skolinnbyrjar

Skólinn settur

skolinnbyrjar
Í dag, 21. ágúst, var Salaskóli settur í 13 sinn en þá mættu nemendur í andyri skólans og voru skipaðir í bekki af skólastjórnendum. Síðan fóru þeir með umsjónarkennara sínum í kennslustofu bekkjarins þar sem afhent var stundaskrá og spjallað saman. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum til skóla í dag. Það er alltaf eftirvænting hjá krökkunum að byrja aftur, gaman að hitta félagana og setja dagana í fastar skorður. Flestir eru broshýrir, jafnvel sposkir á svipinn en aðrir hljóðir og pínulítið feimnir sem er afar eðlilegt við þessar aðstæður. Í Salaskóla eru um 520 nemendur núna og hafa þeir aldrei verið fleiri, af þeim sökum er búið að setja niður tvær lausar skólastofur á skólalóðinni sem hafa fengið heitin Fjallasalur og Skógarsalur. Við, starfsfólkið í Salaskóla, hlökkum til starfsins í vetur. Skóli hefst samkvæmt sundaskrá á morgun, föstudag, hjá öllum nema 1. bekkingum sem verða boðaðir sérstaklega. Myndir frá skólasetningu.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .