radlagdurskammtur

Göngum og lesum

radlagdurskammtur
Við hér í Salaskóla ætlum að taka þátt í átakinu Göngum í skólann 2013 og hvetjum alla, bæði nemendur og starfsfólk, til að vera með og byrja átakið okkar með því að ganga eða hjóla í skólann á næstkomandi mánudag, 9. september. Meðfylgjandi er góð ráð um daglega hreyfingu sem getur verið fróðlegt að kíkja aðeins á.  Smellið á myndina til að stækka.

Á mánudaginn ætlum við líka að halda upp á Dag læsis sem er 8. september. Þá verður bryddað upp á ýmsu á aldursstigunum í þágu lesturs og læsis. Sem dæmi má nefna að nemendur á miðstigi eru í óða önn að undirbúa þátttöku sína í lestrarkeppninni Lesum meira.  Í þeirri keppni taka þátt margir grunnskólar í Kópavogi þar sem aðalmarkmiðið er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og að áhugi á bókalestri eflist. Ákveðnar bækur eru „í pottinum“ og nú er um að gera fyrir bekkina að fara að undirbúa sig með því að allir nemendur lesi eins mikið og þeir komast yfir. Hljóðbækur eru gjarnan notaðar í þessu átaki.
readgongum-foreldri   

Birt í flokknum Fréttir og merkt .