google_earth.jpg

Ritur

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í ritum vorið 2009

Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

 

 

Foreldrum boðið í Salaskóla 27. maí

Þriðjudaginn 27. maí bjóðum við foreldrum nemenda í 1. – 7. bekk í skólann frá kl. 8:10 – 10:00. Ýmislegt verður um að vera í kennslustofum, á göngum, í salnum og á skólalóðinni. Munir sem nemendur hafa búið til verða til sýnis, skólakórinn syngur, krakkar spila á hljóðfæri, lesa upp ljóð, sýna leikrit, syngja og svo framvegis. Hægt er að kaupa sér kaffi og vöfflu til að gæða sér á. Þá er hægt að fylgjast með kennslu í bekkjum og í smiðjum í verklegum greinum. Nánar um dagskrá ef þú smellir á "Lesa meira"

Dagskráin er að mótast en nú þegar liggur fyrir að 1. – 2. bekkur verður með samsöng á sal kl. 8:45.
Kl. 9:00 teflir bæjarstjórinn hraðskák við einn af skákmeisturum Salaskóla.
Kl. 9:10 syngur skólakórinn í salnum
Kl. 9:30 verður Salaskóla afhentur Grænfáninn í þriðja skiptið.
Kl. 10:00 eru nemendur í 7. bekk með sýningu á leikriti sínu fyrir jafnaldra sína í Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla. Aðrir mega að sjálfsögðu horfa líka.

Hvetjum foreldra barna í 1.-7. bekk til að líta inn og sjá fjölbreytt og skemmtilegt starf.

sumarlestur.jpg

Sumarlestur fyrir krakka í Salaskóla

sumarlestur.jpgBorist hefur bréf frá Bókasafni Kópavogs þar sem sagt er frá að safnið efni til sumarlesturs fyrir 6-12 ára börn í Kópavogi. Það er tímabilið frá júní til ágúst – eða á sama tíma og nemendur eru í sumarleyfi frá skólanum.

Tilgangur  námskeiðsins sumarlestur er að nemendur geti haldið áfram að þjálfa lesttrarfærni sína í sumar.  Öll börn geta fengið lánþegakort sem eru þeim að kostnaðarlausu. Aðeins þarf samþykki foreldris eða forráðamanns. Bæði Lindasafnið og Aðalsafnið bjóða upp á sumarlestur.

 

Nemendur skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu og um leið fá þeir tvíblöðung þar sem skráðar eru þær bækur sem þeir lesa. Þegar bókum er skilað í safnið aftur fá þeir stimpil við hvern titil og jafnframt er nafnið þeirra sett í pott. Á lokaháhátíð sem verður haldin í byrjun september verður dregið úr pottinum og nokkrir heppnir hljóta vinning. Allir eiga möguleika á vinningi, ekki bara þeir sem lesa mest. Krakkar, nú er bara að drífa sig á bókasafn og næla sér í bækur til að lesa.

grillstemning_002.jpg

Grillstemning í hádeginu

grillstemning_002.jpgVið gerðum okkur lítið fyrir í dag og grilluðum hádegismatinn okkar úti í dýrðlegu veðri. Boðið var upp á eldsteikta hamborgara með tilheyrandi meðlæti. Krakkarnir voru að vonum kát með framtakið og tóku vel til matar síns. Áform eru um að endurtaka slíkt grill fljótlega. Allir hjálpuðust að við grillið og hér má m.a. sjá húsvörðinn taka til hendinni við grillverkin. Nemendur í 10. bekk voru einnig duglegir að hjálpa til og sáu til þess að bera fram máltíðina fyrir aðra nemendur skólans. Ef smellt er á lesið meira má sjá fleiri myndir frá þessu skemmtilega hádegi.

grillstemning_008.jpggrillstemning_004.jpggrillstemning_001.jpg grillstemning_010.jpggrillstemning_006.jpg

ganga2.jpg

Átak í næstu viku! Allir í Salaskóla ganga í skólann.

ganga2.jpgVikuna 26.- 30. maí  ætlum við að gera smá átak og hvetja alla nemendur til að ganga í skólann. Ef nemandi býr í öðru hverfi má fara fyrr úr strætó eða bílnum og ganga smá spöl. Við hvetjum sérstaklega krakka í prófum að koma gangandi því það hressir, bætir og kætir.

