candle

Kertastubbar óskast

candle
Á hverju ári fer 5. bekkur í kertagerð í smiðjum auk tilfallandi kertagerðatíma hjá öðrum árgöngum. En til þess að geta endurnýtt kertaafganga, þurfum við hráefni.  Við getum notað ÖLL kerti (nema sprittkerti) , bæði heil og hálf og smástubba, líka vaxið sem hefur lekið niður á diskinn  og kerti í glösum!  Endilega sendið okkur kertabúta.  Eins og staðan er núna þá vantar okkur mest hvít kerti, en við þiggjum samt alla liti.  Við flokkum þá og bræðum niður, skerum í litla kubba og gerum svo kubbakerti, þar sem hvítu vaxi er svo hellt yfir kubbana.  Kertin sem við gerum eru ýmist sett í mót eða beint í glerkrukkur, svo við söfnum einnig litlum glerkrukkum, til dæmis undan sultu eða barnamat.

Kveðja Steinunn og Agnes smiðjukennarar. 

Birt í flokknum Fréttir.