason 5. b. Svölum, Ívar Andri Hannesson 4. b. Jaðrakönum, Elín Edda Jóhannsdóttir 4. b. Spóum, Selma Guðmundsdóttir 4. b. Spóum
Salaskóli var besta c liðið skipað krökkum úr 4. bekk sem voru Egill Úlfarsson 4. b. Jaðrakönum, Kári Vilberg Atlason 3. b. Tildrum, Jón Þór Jóhannsson 4. b. Spóum , Sindri Snær Kristófersson 4. b. Jaðrakönum og Axel Óli Sigurjónsson 4. b. Spóum. C- lið okkar vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu, voru í toppbaráttunni allan tímann og gjörsigruðu m.a. b-lið Rimaskóla og fjöldamörg a-lið ýmissa skóla. C liðið okkar varð í 5 sæti yfir heildina. Sjá nánar um úrslit á slóðinni. http://chess-results.com/tnr98007.aspx?lan=1 Sjá fleiri myndir frá mótinu.
Niðurstöður foreldrakönnunar kynntar
Miðvikudaginn 10. apríl verður fundur fyrir foreldra nemenda í Salaskóla þar sem greint verður frá niðurstöðum kannana á viðhorfum foreldra og nemenda til skólans. Skólapúlsinn kannar viðhorf allra nemenda í 6. – 10. bekk á hverju ári og nú í mars kannaði hann viðhorf foreldra til skólans. Niðurstöður voru að berast og verður farið yfir þær á fundinum. Fundurinn hefst kl. 1730 og stendur til kl. 1830. Mikilvægt að allir mæti.
Þemavika
Skoðið myndir frá frábærri vinnu nemenda í þemaviku Salaskóla 18. – 22. mars sem ber yfirskriftina BÓKMENNTIR, ÞJÓÐSÖGUR og ÆVINTÝRI.
Foreldrum er boðið að koma í hádeginu á föstudaginn til að skoða afrakstur þemavikunnar.
Nýjar myndir koma inn á myndasafnið á hverjum degi.
Smellið á myndina úr Gosa-hópnum til að skoða myndasafnið.
Páskabingó foreldrafélagsins 19. mars
Páskabingó foreldrafélagsins verður haldið þriðjudaginn 19. mars. Bingóið verður með hefðbundnu sniði, yngri hópur (1. – 5. bekkur) verður með sitt bingó frá 17.00 – 19.00 og eldri hópurinn frá 20.00 – 22.00.
Spjaldið kostar 500 krónur og MUNA að taka með reiðufé, engin posi á staðnum. Fjöldi vinninga, meðal annars frá Arionbanka, Reyni Bakara, Lemon, Skautahöllinni, Íslandsbanka, Latabæ, Senu, Skemmtigarðinum, LaserTag, Sporthúsinu, Borgarleikhúsið, Stöð2, Skjá-1, Ölgerðinni, Beco og fullt fullt fleira. Auðvitað fá allir vinningshafar líka páskaegg. Við viljum samt endilega hvetja ykkur foreldra til að hjálpa til við að fjölga vinningum 🙂 Þess má geta að 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum og rennur ágóðinn í ferðasjóð þeirra. Einnig minnum við á Facebooksíðu foreldrafélagsins, núna eru yfir 200 manns þar inni, slóðin er: http://www.facebook.com/groups/255515734571459/
Með kveðju
Stjórnin.
Skíðaferðir á fimmtudag og föstudag
Fimmtudaginn 14. mars er skíðaferð fyrir 8. – 10. bekk og föstudaginn 15. mars er skíða- og útivistadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað klukkan 9:00, það verður skíðað til klukkan 14:40 og lagt af stað heim klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða. Það er líka hægt að fara í stuttar gönguferðir eða bara leika sér í snjónum. Við ætlumst til að allir komi með.
Skólinn sér um nesti í hádeginu en krakkarnir þurfa að koma með annað nesti sjálf. Lyftukortin kosta 600 krónur, leiga á skíðum og bretti er 2000 krónur. Umsjónarkennarar taka við peningunum og ganga frá greiðslum í Bláfjöllum.
Skólinn sér um rútukostnað og úrvals skíðakennslu.
Allir verða að koma vel klæddir því það getur orðið kalt til fjalla þennan dag.
Comeniusar-gestir í heimsókn
Þessa vikuna höfum við haft góða gesti í heimsókn frá Englandi, Þýskalandi, Spaní og Kýpur. Þetta eru 10 kennarar sem eru þátttakendur í Comeníusar-verkefni sem Salaskóli er einnig hluti af og heitir Europe- Ready, Steady, Go! Verkefnið hófst í haust og stendur yfir í tvö ár á miðstigi. Nemendur tóku vel á móti gestunum, sýndu þeim skólann og hvað þeir væru að gera í náminu. Kennarar á miðstigi funduðu ásamt erlendu gestunum um stöðu verkefnisins og framgang á næstu vikum. Það er alltaf gaman að fá gesti sérstaklega þegar nemendur eru til mikils sóma og sýna sínar bestu hliðar.
Meistaramót Salaskóla
Meistaramót Salaskóla fór fram föstudaginn 1. mars og þangað mættu skáksnillingar á öllum aldri til þess að tefla. Skemmst er frá því að segja að meistari meistaranna í SALASKÓLA 2012- 2013 er Eyþór Trausti Jóhannsson í himbrimum sem var hæstur að stigum með 8 stig eftir allar sínar viðureignir. Ef horft er á aldsursstigin urðu úrslit eftirfarandi:
1. – 4. bekkur – yngsta stig
1. Axel Óli Sigurjónsson 4. b. spóum (6 v.)
2. Egill Úlfarsson 4. b. jaðrökunum (6 v.)
3. Daníel Snær Eyþórsson 4. b. spóum (6 v.)
5. – 7. bekkur – miðstig
1. Jón Otti Sigurjónsson 7. b. teistum (7,5 v.)
2. Jason Andri Gíslason 6. b. kríum (7,5 v.)
3. Aron Ingi Woodward 6. b. kríum (7 v.)
8. – 10. bekkur – unglingastig
1. Eyþór Trausti Jóhannsson 10. b. himbrimum (8 v.)
2. Baldur Búi Heimisson 10. b. himbrimum (7,5 v.)
3. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 8. b. kjóum (7 v.)