Gunnar Erik er skákmeistari Salaskóla 2019

Meistaramót Salaskóla  í skák 2019 – Lokamót fór fram 27. mars. Úrslit hér að neðan.

Fjöldi þátttakenda í mótinu öllu var samtals 172 nemendur, sem tefldu í 4 riðlum. Þrír í hverjum árgangi unnu sér svo rétt til að keppa í lokamótinu sem fram fór í morgun.

Verðlaunaafhending fer fram á næstunni. Skákmeistari Salaskóla 2019 er Gunnar Erik!

  1. Gunnar Erik, 6. árg. 7.v. af 7. Skákmeistari Salaskóla 2019! Árgangameistari 6.árg. og Skákmeistari 5.-7. árg!
  2. Sindri Snær, 10. árg.  5 v. og 35 stig. Árgangameistari 10. árg. og Skákmeistari 8.-10. árg.
  3. Samúel, 8. árg. 5v. og 30 stig. 2. sæti, 8.-10.árg. og Árgangameistari 8. árg.
  4. Axel Óli, 10. árg. 5 v. og 28 stig. 3. sæti 8.-10. árg.
  5. Ottó Andrés, 7. árg. 5v. og 27 stig. Árgangameistari 7. árg. 2. sæti 5.-7. árg.)
  6.     Daníel, 4. árg. 5v. og 25 stig. Skákmeistari 1.-4. árg. og Árgangameistari í 4. árg.
  7. Birnir Breki, 7. árg. 4v. og 33 stig. 3. sæti 5.-7. árg.
  8. Kjartan, 6. árg. 4 v. og 30 stig.
  9. Egill, 10. árg, 4 v. og 29 stig.
  10. Katrín María, 5. árg. 4 v. og 27 stig. Árgangameistari 5. árg.
  11. Ólafur Fannar, 4. árg. 4v. og 25 stig. 2. sæti 1.-4.árg
  12. Daði, 6. árg. 4 v. og 25 stig.
  13. Dagur Andri 2. árg. 4 v. og  23 stig. 3. sæti 1.-4.árg. Árgangameistari 2. árg.
  14. Tryggvi 9. árg. 4 v. Árgangameistari 9. árg.
  15. Sigurjón Helgi 8. árg. 3 v.
  16. Magnús Ingi 4. árg. 3 v.
  17. Halla Marín 5. árg. 3 v.
  18. Gunnar Örn 7. árg. 3 v.
  19. Esther 8. árg. 3 v.
  20. Gunnar Þór G. 5. árg. 3 v.
  21. Elín Lára 3. árg. 3 v. og 23 stig.
  22. Kári 3. árg. 3 v. og 17. stig.
  23. Stefán Logi 3. árg. 3 v. og 17 stig.
  24. Aron Bjarki 1. árg. 2 v. Árgangameistari í 1. árg.
  25. Sigurður Ingi 2. árg. 2 v.
  26. Óðinn 2. árg. 2 v.
  27. Natan 1. árg. 1 v.

Alþjóðlegi Downs-dagurinn í dag

Í dag, 21. mars, er alþjóðlegi Downs-dagurinn. Dagsetningin 21. mars er valin vegna þess að það eru þrjú eintök af litningi 21. Þema dagsins er að þessu sinni „Enginn skilinn eftir“. Í Salaskóla höldum við upp á þennan dag og fögnum fjölbreytileikanum. Við erum stolt því að í okkar góða og litríka nemendahópi eru að sjálfsögðu börn með Downs-heilkennið. Nemendur og starfsfólk mætti í ósamstæðum sokkum og nemendur fengu fræðslu um Downs. Frábær dagur í Salaskóla.

solin.jpg

Vegna loftslagsverkfalla ungmenna

Síðastliðna fjóra föstudaga hafa ungmenni farið í verkfall á milli klukkan 12-13 til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og atvinnulífs í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. Verkfallið er hluti af alþjóðlegri öldu barna, ungs fólks og námsmanna sem hafa farið í loftslagsverkföll síðustu mánuði, en síðastliðinn föstudag sóttu um 2.5 milljónir verkfallið í yfir 100 löndum um allan heim.

Þetta er mikilvægt framtak og okkur ber að styðja þetta. Þarna er ungt fólk að stíga fram, eins og hin sænska Greta Thunberg, og krefjast þess að yfirvöld vakni og grípi til raunhæfra aðgerða í loftslagsmálum. Nemendur eiga að vera gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í lýðræðissamfélagi skv. aðalnámskrá og ef þetta er svo sannarlega varða á þeirri braut.

