comenius_samstarf_007.jpg

Gestir í heimsókn vegna Comeníusarverkefnis

Tvo síðastliðna daga höfum við hér í Salaskóla verið með góða gesti í heimsókn í tengslum við Comeniusarverkefni sem við erum þátttakendur í ásamt fjórum öðrum löndum. Þetta eru átta kennarar frá Englandi, Finnlandi, Eistlandi og Kýpur.

Þeir hafa fundað með kennurum Salaskóla og kynnt sér skólastarf á öllum skólastigum, farið á milli og spjallað við nemendur.  Nemendur hafa verið ófeimnir við að tjá sig á enska tungu um viðfangsefni sín. Í gær tóku erlendu gestirnir okkar þátt í að gróðursetja ilmreyni ásamt nokkrum nemendum skólans. Tré þetta gengur undir nafninu Comeníusartréð því að því er plantað í öllum 5 löndunum sem tákn um gott samtarf þjóðanna.comenius_samstarf_007.jpgcomenius_samstarf_004.jpg

oktbermyndir_0182.jpg

100 prósent mæting hjá foreldrum lóanna

oktbermyndir_0182.jpgMorgunkaffi skólastjórnenda og foreldra er í gangi þessa dagana. Þá mæta foreldrar ákveðinna bekkja í skólann kl. 8:10 og byrja á því að ræða við skólastjórnendur og aðra foreldra og drekka kaffi saman. Síðan heimsækja foreldrar bekkinn og taka þátt í skólastarfinu. Í morgun var komið að foreldrum lóanna að koma í morgunkaffi og þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu öll met með því að mæta 100 % og því átti hver nemandi í bekknum sinn fulltrúa í morgunkaffinu.