Nýir nemendur – aðrir en þeir sem eru að byrja í 1. bekk – eru boðnir í heimsókn og skoðunarferð um skólann föstudaginn 21. ágúst kl. 13.00.
Category Archives: Fréttir
Umsóknir um mötuneyti og dægradvöl
Nú hefur orðið sú breyting að umsóknir um hádegismat, dægradvöl og ávexti á nú að fylla út í íbúagátt Kópavogsbæjar.
Breytingar á mataráskrift og dægradvalartíma á einnig að gera þar.
Allir sem ætla að hafa börnin sín í mat og/eða dægradvöl frá og með skólabyrjun þurfa að FYLLA ÚT UMSÓKN í SÍÐASTA LAGI 20. ágúst.
Hvernig er farið inn í íbúagáttina?
Farið er inn á íbúagáttina á heimasíðu Kópavogsbæjar og skráið ykkur inn í gáttina með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þá komist þið þar inn og getið skráð börnin ykkar í mat, dægradvöl og ávaxtaáskrift (ávaxtaáskrift á við nemendur á yngsta stigi og miðstigi).
Umsókn um systkinaafslátt:
Þeir sem eiga rétt á systkinaafslætti í dægradvöl sækja um hann í íbúagáttinni. Það er þó ekki hægt að gera fyrr en umsókn hefur verið samþykkt. Þannig að þið þurfið að fara aftur inn á gáttina og gera þetta.
Mikilvægt er að allir sem eiga rétt á systkinaafslætti sæki um á viðkomandi eyðublaði.
Það þarf að sækja um systkinaafslátt fyrir 20. ágúst svo afsláttur taki gildi 1. september.
Ef barn er bæði í sumardvöl (fyrir 1. bekkinga) og dægradvöl þarf að sækja um afslátt í sitt hvoru lagi.
Hvernig veit ég hvort búið sé að samþykkja umóknirnar mínar ?
Til að fylgjast með þínum umsóknum ferðu inn á Málin mín, þar getur þú t.d. séð hvort umsóknir þínar hafa verið samþykktar.
• Fara í Málin mín og opna málið (umsókn).
• Smella á takkann Breyta umsókn (fjólublár kassi á mynd 1 að neðan).
• Til að skrá barn úr þjónustu er valið Afskrá (blár kassi á mynd 2 að neðan) og beiðni send.
• Hægt er að breyta öðrum áskriftarupplýsingum (t.d. dvalartímum) neðar á breytingarumsókninni.
• Hægt er að sækja um áskrift, gera breytingar á áskrift eða segja upp áskrift til 20. hvers mánaðar.
Breytingar taka gildi frá næsta mánuði á eftir.
Skólasetning – fyrsti skóladagur
Salaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir:
- Klukkan 9:00 2., 3. og 4. bekkur
- Klukkan 10:00 5., 6. og 7. bekkur
- Klukkan 11:00 8., 9. og 10. bekkur
Á skólasetningu er lesið upp í bekki, nemendur hitta umsjónarkennara sinn og bekkjarfélaga.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst
Nemendur sem fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum dagana 24. og 25. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá í 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst.
Dægradvöl opnar þriðjudaginn 25. ágúst fyrir 2., og 3.. 1. bekkur byrjar í dægradvöl um leið og skólinn hjá þeim byrjar 26. ágúst. Klúbbastarfið í 4. bekk byrjar 1. september.
Nýir nemendur – aðrir en þeir sem eru að byrja í 1. bekk – eru boðnir í heimsókn og skoðunarferð um skólann föstudaginn 21. ágúst kl. 13.00.
Salaskóli í sumarleyfi
Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 6. ágúst. Ef þú ætlar að skrá nýjan nemenda í skólann þá getur þú gert það á vefnum eins og kemur fram hér neðar á síðunni. Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar um nemenda sem fara úr Salaskóla í aðra skóla. Sendið upplýsingar um það á netfang skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is.
Skráning nemanda í skólann
Ef þú ert að flytja í Salahverfi og / eða ætlar að skrá nýjan nemanda í skólann þá er mikilvægt að gera það strax. Þar sem skrifstofa skólans er lokuð til 6. ágúst er mikilvægt að fylla út eyðublað á þessum tengli http://goo.gl/forms/ywtk97HEbD
Spjaldtölvur afhentar kennurum skólans
.
Í bítið í morgun fór fram afhending spjaldtölva af gerðinni ipad til allra kennara Salaskóla. Afar góð stemmning var á meðal kennara við afhendinguna og sannarlega skein áhuginn úr svip þeirra. Á næstu dögum verður boðið upp á námskeið fyrir kennara í notkun og meðhöndlun tækisins. Miklar vonir eru bundnar við að með notkun spjaldtölvunnar verði mikil beyting á kennsluháttum á öllum aldursstigum. Margir kennarar eiga vafalaust eftir að nýta sumarfríið til að læra á tækið, skoða smáforrit og þá möguleika sem tækið gefur og því má segja slíkt fikt getur verið af hinu góða. Kópavogsbær mun sennilega koma til móts við óskir kennara um tæknilega aðstoð í sumar.
Salaskóla slitið í fjórtánda sinn
Salaskóla var slitið í fjórtánda sinn í dag en þá komu nemendur í 1. – 9. bekk í skólann til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng fáein lög undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara við undirleik nemenda og síðan gengu umsjónarkennarar til stofu með nemendur sína til að afhenda einkunnirnar. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir gengu svo léttir í lundu út í „sumarið“, tilbúnir að takast á við ævintýri sumarfrísins sem bíða handan við hornið.
Í gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Flutt voru tónlistaratriði, sýndir gjörningar nemenda og fulltrúar nemenda auk skólastjóra fluttu ávörp. Hver nemandi í 10. bekk var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini síðan afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur á glæsilegu hlaðborði.
Hér má sjá myndir frá skólaslitum og útskrift tíundubekkinga.
Útskrift 10.bekkinga
Þriðjudagskvöldið 9. júní verða 10. bekkingar í Salaskóla útskrifaðir við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 20:00. Nemendur flytja ávörp og tónlist og fá svo afhent útskriftarskírteini. Að lokinni athöfninni verður boðið upp á kaffi og sjá foreldrar um meðlætið. Allir mæta í sínum betri fötum og með foreldra sína með sér. Afi og amma líka velkomin.
Tímasetningar skólaslita
Skólaslit Salaskóla verða miðvikudaginn 10. júní. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir:
Klukkan 10 Sendlingar Starar Sandlóur Glókollar Sólskríkjur Langvíur Tildrur Flórgoðar Lómar Svölur Krummar Teistur |
Klukkan 10:30 Stelkar Maríuerlur Steindeplar Músarindlar Kríur Ritur Tjaldar Vepjur Himbrimar Súlur Fálkar Lundar |