Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins / Today is International Mother Language Day

Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins.

Í tilefni þess verður tungumálabasar í Gerðubergi á morgun, 22.febrúar, fyrir alla áhugasama um ýmis móðurmál. Frekari upplýsingar má sjá á:
https://www.facebook.com/events/266222847691590/

 

Today is International Mother Language Day. To celebrate this there will be a festive language bazar in Gerðuberg tomorrow, 22nd February, for all those that are interested in different languages. More information on:

https://www.facebook.com/events/266222847691590/  

6. og 7. bekkur fer á skíði í dag

Það er opið í Bláfjöllum í dag og það verður því skíðadagur hjá 6. og 7. bekkingum. Það blæs svolítið í fjöllunum en vindur er að ganga niður og búast má við fínu veðri þegar líður á morguninn. Það verður kalt og allir verða að vera vel klæddir og muna eftir nestinu. Rúturnar fara frá skólanum kl. 9:15 og nemendur verða að mæta tímanlega. Góða skemmtun!

7. bekkur í samstarfi við jafnaldra í Japan

Krakkarnir í 7. bekk eru með samstarfsverkefni við jafnaldra sína í japönsku skóla. Þetta er hluti af alþjóðlegu samstarfi Salaskóla sem UNESCO skóla. Þau hafa átt í ýmsum samskiptum, hist á „skype“- fundum og skipst  á ýmsum upplýsingum.

Þau gerðu svo þetta listaverk í samstarfi við japönsku krakkana. Japönsku krakkarnir máluðu einn helminginn og við hinn og sendum svo út til Japans. Þetta verður sýnt á Ólympíuleikunum í ár. Glæsilegt hjá þeim!

 

Fullkomið hljóðver opnað í Salaskóla

Í Salaskóla erum við að taka í notkun glænýtt, fullkomið hljóðver. Þar verður hægt að taka upp tónlist, hlaðvörp og bara það sem okkur dettur í hug. Heiðurinn af þessu hljóðveri eiga nokkrir krakkar í 9. og 10. bekk sem settu fram vel mótaða hugmynd, studda af fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn og skólinn og félagsmiðstöðin Fönix tóku höndum saman með þessum nemendum og gerðu hugmyndina að veruleika.  Nemendurnir tóku að sér að útbúa góða aðstöðu fyrir hljóðverið, máluðu, einangruðu og settu upp þann búnað sem þurfti. Hljóðverið verður tekið í notkun eftir helgi og má því vænta þess að á næstunni verði settir í loftið hlaðvarpsþættir af ýmsu tagi ásamt frumsaminni tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Hljóðverið bætist við góðan aðbúnað í Salaskóla en áður var búið að koma upp góðu tækniveri og aðstöðu til myndvinnslu . Allt þetta ýtir undir fjölbreytta nálgun í námi og gefur nemendur færi á að vinna verkefni í hæsta gæðaflokki.

Þess má geta að um leið og hljóðverið opnar fer af stað valgrein sem nýtir aðstöðuna og nemendur sjá sjálfir um að námið og kennsluna. Þekking á þessu sviði liggur hjá þeim og þeir mun læra hver af öðrum og leita saman að lausnum á þeim verkefnum sem mæta þeim.

Verðlaunaafhending fjölgreindaleika

Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika 2019. Einnig voru veitt verðlaun fyrir ólympíuhlaupið 2019, 4.bekkur hljóp mest og 10.bekkur þar á eftir. Kennarar þessa árganga tóku á móti viðurkenningunni. Þess má geta að skólinn hljóp samtals 2870 km, sem eru rúmlega 2 hringir í kringum landið. 

Myndirnar eru teknar af Daníel Woodard í 9.bekk.

Vinningsliðið með 1306 stig, lið númer 28 – Nafnlausa liðið 
Í öðru sæti var lið númer 8 með 1295 stig – Mygluðu Cheeriosin
Í þriðja sæti var lið númer 3 með 1286 stig – McDonalds

Bestu fyrirliðarnir
4.árgangur fékk viðurkenningu fyrir að hlaupa mest af öllum í Ólympíuhlaupinu
10.bekkur fékk viðurkenningu fyrir að hlaupa mest að meðaltali, 7,5 km

Arnór Snær hreppti 2. sætið í ljóðakeppni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu

Þau Arnór Snær Hauksson og Bára Margrét Grímsdóttir nemendur í 5. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á ljóðakeppni grunnskóla nú á dögunun. Arnór Snær var í 2. sæti í keppninni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu fyrir sitt ljóð. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan góða og eftirtektarverða árangur. Þau fengu viðurkenningar sínar og verðlaun afhent á ljóðahátíðinni Ljóðstafur Jóns úr Vör 21. janúar sl.
 
Hlutskörpust í grunnskólakeppninni var Ingimar Örn Hammer Haraldsson í 7. Bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Svarthol. Í öðru sæti var Arnór Snær Hauksson í 5. Bekk Salaskóla fyrir ljóðið Grimma tréð og í þriðja sæti Steinunn María Gunnarsdóttor og Ragnheiður Jónasdóttir í 7. bekk Kársnesskóla fyrir ljóðið Draumaland.
 
Þá hlutu sjö nemendur sérstaka viðurkenningu en þau eru: Benedikt Einarsson í 10. bekk Vatnsendaskóla, Helgi Geirsson í 7. bekk Álfhólsskóla, Bára Margrét Guðjónsdóttir í 5. bekk Salaskóla, Kristín Elka Svansdóttir í 5. bekk Hörðuvallaskóla, Hrannar Ben Ólafsson í 5. bekk Hörðuvallaskóla og Ingunn Jóna Valtýsdóttir í 10. bekk Lindaskóla.
 
Alls bárust 153 ljóð frá grunnskólabörnum.