forsida

Hvaða dagur er eiginlega í dag?

forsidaMiðvikudagurinn 2. október rann upp, mildur en dálítið blautur. Krakkar og kennarar Salaskóla drifu sig á fætur og fóru að búa sig í skólann. En það var eitthvað öðruvísi við þennan dag en aðra daga. Krakkarnir voru að vísu mættir á réttum tíma með bros á vör og mjög eðlilegir á að líta. En það leit ekki út fyrir að einhverjir kennarar væru í skólanum. Hvað varð um kennara Salaskóla? Mættu þeir aldrei í skólann?  Það var enginn þeirra sjáanlegur en þess í stað fylltist kennarastofan kl. 8 af afar sérkennilegu fólki (jafnvel ófrýnilegu) og inn á milli voru alls kyns dýr. Óó…. þetta leit ekki vel út. Hvernig átti t.d. tígri að kenna íþróttir, Mexíkani íslensku og belja stærðfræði. Hver vill t.d. láta vampýru kenna sér náttúrufræði? Nei, nei… hvað er að sjá! Þarna situr pandabjörn þar sem ritarinn er vanur að sitja og kjaftar í símann.  Er allt að fara úr böndunum í skólanum? Hvar eru eiginlega Hafsteinn og Hrefna? Við hjá salaskoli.is munum flytja ykkur fréttir af þessu skrítna ástandi um leið og eitthvað fer að skýrast. Ljósmyndari er á staðnum og mun sýna fleiri myndir af þessu ófremdarástandi innan tíðar.

Birt í flokknum Fréttir.