Category Archives: Fréttir
Tilkynning til foreldra vegna þriðjudags 14. janúar
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.
English:A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.
Vegna veðurs í dag
Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins biðja foreldra að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag. Þetta á við um yngstu börnin. Hinir ganga bara heima. Frístundavagnar ganga.
English
Pick up the youngest children at the end of school or fristund / dægradvöl today. The others just walk home.
Myndir frá fjölgreindaleikum 2019
Myndir frá fjölgreindaleikum eru loksins komnar inn, teknar af nemanda í skólanum, Daníel.
http://salaskoli.is/myndir/gallery/fjolgreindaleikar-2019/
Gul viðvörun í dag – A yellow warning today
Það er gul viðvörun frá kl. 15 í dag á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan lýsir þessu svona:
„Vestan hvassviðri, jafnvel stormur með snjókomu eða éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum. Hvassast verður í vesturhluta borgarinnar en mest ofankoma í efribyggðum.“
Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa sent tilkynningu um að foreldrar og forráðamenn séu beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, en mælst til til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.
Í Salaskóla lítur þetta þá þannig út að börn sem eiga að fara heim til sín í lok kennslu, ganga bara heim eins og venjulega, enda lýkur kennslu á milli 1330 og 1400.
Foreldrar eiga hins vegar að sækja börn í dægradvöl á venjulegum tíma. Við vekjum samt athygli á að vegna hríðar og versnandi akstursskilyrða eftir kl. 15 geta orðið talverðar samgöngutruflanir og erfiðleikar við að komast á milli staða.
English
A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.
Lúsía 2019
Það er hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með söng og tilheyrandi hátíðleika. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í Salaskóla í morgunsárið.
Sjá myndir
Nýjar upplýsingar
Til að einfalda málin höfum við þetta svona í Salaskóla:
Foreldrar sækja nemendur í 1 – 4. bekk. Við sendum þau ekki gangandi ein heim
Nemendur í 5. – 10. bekk ganga heim eftir hádegismat.
Við biðjum foreldra um að koma inn í skóla og ná í börn sín. Við getum ekki sinnt beiðnum um að senda þau út í bíl til ykkar. Það er mikið álag á okkur og ekki bætir úr skák bilun í tölvukerfi.