Umsjónarkennarar fá blöð hjá gönguhópnum þar sem stimplað er í reit á hverjum degi hjá viðkomandi nemanda ef hann kemur gangandi í skólann. Bekkurinn sem gengur mest í skólann fær mjög áhugaverð verðlaun. Verðlaun eru fyrir 2. og 3. sæti.
Tíu góðar ástæður til að ganga saman í skólann

  • Það vekur mann
  • Það er hressandi …
  • Það er hollt
  • Maður kemst í form
  • Ókeypis líkamsrækt
  • Bílar menga
  • Bensín er dýrt
  • Kynnist umhverfinu
  • Gaman að kynnast öðrum krökkum sem ganga í skólann
  • Börn og foreldrar eiga góða stund saman

Allir í Salaskóla ganga í skólann  – Þar eru hraustir nemendur-

google_earth.jpg

Lundar

google_earth.jpgHér eru myndasögusýningar nemenda í lundum vorið 2009

Nemendur í lundum sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og loks að koma þeim fyrir í eigin möppu á netþjóni skólans. Þá raðaði hann myndunum úr "ferðalaginu" inn í forrit sem heitir Photostory. Í því forriti bjó hann til texta sem lýsti myndinni (frá sögulegu eða listrænu sjónarhorni). Síðan var sett inn tónlist sýningarinnar sem valin var af kostgæfni í hverju tilfelli fyrir sig. Að síðustu var  birtingarform myndanna ákveðið t.d. koma þær fljúgandi inn frá einu horni eða birtast eins og stjarna o.s.frv. Sýningar krakkanna opnast í Media player.

Gjörið svo vel að skoða afraksturinn hér.

Góða skemmtun.

Háskóli unga fólksins

Vekjum athygli á Háskóla unga fólksins. Lesið meira með því að smella á "Lesa meira"

Háskóli unga fólksins undraveröld þekkingarinnar

Um miðjan júní tekur Háskóli Íslands á sig ferskan blæ þegar kennsla hefst í Háskóla unga fólksins. Nemendur verða börn og unglingar fædd 1992-96. Allir sem fæddir eru á þessu árabili geta skráð sig í skólann. Skólahaldið mun standa dagana 9. til 13. júní  og í boði verða mörg stutt en hnitmiðuð námskeið úr ýmsum deildum og skorum Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir um 250 nemendum í skólanum og er þeim skipt í tvo hópa; f: 1992-93 og 1994-96. Hver nemandi velur sex námskeið og einn þemadag og setur þannig saman sína eigin stundatöflu. Á síðasta degi Háskóla unga fólksins er haldin brautskráningarhátíð.

Skráning nemenda í Háskóla unga fólksins hefst 15. maí og fer fram á vef Háskóla unga fólksins, www.ung.is <http://www.ung.is/> . Skráningargjald er 15 þúsund krónur og innifalið í því eru námskeið, kennslugögn og léttur hádegisverður alla skóladagana. Allar nánari upplýsingar um Háskóla unga fólksins má fá á www.ung.is <http://www.ung.is/> .

Verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins 2008 er Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Háskóli unga fólksins
Aðalbygging Háskóla Íslands, Sæmundargötu  6
101 Reykjavík
http://www.ung.is

Skák í Salaskóla skólaárið 2007-08

Heimsmeiatarar:

Skólaárið 2007- 2008 hefur verið ansi viðburðarríkt í skákheiminum í Salaskóla.Við byrjuðum haustið á því að fagna heimsmeistartiltlinum í liðakeppni skóla fyrir 14 ára og yngri. 5 krakkar úr Salaskóla fóru ásamt þjálfara sínum Hrannari Baldurssyni 12. júlí til Pardubice í Tékklandi  þar kepptu þau til sigurs á heimsmeistarmóti skóla í skák og urðu fyrsta íslenska skólaliðið í skák sen náð hefur heimsmeistartitli.

Sveit Salaskóla skipuðu eftirfarandi krakkar::

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  2. Patrekur Maron Magnússon
  3. Páll Andrason
  4. Guðmundur Kristinn Lee

varam. Birkir Karl Sigurðsson.

 

Hér vantar mynd af atburðinum ( Ath. þetta er prufa það kemur meira síðar TR.)