Innkaup á ritföngum

Innkaup á ritföngum verða með þeim hætti að við sjáum um sameiginleg innkaup á ritföngum fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og verða ritföngin hér í skólanum og nota nemendur þau saman. Foreldrar greiða ákveðna upphæð sem er mismunandi eftir árgöngum. Við höfum leitað tilboða frá mörgum fyrirtækjum og erum að fara yfir þau. Endanleg upphæð á nemanda liggur ekki fyrir en er líklega rétt rúmlega 5 þús. kr. hið mesta. Inni í þessu er ekki stílabækur eða reikningsbækur. Nemendur eiga að nota þær bækur sem þeir voru með í vor og ekki tókst að klára. Það er mikilvægt að nota vel það sem til er. Við sendum ykkur lista yfir bækur sem þarf að nota í hverjum árgangi og þá kíkið þið á gamla dótið og fyllið á ef með þarf. Hvað unglingadeildina varðar þá þarf hver nemandi að útvega sér það sem hann vanhagar. Nota það sem til er frá í fyrra og þegar ein stílabók er búin að kaupa þá aðra. Passa svo að vera með góðan blýant og penna tiltæka í töskunni. Spjaldtölvurnar draga úr þörf á ritföngum og stílabókum – gleymum því ekki.

Skólasetning þriðjudaginn 22. ágúst

Salaskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst nk. Nemendur eiga að mæta sem hér segir:

Kl. 8:30 – 5. og 6. bekkur

Kl. 9:30 – 2. – 4. bekkur

Kl. 10:30 – 7. – 10. bekkur

Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl með foreldrum sínum.

Nemendur mæta í anddyri skólans og fara síðan í kennslustofur með kennurum sínum. Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.

Innkaupalistar – dokið við um sinn

Tilhögun innkaupa á ritföngum fyrir nemendur verður þannig að það verða sameiginleg innkaup fyrir 1. – 7. bekk. Það þýðir að foreldrar leggja fram ákveðna upphæð og við sjáum um kaupin. Við erum núna að leita tilboða og látum vita þegar niðurstaða liggur fyrir. Stílabækur eru ekki inni í því, enda eiga krakkarnir yfirleitt bækur frá í fyrra sem við viljum að þau noti þær. Notið tímann núna til að fara yfir það sem til er. Í unglingadeild sjá krakkarnir og foreldrarnir sjálfir um þetta en við leggjum fram lista yfir það sem mikilvægt er að hafa.  Við leggjum áherslu á að það þarf ekkert að stressa sig á að kaupa allt inn núna. Best er að þegar ein stílabók klárast þá verði ný keypt í staðinn.

Í 5. – 10. bekk eru allir nemendur með spjaldtölvur og þeir koma að hluta til í stað stílabóka. Við vitum ekki hversu mikið en erum að þreifa okkur áfram með þetta.

Sendum nánari upplýsingar um þetta í tölvupósti til foreldra

Sumardvöl dægradvalar hefst 9. ágúst

Sumardvöl dægradvala við grunnskóla Kópavogs hefst miðvikudaginn 9. ágúst og stendur til og með 18. ágúst. Sumardvölin er fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk í haust og sótt var um fyrir í vor.Markmiðið með dvölinni er að stuðla að vellíðan, öryggi og jákvæðri aðlögun nemenda, jafnt félagslega sem námslega að umhverfi grunnskólanna áður en formlegt skólastarf hefst.

Dægradvölin er lokuð 21. og 22. ágúst. til undirbúnings fyrir vetrarstarfið en skólasetning í grunnskólann verður 22. ágúst.

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins verður miðvikudaginn 31. maí kl. 17:30 í aðalsal skólans þar sem hefðbundin aðalfundarstörf fara fram, þ.á.m. kosning stjórnar. Það vantar þrjá foreldra í stjórnina og vil núverandi stjórn hvetja foreldra til að taka þetta skemmtilega verkefni að sér. Þetta er alls ekki mikil vinna, helstu verkefni eru að skipuleggja aðventugöngu, páskabingó og vorhátíð og er komin góð reynsla á að undirbúa þessa viðburði. Það er ábyrgð allra foreldra að manna stjórnina og ekki alltaf hægt að treysta á að næsti maður sjái um þetta 🙂 Þið getið haft samband við formann ef þið hafið áhuga eða eruð með spurningar (bergosk@simnet.is)

Skólaslit Salaskóla 2017

Miðvikudaginn 7. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 9:30 og hinn kl. 10:00. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 8 – 17. Þeir sem ætla að nýta hana verða að láta vita. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir:

9:30  

Glókollar

Músarrindlar

Hrossagaukar

Spóar

Lundar

Maríuerlur

Kríur

Langvíur

Himbrimar

Tildrur

Tjaldar

Kjóar

Súlur

10:00

Sólskríkjur

Þrestir

Lóur

Teistur

Sandlóur

Steindeplar

Ritur

Flórgoðar

Lómar

Vepjur

Smyrlar

Svölur

 

Heilsueflandi skóli

Salaskóli hefur tekið þá ákvörðun að starfa í anda Heilsueflandi grunnskóla.

En samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð nú einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi.

Hér má nálgast nánari upplýsingar

Og hér má nálgast facebook síðu þar sem settar eru inn ýmsar fréttir og upplýsingar sem eiga við heilsueflingu í skólum. Við hvetjum kennara og foreldra til að fylgjast með.

Kjörfundur 10. bekkjar

Það hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár að nemendur í 10. bekk vinna að stjórnmálaverkefni í tengslum við þjóðfélagsfræði. Mynda nemendur þá stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til nemendaþings sem hefur það markmið að vinna að bættum hag nemenda í unglingadeild skólans. Hápunktur verkefnisins er svo framboðsfundur þar sem nemendum í 7.-9. bekk er boðið að fylgjast með framboðsræðum fulltrúa flokkanna og svo í kjölfarið að kjósa sína fulltrúa á þingið. Framboðsfundurinn fór fram í morgunn og fluttu ræðuskörungar 10. bekkjar innblásnar ræður við góðar undirtektir nemenda í 7.-9. bekk. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá fundinum.

 
Google has deprecated the Picasa API. Please consider switching over to Google Photos