Nemendur sem taka þátt í þessu eru að berjast fyrir tryggri og betri framtíð og sýna því samfélagslega meðvitund og ábyrgð. Þau gera sér grein fyrir alvarleika málsins og eiga hrós skilið.
Salaskóli styður við baráttu ungmenna fyrir betri framtíð og vill stuðla að þátttöku nemenda skólans í þessum aðgerðum með því að gefa þeim nemendum sem taka þátt leyfi frá kennslu meðan á þeim stendur. Þar sem nemendur eru á ábyrgð skólans á skólatíma, fá þeir fjarvist þegar þeir mæta ekki í kennslustundir. Við biðjum því foreldra að láta okkur vita og óska eftir leyfi fyrir börn sín ef þau hafa hug á því að fara á Austurvöll og mótmæla.

Skíðaferð unglingadeildar 18. mars

Ef veður leyfir verður mánudagurinn 18. mars útivistar- og skíðadagur hjá 8. – 10. bekk. Við munum leggja af stað í Bláfjöll klukkan 9:15 og verður skíðað til klukkan 14:00 og lagt af stað heim klukkan 14:30. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða og spil, getað haft það kósý inn í skála milli þess sem þau leika sér í snjónum. Þeir sem eru nýgræðingar á skíðum fá leiðsögn frá okkar frábæru skíðakennurum.

Það getur verið að þetta rekist í tómstundir hjá einhverjum nemendum en við bendum á að skíðaferð er bara einu sinni á ári og ógleymanleg upplifun fyrir krakkana.

Þeir sem vilja leigja skíðabúnað geta gert það. Þeir þurfa að vita hæð sína, þyngd og skóstærð. Leiga á skíðum og brettum er 2.340 kr. Lyftukort kostar 890 kr. Nemendur þurfa að passa vel upp á lyftukortin og skila þeim í lok dags.

Það er mikilvægt að klæða sig vel og hafa skíða- eða reiðhjólahjálm með.

Nemendur koma með nesti sjálfir þennan dag og við mælum auðvitað með hollum bita. Munið einnig eftir drykkjum.

Við munum kanna veður og færð í Bláfjöllum snemma á mánudagsmorgun og láta vita ef það er lokað svo fljótt sem það liggur fyrir. Ef það verður lokað þá mæta nemendur í skólann eins og venjulega.

Skíðaferð 5. – 7. bekkja

Ef veður leyfir verður föstudagurinn 15. mars útivistar- og skíðadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað í Bláfjöll klukkan 9:15 og verður skíðað til klukkan 14:00 og lagt af stað heim klukkan 14:30. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða og spil, getað haft það kósý inn í skála milli þess sem þau leika sér í snjónum. Þeir sem eru nýgræðingar á skíðum fá leiðsögn frá okkar frábæru skíðakennurum.

Það getur verið að þetta rekist í tómstundir hjá einhverjum nemendum en við bendum á að skíðaferð er bara einu sinni á ári og ógleymanleg upplifun fyrir krakkana.

Þeir sem vilja leigja skíðabúnað geta gert það. Þeir þurfa að vita hæð sína, þyngd og skóstærð. Leiga á skíðum og brettum er 2.340 kr. Lyftukort kostar 890 kr. Nemendur þurfa að passa vel upp á lyftukortin og skila þeim í lok dags.

Það er mikilvægt að klæða sig vel og hafa skíða- eða reiðhjólahjálm með.

Nemendur koma með nesti sjálfir þennan dag og við mælum auðvitað með hollum bita. Munið einnig eftir drykkjum.

Við munum kanna veður og færð í Bláfjöllum snemma á föstudagsmorgun og láta vita ef það er lokað svo fljótt sem það liggur fyrir. Ef það verður lokað þá mæta nemendur í skólann eins og venjulega.

Við erum að leita að kennurum fyrir næsta skólaár

Við í Salaskóla viljum fá fleiri kennarar til liðs við okkur næsta skólaár. Okkur vantar góða kennara á miðstig og stærðfræðikennara á unglingastig. Upplýsingar gefa skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri í síma 441 3200 og netfang hafsteinn@salaskoli.is. Sækið um á vef Kópavogsbæjar, http://kopavogur.is, í síðasta lagi 24. mars.